Það þarf að losna við ríkistjórn sem heldur þjóðinni í gíslingu!

Það er svo margt sem þarf að ÞORA að gera. Jú, mest aðkallandi er að losna við verðtrygginguna og finna alvöru lausn á skuldavanda heimilana. Það þarf að taka tillit til þeirra sem eru að vinna í alvöru við að finna lausnir og hafa komið með þær eftir að hafa vandlega unnið slíkar tillögur með margra mánaða vinnu að úrlausnum. Það þarf að segja sig fyllilega fús til að vinna með því fólki að sameiginlegri lausn.

Það þarf að vinna fyrir framtíðina!

En það er bara alls ekki nóg! Því það er svo margt annað sem þarf  að gera líka. Það þarf tildæmis að breyta þinginu þannig að ekki komi upp þessar aðstæður sem hafa verið að koma upp þar hvað eftir annað. Það þarf að koma í veg fyrir að þingmenn séu að vasast í hvort að þeir sjálfir fari fyrir dóm. Það þarf að finna leið til að setja í lög hverjir dæmi hvort að þingmenn (ráðherrar) hafi brotið af sér og hverjir hafi ábyrgð á hlutum. 

Það þarf að kenna stjórnvöldum að takast við þeirri ábyrgð sem þeir EIGA að takast við því trausti sem fólk gerir með að kjósa það til valda!

Það þarf að losa um ofurvald þingsins sem hefur svo augljóslega komið í ljós að þingmenn standi ekki undir. Það þarf líka að þora að breyta fjármálakerfinu og gera það samfélagslegt. 

Það þarf líka að setja tryggingu fyrir því að fólk lendi ekki síðan í sömu aðstæðum aftur. Það þarf líka að breyta kerfinu þannig að fólk lendi ekki alltaf í fátækt. Og að aðgerðir ríkistjórnar lendi ekki alltaf á þeim sem minnst hafa launin. 

 

Síðan þarf þjóðin sjálf að gera sér ljóst að við björgum ekki neinu í framtíðinni nema að vinna að framgangi þjóðarinnar í heild með sköpun verðmæta með krafti okkar sjálfra og framlegð. 

Ísland á svo mörg tækifæri að setja í gang verkefni í fæðuöflun fyrir framtíðina. Það er það sem við verðum að fókusa á til framtíðinnar vegna þess að flestar þjóðir heims eiga í þessum vanda að geta framleitt nóga fæðu til að brauðfæða þjóðinar. Til þess eigum við Íslendingar sjálfir mikil tækifæri. Miklu fleiri en margir hverjir aðrir.

 


mbl.is Vantar stjórn sem skilur vandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Jóhanna var ekki lengi að svara Ásmundi: stysta leiðin til að afnema verðstygginguna er að ganga í ESB.  Konan kann greinilega ekki að skammast sín, eða er svo veruleikafirrt að hún þarf að fara frá sem fyrst.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.2.2012 kl. 16:29

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Nákvæmlega!

 Er það svo sem hún ætlar að gera þetta? Að lofa og lofa ef við aðeins.................?

Barnaleg afstaða og segir allt hvernig já konan er veruleikafirrt og kann ekki að skammast sín.

Guðni Karl Harðarson, 2.2.2012 kl. 18:03

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég vil burtu með hana sem fyrst áður en hún gerir meira illt af sér. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.2.2012 kl. 18:30

4 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Það er eitthvað mikið að á Íslandi!

Í dag sá ég grein frá Guðbergi Bergsyni um að þjóðin eigi ekki að kenna forsætisráðherra um allt eða stjórnvöldum.

Ég held að svona bágar eigi aðeins að skoða málin betur og velta frekar fyrir sér hvernig megi breyta þinginu svo að þessar aðstæður myndist ekki aftur og aftur. Hvernig á þjóðin að geta kosið sér fulltrúa sem ekki kunna að taka ábyrgð á hlutunum?

Guðni Karl Harðarson, 2.2.2012 kl. 19:04

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega allt er öllum öðrum að kenna en henni, ég þekki svona dæmi... í ungum börnum en ekki í fullorðnu fólki.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.2.2012 kl. 21:00

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæl! Guðbergur er ekkert heilagri en aðrir menn,ég þekki hann mæta vel,hann var skólabróðir minn á Núpi. Ég er ekkert hissa þótt hann segi það,hans sín á veröldinni er frábrugðin okkar,hann er fyrst og fremst góður lista maður. Þar með er ég ekki að segja að þess vegna biðji hann Jóhönnu griða .Ég mun aldrei geta litið ríkisstjórnarmenn sömu augum,hvað sem þeir taka sér fyrir hendur,hér eftir.Þær eru léttar syndir flokks-andstæðinga þeirra,miðað við allt sem þeir eru búnir að gera þjóð sinni á erfiðum tímum. Mb. kv.

Helga Kristjánsdóttir, 3.2.2012 kl. 02:45

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Langtíma ávöxun umfram almennar verðlagshækkanir ef IQ er í lagi gengur ekki upp almennt. Tryggja slíkt okur með lögum breytir engu um það. Köllum hlutina réttu nöfnum, okurtygging er ójafnaðstefna í framkvæmd.  Erlendis í UK hækkar verðlaga um 150% á öllu 30 árum hingað til og Pund rýnir í samræmi um 60% 30 árum , eins og viðhald kostar á fasteignum.  Þar eru grunn eignaverðbætur um 5% og vexti á eldra húsnæði því frá 5,0% upp í 5,99%.  Íslends er mjög illa upplýst á sumum sviðum. Raunvextir max 1,99 % eru til að borga til baka kostnað af nýjum 30 ára veðsöfnum. Veðsöfn til 30 ára þroskast því á 30 árum. hér um 1960  átti að vera hægt að lækka áhættu eiginreiðufé alla lífeyrisjóða vegna varsjóða bundunum í fasteignaveðskuldum til félaga. Þá komu fífl inn og töldu að best væri að auka áhættu eiginféð.  Hér hefur aldrei verið kennt rétt bókhald eða skilningur á því frá 1918.  Það komust heldur ekki mjög margir Íslendingar upp í Kaupmannaháskóla þegar síu kerfi var þar eins og er ennþá í Þýkslandi, Fraklandi, og í krafti peninga í USA og UK.  

Júlíus Björnsson, 5.2.2012 kl. 03:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband