Hreinsanir?

Meigum við eiga von á því að stuðningslið inngöngu í ESB muni klofna úr fleiri flokkum á næstunni og sameinist? Og þar með einangra sig enn frekar frá þjóðinni?

Það er spenna að myndast í íslenskum stjórnmálum á haustmánuðum. Fróðlegt verður að sjá hvað gerist þegar að þingið fer af stað.

 


mbl.is Guðmundur sagður á leið úr Framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ég held þó að það væri alveg gott fyrir Framsókn að losna við þetta lið. Það skýrir að minnsta kosti línurnar.

Guðni Karl Harðarson, 22.8.2011 kl. 16:34

2 Smámynd: Vendetta

Að vindhaninn Guðmundur Steingríms og líka Siv fari úr flokknum getur ekki annað en styrkt flokkinn í næstu kosningum. Ef allt þetta ESB-drasl verður hreinsað út og forystan heldur fast í andstöðuna við ESB, þá gæti meir en vel verið að ég kjósi flokkinn næst.

Vendetta, 22.8.2011 kl. 17:02

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Jæja Vendetta?

Hvað viltu þá gera ef  Sjálfstæðisflokkur klofnar líka og ESB andstæðingar þar sameinst Framsókn í nýjum flokki? Og kannski fullveldissinnar með?

Guðni Karl Harðarson, 22.8.2011 kl. 17:18

4 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Kannski væri þó flott að allir þeir flokkar og stjórnmálamenn sem vilja draga umsóknina um ESB til baka myndi saman sérstakt bandalag um það!

Og tala þá við þjóðina líka. Fá hana með sér strax!

Svona gætu kannski þó stjórnmálamenn myndað samstöðu með þjóðinni! Að minnsta kosti um tíma á meðan þetta væri í gangi.

Ég hér með sting upp á þessu.

Guðni Karl Harðarson, 22.8.2011 kl. 17:51

5 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ekki misskilja mig með það. Hugsanlega gæti Heimssýn komið þar að málum.

Ég er dálítið að koma inn á beinteingingu við þjóðina meðal andstæðinga ESB sem eru á þinginu og að þingmenn flokka fái almenning í lið með sér beint og/eða með Heimssýn sem millilið.

Guðni Karl Harðarson, 22.8.2011 kl. 18:01

6 Smámynd: Vendetta

Sko, ef Sjálfstæðisflokkurinn klofnar í ESB-sinnana Bjarna Ben+Þorgerði Katrínu annars vegar og alla hina hins vegar, þá hefði ég ekkert á móti því. En það gerist ekki, því miður. En það væri gott ef það kæmi nýr formaður og varaformaður inn eftir næsta landsþing flokksins.

Ég myndi vilja sjá úthreinsun úr Sjálfstæðisflokknum líka, ekki vegna ESB, heldur vegna þess að allur þingflokkurinn er mengaður af hálfraráldar spillingu. Alveg eins og gamli Framsóknarþingflokkurinn var fyrir 2009. Og sá sem Guðmundur Steingrímsson minnist með söknuði. Frjálslyndis hvað?

ESB-andstæðingaflokkur sem hefði meirihluta á þingi og myndi koma atvinnulífinu af stað aftur væri draumur allra fullveldissinna og rækilegt kjaftshögg á liðleskjurnar í ESB-femínistaflokkunum sem nú eru í "stjórn".

Vendetta, 22.8.2011 kl. 18:02

7 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Já kannski væri þetta eitthvað sameiningarmál og bandalag á alþingi (sem leitaðist eftir stuðningi frá þjóðinni) allt saman og nota ESB andstæðu sem uppsprettu?

Ég hélt annars að formaðurinn væri búinn að gefa það út fyrir nokkrum dögum að Sjálfstæðisflokkurinn þyrfti að setja í gang umræður á alþingi að draga umsóknina til baka?

Guðni Karl Harðarson, 22.8.2011 kl. 18:11

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Sæll Guðni! Ég veit ekki hversu marga ég hef heyrt segja að þeir myndu kjósa Framsókn,ef Siv og Guðmundur færu.

Helga Kristjánsdóttir, 22.8.2011 kl. 18:22

9 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Sæl Helga. Ekki veit ég um það. Kannski þó vegna alvöru andstöðu við ESB og líka eitthvað fleiri ef flokkurinn fari fyrir alvöru í endurskoðun? Spurning líka hvað nýtt lið í flokkinn geri fyrir hann. Eins og einn ágætur þingmaður gerði fyrr í sumar.

Spurning líka hvort að VG þurfi ekki að fara að hreinsa út hjá sér ESB fylgjendur þar.

Þó ekki komi ég sjálfur til með að kjósa neinn flokk!

En allt eru þetta vangaveltur sem komið er. Við verðum bara að bíða og sjá hvað gerist.

Guðni Karl Harðarson, 22.8.2011 kl. 18:49

10 Smámynd: Vendetta

Varðandi Bjarna Ben, þá hefur hann aldrei sagt neitt afdráttarlaust. Annað hvort eru menn andstæðingar aðildar og standa fast á því eða þá ekki. Þeir sem ekki standa fast á andstöðunni eru meira eða minna hlynntir aðild. Þess vegna er augljóst, að Bjarni er volgur. Sömu sögu er að segja um allan þingflokk VG mínus Jón Bjarna.

Bjarni Ben er bæði linur og h.... og þess vegna lélegur flokksleiðtogi.  

Vendetta, 22.8.2011 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband