Miðvikudagur, 2. nóvember 2011
Hvaða efnahagsbati er það?
Ég hef ótal sinnum séð þetta gert af Bandaríkjamönnum, yfirbankanum þar og afleiðingarnar af því. Það spólar efnahagskerfið upp þangað til það hrynur. Með hækkandi vöruverði svo dæmi sé tekið. Í Bandaríkjunum sá maður að skammtíma hækkun hlutabréfa varð til þess að búa til ofurbólu væntinga sem hækkaði verð í bréfum langt umfram raunvirði fyrirtækisins. Síðan hrundi allt saman þegar að kerfið tók ekki við meiru. Fólk tók að selja og skorta (short sell) í stríðum staumum vegna þess að það kom í ljós að spread-ið á verðinu á hlutabréfunum hélst alltof mikið og augljóst að væntingar voru að baki. Ég hef séð þetta gerast ótal sinnum eftir að vextir hafa verið hækkaðir í BA og eða að prentaðir hafa verið fleiri peningar eins og sala ríkisskuldabréfa.
Og að sjálfsögðu má búast við því að bankarnir hér munu hækka gjöld og vexti í samræmi við það.
Framleiðsla og sköpun verðmæta er langt undir getunni til að halda í við fjármálakerfið. Sem byggir að miklum hluta til á fölskum tilbúnum (og auknum) peningum sem ekkert er á bak við nema loftbóla. Það er augljóst að tilbúnir gervipeningar hafa aukist.
Ég er að vellta því fyrir mér hvort að aukin spenna í því nú sé vegna fjármálaspekúlantana?
Það er enginn efnahagsbati því það eru neikvæður hagvöxtur sem var -4.0 fyrir árið 2010. Hvergi séð að hagvöxtur muni batna og fara yfir + inn miðað við þegar að hann byrjaði að fara í mínus, svo ég noti nú þetta ógurlega orð því hagvöxtur á ekkert að þurfa að skipta okkur verkafólkið miklu máli.
Ég vil benda fólki á að trúa ekki einu einasta orði um efnahagsbata, því staðreyndirnar segja allt annað. Hér er verið að tala upp eins og stjórnmálamennirnir gera.
Hækkum vexti vegna verðbólgu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:57 | Facebook
Athugasemdir
Afleiðingarnar í Bandaríkjunum urðu þær að skuldirnar stór jukust. Skuldavandi fyrirtækja og heimila jókst.
Og það gerist áfram ef vextirnir halda áfram að hækka.
Guðni Karl Harðarson, 2.11.2011 kl. 11:58
>Og það gerist áfram ef vextirnir halda áfram að hækka.
Meinti auðvitað að það mun líka gerast hér heima.
Sjáið nú hvernig komið er fyrir Bandaríkjunum sem og mörgum öðrum þjóðum heimsins. Í raunveruleikanum má segja að þeir séu gjaldþrota.
Guðni Karl Harðarson, 2.11.2011 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.