Miðvikudagur, 28. september 2011
Nú er ég sammála!
Ég er hjartanlega sammála núna honum Sigmundi. Þó ekki gerist það nú oft að undanförnu að ég sé styðji við einhvern íslenskan stjórnmálamann Vonast eftir því að þeir leggi nú fyrir þingið aðdraga þetta til baka!
Í mínum huga þarf þó að fresta þessu for-ever og við íslendingar tækjum til á okkar landi. En við eigum miklu fleiri tækifæri til þess en innan þessa ESB sambands.
Nú hafa stjórnmálamenn talað fjálglega (síðast í gær á ÍNN sá ég Sigmund Erni) um að við íslendingar ættum að vera með í alþjóðasamfélagi.
En hvernig alþjóðasamfélagi ættum við íslendingar að vera í? Á þann hátt að ganga í sérstakt samfélag sem er byggt á yfirstjórn risa ríkja eins og Þjóðverja og Frakka? Þar sem við þurfum að gangast undir sér reglur sem þeir vilja að við setjum?
Eða samfélag þar sem hver þjóð heldur sínum eigin rétti, jafnt viðskiptalegum sem öðrum og sinni sérstöðu til að knýja sig áfram? Er það ekki rétturinn okkar íslendinga?
Er ekki munur þar á?
Athugið þetta! Við íslendingar erum þegar í alþjóðasamfélagi sem snýst um heild þjóða. Samstöðu samfélagi. Allt annað tal er bara bull og kjaftæði. Ætlað til að rugla fólk í ríminu.
Vill fresta viðræðum í 18-24 mánuði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:39 | Facebook
Athugasemdir
Já eiginlega vil ég losna við þetta innsambandskrull fyrir fullt og fast. Þetta er orðið ágætt.... eða þannig hjá þessari vesælu ríkisstjórn og komin tími til að þau leggi niður stélin og skammisst til að segja af sér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.9.2011 kl. 17:30
Já Ásthildur því þetta liggur eins og mara yfir þjóðinni.
Ef þessi ríkistjórn færi frá, hvað tæki þá við? Það þyrfti að vera fólk sem fyrir alvöru gera gangskör í því að breyta fjármálakerfinu fyrir alvöru. Breyta fasteignalánakerfinu og snúa sér að stuðningi við almenning en ekki fjármála fyrirtæki og banka. Snúa sér að Íslandi og tækifærum á Íslandi. Ná því fram að byggj okkur upp af afkomu og verðmætasköpun.
Það þarf að gera gangskör í að losna við fátækt í landinu og losa okkur við þrælahaldið. Því það er einmitt það sem viðgengst. Við erum þrælar.
Guðni Karl Harðarson, 28.9.2011 kl. 19:07
Stjórnin á að segja af sér og boða til kosninga.
Sleggjan og Hvellurinn, 28.9.2011 kl. 21:14
Shengen má fjúka líka,við getum tekið á móti útlendingum eins og hingað til. Ný framboð koma örugglega fram,en af þeim sem eru á þingi,gæti ég vel trúað nokkrum úr sjórnarandstöðu flokkunum,til að vinna vel (og drífa fólk með hjólbörur og skóflur áfrm),saman,auk 3-4 úr V.G.Annars burt séð frá hvað mér líst á,trúi ég að þjóðin sé búin að ná áttum og fari ekki í hörku framboðsslag. Þessi tæra vinstri,er eiginlega búin að kollvarpa því hugtaki vinstri/hægri,nema að vísa til þess sem var.Helst gæti ég trúað að virkjanarask,yrði bitbein,en ef útlendingar mega kaupa og skarka í landinu,væri nær að við nýttum eitthvað af því.
Helga Kristjánsdóttir, 29.9.2011 kl. 00:18
Rétt hjá þér Helga
Hægri og vinstri er eiginlega úrelt lýsing á stjórnmálaástandi á Íslandi.
Það er frekar hægt að flokka fólk eftir frjálslyndi eða íhaldssemi.
Sleggjan og Hvellurinn, 29.9.2011 kl. 00:23
Helga, ansi er ég hræddur um að þeir sem eru innan fjórflokksins vilji halda áfram að flokka sig til vinstri eða hægri. Þó vinstra liðið sé búið að fella flest fyrir borð sem telst til vinstri stefnu og tekið þátt í allri fjármála frjálshyggjunni og sukkinu.
Þó held ég að við sjálfur almenningur sé farið meira að átta okkur að þetta með vinstri, mið eða hægri stefnu er eiginlega horfið úr pólitíkinni. Þó sumir muni ætla að bjóða sig fram undir ýmsum merkjum. Látum þau gera það því að við getum verið handviss um að ekki verður mikið um fylgið.
Almenningur á Íslandi er búið að fá yfir sig nóg og mun leitast eftir nýjum leiðum.
Guðni Karl Harðarson, 29.9.2011 kl. 14:44
Vonandi svo sannarlega vonandi Guðni minn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2011 kl. 19:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.