Hvert fer hann?

Fyrir nokkru síðan þá bloggaði ég um það að markaðir myndu falla. Því miður virðist þetta rétt hjá mér. Staðan þó enn verri en ég spáði.

Hér hjá mér er smá skoðun um markaðinn og hvert hann heldur

Sjá tildæmis $DAX (Frankfurt) línuritið í dag.

dax05082011.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Smellið tvisvar á mynd til að sjá í fullri stærð

 

Ég setti inn hér örfar sjálfur og rauðu beinu línuna

1. Sjáið lengstu örina sem er lengst til vinstri og vísar á stuðninginn þegar að hann var kringum 6500 sem var rétt fyrir miðjan mars. Ég nefndi það að markaðurinn ætti það á hættu að falla niður fyrir þennan stuðning. Hann gerði það heldur betur. 

2. Sjáið rauðu línuna sem vísar áfram...Spurningin er hvort að þýski Dax nái sér á strik aðeins smávegis ef á næstu dögum markaðurinn fari rétt upp fyrir 6500 (rauðu línuna).

3. Sjáið örina sem sýndi að markaðurinn væri á niðurleið uppi í toppi. Hún sýnir að næsti toppur á eftir er lægri en ekki hærri.

4. Sjáið örina lengst til hægri. Mun hún mæta rauðu línuinni?

SPÁ

Ég reikna með að salan sé að vera búin og þetta taki aðeins við sér næstu tvo til þrjá daga. Ef markaðurinn fer ekki upp fyrir 6500 þá er þetta bara frjálst fall áfram. Ég frekar reikna með því.

Ef markaðurinn fer aðeins upp fyrir 6500 þá getur hann lullað þar (veikur) um smá tíma en heldur svo áfram niður. 

Ég sé því miður ekki að markaðurinn taki við sér eitthvað eftir svona rosalegt fall síðustu daga. Ekkert að ráði.

Á línunum fyrir neðan sjálft kortið þá sést hversu rosalegu djúpi MACD er í. Takið svo eftir veikleikanum því að svart línan þar hefur ekkert náð að mætast (upp) að rauðu línunni og upp fyrir hana.

Sjáið líka Williams%R sem er neðst. Ég reikna meða að þetta verði að lulla undir -50 næstu daga og ég reikna ekki með að það taki við sér upp fyrir það.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband