Þriðjudagur, 26. apríl 2011
Það er þörf á miklum breytingum!
Ég vil benda á það er mikil þörf á að breyta kerfinu þannig að ekki sé notast við þessi viðmið og byggja á allt öðrum grunni. Sá grunnur væri alfarið á þann veg að tryggja það að fólk í lægstu tekjuflokkum lendi ekki í vandræðum.
Á þennan veg þurfum við að vinna til að finna góðar leiðir, við sem erum að vinna í lýðræðishópum. Því ekkert vinnst nemaað við höldum áfram að koma með hugmyndir!
Sjálfur er ég Öryrki (fatlaður maður) sem er þó að vinna í 92% vinnu sem er hægt með sérsmíðuðum skóm. Ég hef þekkt hvernig þetta hefur verið í gegnum tíðina.
Ég vil alls ekki einskorða þetta við þessa ríkistjórn né aðra ríkistjórn sem var áður. Ekkert endilega vinstri stjórn sem þó með þeim formerkjum sem þau sjálf hafa sagst vera fyrir lægri stéttirnar, ætti að vera að standa sig betur í þessum málum.
Í gær skrifaði ég um neysluviðmið þeirra sem eru í hærri launaflokkum verkamanna. Var það gert til að leiða í ljós og vekja athygli hvernig þetta kerfi er stórgallað. Ég gerði það þó ég viti að það hefur verið gert áður og mörgum sinnum. Því það þarf að hamra á þessu aftur og aftur.
Síðan ætla ég að leyfa mér að fullyrða að það væri miklu ódýrara að breyta kerfinu í stað þess að alltaf sé verið að borga úr sjóðum til fólks (rétta því ölmusu) sem er ekkert úrræði fyrir fólk heldur bara til að fresta vandanum áfram.......
Hvorki efni á mat né bensíni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Kjaramál | Aukaflokkar: Fjármál, Réttindi fjölskyldunnar, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
já, þessi heimur snýr líka að atvinnulausum, af einhverjum ástæðum hef ég verið án vinnu síðan nóv 2008 og það er ekki svo að ég sé ekki að sækja um störf. ég hef komið upp undirskrirftasöfnun sem heitir til stuðnings atvinnulausum, en mætti auðvitað heita til stuðnings lágtekjuhópum eða e-h í þá átt. en slóðin er http://www.petitions24.com/til_studnings_atvinnulausum
GunniS, 26.4.2011 kl. 16:53
ég peistaði þessari slóð hjá 5 persónum sem blogga um þessa frétt, þetta petition system var notað til að safna undirskriftum til handa indversku konunni sem átti að vísa úr landi, það þarf gilda email addressu til að skrifa undir, þú færð sent url í mail sem þú smellir á til að virkja þína undirskrift.
svo er líka linkur á síðunni yfir á facebook síðu sem er undir sama málefni og er þar nóg að smella á like takkann, og auðvitað vera skráður inn á facebook. ég skora á fólk að sýna núna stuðning í verki.
GunniS, 26.4.2011 kl. 17:30
Sæll Gunnar Sævar. Að sjálfsögðu snýr þessi heimur líka að atvinnulausum!
Ég er að velta fyrir mér hugmynd hvort að ekki (við réttar aðstæður) væri hægt að byggja upp tryggingakerfi fyrir atvinnlausa þannig að þeir sem eru atvinnulausir sé sérstaklega raðað á lista og þeir fái vinnu þegar að röðin kæmi að þeim. Yrði þá settur upp sérstakur listi sem þrír aðilar yrðu að fara eftir: umsjónarmaður þess atvinnulausa/fyrirtækið/sá atvinnulausi.
Með svona einhverju sérstöku kerfi þá væri hægt að tryggja að sá atvinnulausi fái alltaf vinnu.
Þakka þér fyrir að setja inn slóðina sem ég setti inn sem link:
http://www.petitions24.com/til_studnings_atvinnulausum
Fólk sem hefur áhuga á að fá breytingar verður að bætast við að hittast og ræða málin. Við gætum mögulega náð fram breytingum með þrýstingi!
Guðni Karl Harðarson, 26.4.2011 kl. 19:06
Reiknivél fyrir neysluviðmið
Dæmigert viðmið fyrir heimili
Viðmiðunarútgjöld
Guðni Karl Harðarson, 26.4.2011 kl. 22:48
Hér fyrir ofan er neysluviðmiðun sem ég gerði fyrir mig sem einstakling og tók af velferðarráðuneytinu.
Gjörsamlega út í hött. Þarna eru margir hlutir sem verkamenn geta ekki veitt sér eins og tilæmis : "Tómstundir og afþreying kr. 36.055" Bíddu við ég fer kannski tvisvar í mánuði út að borða á ódýrum stað. Hvaða tómstundir fyrir kr. 36.000 er verið að tala um? Ég með mín laun get svo langt í frá eitt í tómstundir!
Ég sé líka að sumt sem ég hef verið að skrifa (án þess að hafa skoðað þessa neysluviðmiðun áður) er langt undir því sem hér sést. Nefna má dæmi eins og Ökutæki og almenningssamgöngur.
Það er margt við þetta að athuga og mætti gera raunveruleg neysluviðmið fyrir einstaklinga. RAUNVERULEG!
Þegar að ég skoða varðandi færslu mína í gær um neysluviðmið að ég bæti kostnaði vegna tómstundir og afþreyingu við mína tölu: kr. 36.055 + 210.000 þá fæ ég 246.055 sem er langt undir þessari tölu hér að ofan: 300.966.
Mér er spurn! Til hvers er verið að gera neysluviðmiðun sem er langt fyrir ofan launagetu verkamanns. Jafnvel þeirra verkamanna sem eru í hæsta launaflokki þeirra.
Guðni Karl Harðarson, 26.4.2011 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.