Áfram Ísland!

Já Ísland er svo sannarlega einstakt land. Ég hef notið þess að ferðast undanfarin ár um náttúru Íslands til að njóta náttúrunnar og taka fullt af Ljósmyndum. 

Ég hef líka notið þess að starfa út um allt land og hef kynnst þannig fullt af góðu fólki. Ég hef enga trú á að það fólk vilji losa sig við kraft sinn og lifa í eymd og volæði. Í stað þess að efla saman anda og verk til góðra hluta og búa okkur til alvöru framtíð fyrir okkur að lifa í.

Ég treysti á það að við íslendingar munum reisa okkur út úr öllum vanda sjálf. Ég trúi á kraftinn í fólkinu til að gera góða hluti. Ég trúi á það að við getum alveg unnið saman að uppgangi Íslands án afskipta erlends afls í ruslflokki!

Upp með andann! Ekkert ESB kjaftæði. Búum okkur til okkar eigin framtíð sjálf!


mbl.is Ísland er að öllu leyti einstakt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Afsakið að ég tengdi saman en ég taldi að greinin henti efninu á dálítinn hátt og vona að það sé í lagi með tenginguna við ESB.

Það er nefnilega svoleiðis að Ísland er að öllu leyti einstakt og hér á landi býr fullt af góðu fólki sem vill nota eigin kraft til að leita allra leiða til góðrar framtíðar.

Guðni Karl Harðarson, 29.8.2011 kl. 20:57

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Mikið er ég sammála þér.

Ragnar Gunnlaugsson, 29.8.2011 kl. 21:05

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og ég líka! – Flott er hún nýja forsíðumyndin þín.

Með kærri kveðju,

Jón Valur Jensson, 30.8.2011 kl. 00:47

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Krafturinn í þér drengur.

Helga Kristjánsdóttir, 30.8.2011 kl. 00:55

5 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ragnar við íslendingar þurfum að taka okkur til fyrir alvöru og sanna það að við getum reist þjóðina upp úr þeim vanda sem hún er í og búa okkur betri framtíð sjálf.

Það gerist tildæmis með nýjum verkefnum eins og nýjungum sem aldrei hafa sést áður á landinu og mun hvetja íslendinga saman til góðra verka.

Guðni Karl Harðarson, 30.8.2011 kl. 14:37

6 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Þakka þér Jón Valur! Ég er jú stoltur af myndinni og ég hef gaman og mikinn áhuga á að búa utan um umgjörðina á bloggi mínu.

Með kærri kveðju,

Guðni Karl

Guðni Karl Harðarson, 30.8.2011 kl. 14:39

7 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Helga við þurfum að finna kraftinn í okkur og hefja upp baráttuandann í þjóðinni. Og þar ættu allir góðir að taka hendi til.

Ekkert endalaust væl um að ganga út í algjörar óvissu aðstæður. Frekar að takast á við okkar vanda sjálf, inni í þeim aðstæðum sem við erum

Guðni Karl Harðarson, 30.8.2011 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband