Sunnudagur, 6. nóvember 2011
Atvinnu uppbygging í krafti fjölfærnisamfélags
Sjálfbærniþorpið
er alvöru hugmynd fyrir einstaklinga og fjölskyldur
Þeir sem hafa heimsótt bloggið mitt hafa eflaust tekið eftir því að ég hef verið að auglýsa "Sjálfbærniþorpið" sem er hugmynd mín sem snýst um sjálfbærni í sem víðastri mynd.
Með þessum pistli vil ég benda fólki á möguleika Sjálfbærnisamfélags að stórefla atvinnu á svæðum þeim sem það snýr að. Hér tek ég til starfsemi sem snýr að Vesturlandi og Vestfjörðum.
Við það að byggja upp svæðið þar sem sjálfbærnisamfélag yrði sett upp þá yrðu til 30-50 störf bara við framkvæmdir að byggja samfélagið upp.
Þegar að samfélagið færi í gang yrðu til 90+ störf við ýmsa starfsemi.
Þegar að sjálfbærniverkefni verða til þá geta þau stóreflt atvinnustarfsemi þess landsfjórðings sem þær heyra til. Þannig er hægt að sjá fyrir sér fólksfjölgun á svæðunum vegna nýrra verkefna og vegna eflingar á ýmsum verkefnum.
Fjárhagslegur stuðningur við fjölskyldur með vaxtalausum lánum gæti líka verið nálgun á að byggja upp fjölfærnisamfélag sem byggir á allan hátt að sjálfbærni í sem víðastri mynd.
Skoðið:
http://samfelagvesturs.weebly.com/
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:59 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.