Þetta var sem sagt eins og ég hélt

Mikið var skrifað um málið í fréttum. Eins og tildæmis það að búið væri að fella þjóðaratkvæðagreiðslu út af borðinu.

Nú virðist allt fara svo að allir flokkanir myndi samsteypustjórn með Papandreou innanborðs og það verði af þessari þjóðaratkvæðagreiðslu.

>Sagði hann þær breytingar sem nauðsynlegar séu sögulegar og ekki verði hægt að ná þeim fram öðru vísi en með því að þjóðin öll taki þátt.

Það blasir því við að þjóðaratkvæðagreiðslan er enn upp á borðinu.

Það er nú skammarlegt af mér að segja frá því en ég vil beina sjónum fólks að bloggi mínu þar sem ég vísaði til tveggja frétta um málið og setti feitletrað sem ég vildi beina sjónum að. 

Ég sjálfur bjóst alltaf við að Papandreou myndi halda velli. Það virðist svo þá að hann sé klókur kallinn eftir allt saman?

Vil ég nota tækifærið og benda á þessa bloggfærslu mína sem og aðra grein (um málefni Íslands) á bloggi mínu.

http://hreinn23.blog.is/blog/hreinn23/entry/1202542/


mbl.is Stjórnin hélt velli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Nú er bara að bíða og sjá hvað gerist? Mun Gríska þjóðin hafa vit á að hafna skuldapakkanum, ganga úr Evru samstarfinu samkvæmt hótuninni og taka síðan málin í sínar eigin hendur?

Guðni Karl Harðarson, 5.11.2011 kl. 12:37

2 identicon

Heill og sæll Guðni Karl; æfinlega !

Betur væri; auðnaðist Grikkjum, að slíta helzt; öllum tengslum sínum, við hina móðgandi Brussel stjóra - auk þeirra Merkel í Berlín, líka sem og Sarkozy, í París, úr því, sem komið er.

Eiga fremur heima; með Fríverzlunarbandalagi Mið og Suður- Asíuríkja (ECO), enda skipta fjarlægðir, landa í millum, öngvu máli, í dag, fornvinur góður.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.11.2011 kl. 21:26

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Heill og sæll Óskar Helgi.

Sammála þér með að best væri fyrir Grikkja að slíta öll tengsl við þessa móðgandi ESB elítu. 

En eitt gerist í einu. Því ef gríska þjóðin hafnar skuldapakkanum þá fara þeir út úr evru samstarfi ef hótunin gengur eftir. Sem væri bara gott mál fyrir Grikki. 

Lengra ætla ég ekki að spá í þetta en finnst þó að þeir eigi að byrja meða að hugsa til síns eigin heimahaga til að endurbyggja sinn efnahag áður en að ákvörðun yrði tekin um eitthvað bandalag.

Guðni Karl Harðarson, 6.11.2011 kl. 13:34

4 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Með góðum kveðjum

Guðni Karl

Guðni Karl Harðarson, 6.11.2011 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband