Áramótaræða mín

Eftirfarandi er texti úr ræðu sem ég samdi og tók upp heima hjá mér í tilefni nýs árs:

sett hér inn sem texti vegna þess að vinnsla ræðunnar er ekki tilbúin.

Gott fólk.

Ég veit að á komandi tímum munum við íslendingar gera miklar breytingar. Það er ófrávíkjanleg staðreynd. Spurningin er bara sú, hvernig þátttakendur við viljum vera í þeim breytingum.

Ég er sjálfur í hópi fólks sem vill vinna saman með heildindum að þeim breytingum. Við viljum stækka þann hóp ört og fá almenning til liðs við okkur.

Það er augljóst að þau stjórnmála- og peningakerfi sem við búum við eru stórgölluð. End hefur það svo greinilega komið í ljós að undanförnu. Þar sem ráðvilltir stjórmála- og peningamenn vita engin ráð gegn því að fjármálaveldi heimsins hrynja.

Það hefur svo berlega komið í ljós að þegar mikið gengur á tapa stjórnmálamenn samúð með almenningi heldur standa frekar með fjármálaveldinu. Þeir missa þannig tengsl við það sem er að gerast úti í þjóðfélaginu. Endurspeglast það í því að almenningur missir trúna á að stjórnmálamenn hafi getu til að breyta einhverju. Enda hefur komið í ljós að alltaf færra fólk treystir alþingismönnum.

Nú er komið að almenningi að standa saman að miklum breytingum. Við þurfum alls ekki að beina sjónum okkar að því með frekari mótmælum á því kerfi sem við búum við, því það er augljóslega vitað mál og þau að mestu komin fram. Heldur miklu frekar að sameina krafta okkar. Þátttakan þarf ekki að vera svo sérstaklega mikil til að byrja með. Heldur getum við unnið að því með sérstökum aðgerðum.

Fyrsta þátttaka væri að mynda tengsl við almenning með því að tengja okkur við skoðanir þess og fá til að skrifa þær niður. Nokkuð sem virkar alltaf í báðar áttir.

Ég veit að ef við stöndum saman getum við knúið fram vilja okkar. Nú er kominn tími til að við sameinumst í því að búa til nýja framtíð fyrir okkur sem er byggð á mannlegri getu og manngildum frekar en ónýtu peningavaldi. Við þurfum að vera óhrædd við að framkvæma þær breytingar, því þær geta ekki verið verri en það kerfi sem við búum við. Eða, er það ekki satt að ef þú verður fyrir áfalli þá viltu ekki halda í þær aðstæður sem voru þess áfalls valdandi?

Við þurfum að treysta á kraftinn í okkur sjálfum á getuna til að búa í haginn fyrir framtíðina. Við þurfum að byggja upp frá sköpun verðmæta. En það er best gert með því að hvetja fólk til dáða og fá það til þátttöku í þeim samleiðum sem búa framtíðina til. Samleiðir sem settar væru í gang í hverju landshorni fyrir sig. Við þurfum að endurvekja Ísland með nýjum leiðum sem hafa hverskonar sjálfbærni að leiðarljósi. En hugtakið sjálfbærni er mjög víðtækt eins og tildæmis það að hægt væri að setja í gang félagslega sjálfbærni með þátttöku almennings í þeim verkefnum sem sett væru í gang.

Að sjálfsögðu eigum við að byggja á heiðarleika og virðingu fyrir náunganum og lífskrafti til að framkvæma þau atriði sem búa til afkomu okkar í því landi sem við búum í.

En til þess þurfum við að gera það að mestu án aðkomu utanaðkomandi afla. Heldur frekar treysta á eigin getu til að byggja upp þá framtíð sem við viljum eiga. Við eigum að vera í friði með það sem við viljum gera.

Besta uppskeran kemur jú úr þeim jarðvegi sem við sjálf ræktum.

Tökum okkur saman til að byrja á því stórkostlega ævintýri sem við getum orðið þáttakendur í.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband