Þriðjudagur, 28. febrúar 2012
Guð gefur manni hneturnar en hann brýtur þær ekki fyrir mann
Allt sem er vert þess að vera gert er og þess vert að vera vel gert.
úr frétt>Mikil eftirspurn hefur verið eftir jarðnæði til búskapar á undanförnum árum en vegna ónógs framboðs af ódýru lánsfjármagni samfara háu jarðaverði hefur fólk sem hyggst fara í búskap ekki séð sér fært að fjárfesta í landi til búrekstrar. Með betri nýtingu ríkisjarða til búrekstrar er mögulegt að mæta sjónarmiðum þessa hóps, efla búskap í hinum dreifðari byggðum og einnig myndi ríkisvaldið sýna ábyrgð gagnvart nýliðun í landbúnaði og sjónarmiðum fæðuöryggis, segir í tillögunni.
Sjálfsagt gott mál. Hinsvegar er það á hreinu að: ríkisvaldið ætti að gera stórátak í því að styðja undir Lanbúnað. Sem og önnur verkefni við nýtingu auðlinda úti á landi. Fjármagn ætti þannig að koma frá ríkinu í sérstakar verkefnastofur úti á landi til þess. Líka væri hægt að setja upp sérstakar atvinnustofur samfara því.
Aðeins öflug stýring fjármagns yfir í verkefnastofur landstfjórðunga á möguleika að setja í gang heildstæða eflingu á landbúnaði.
Til þess að gera hutina fyrir alvöru vel er best til fallið að setja eftirfarandi, fyrst á einum landsfjórðingi og svo á hinum líka:
Sjálfbærniþorpið
http://samfelagvesturs.weebly.com
Ríkisjörðum verði komið í notkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:56 | Facebook
Athugasemdir
Til að styðja við ný verkefni væri líka vel hugsandi að lánsfjármagn komi frá sérstökum samfélags-sparisjóðum í gegnum verkefnastofuna. Lán með nær engum vöxtum.
Sá sem setur upp verkefni leitast eftir stuðningi (í gegnum verkefnastofuna) frá nokkrum aðilum að spara peninga inn í sparisjóðinn til að eiga möguleika á að fá lán.
Eins mætti vel hugsa sér í tengslum við svona að setja í gang sam-vinnu fyrirtæki (alvöru) þar sem hlutafé væri 1 atkvæði á mann.
Guðni Karl Harðarson, 28.2.2012 kl. 12:55
Ég átti auðvitað við að hver sá sem á hlutafé hafi 1 atkvæði sem og vinnur hjá fyrirtækinu.
Guðni Karl Harðarson, 28.2.2012 kl. 12:58
Hugmyndin að sjálfbærniþorpi er frábær Guðni og vonandi tekst þér að vekja athygli á þessari hugmynd, svo hún verði framkvæmd. Svo er líka gott mál að sem flestar bújarðir fari í ábúð. Gott að það er allavega komið til tals.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2012 kl. 14:57
Þakka þér Ásthildur. Yfirleitt hefur hugmyndin hlotið góð viðbrögð. Ég er að vonast einmitt eftir því að vekja fyrir alvöru athygli á henni!
Það er líka gott mál að sem flestar bújarðir fari í ábúð. En það þarf að líka vera til ALVÖRU stuðningur við það. Sem ég er einmitt að víkja að í bloggfærslu þessari.
Guðni Karl Harðarson, 28.2.2012 kl. 15:24
JÁ ég veit og ég er alveg sammála þér með það.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2012 kl. 15:59
Get ekki hugsað á þessum nótum,þótt sé allra athygli virði. Meðan þessi stjórn vofir yfir sem leggur á ráðin og beinlínis tjaldar öllu þótt falskt sé,til að leggja þjóðríkið af. Guðni ég vildi að af þessu yrði.
Helga Kristjánsdóttir, 5.3.2012 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.