Mánudagur, 18. apríl 2011
Það eru til aðrar leiðir
Afhverju ekki tildæmis að sekta þá sem eru alltaf talandi í farsíma við keyrslu? Mín vegna mætti það alveg vera kr. 50.000 og gera gangskör í því að stöðva fólksbíla þar sem þetta sést?!
Spáið í þetta! Með því að leggja vegtolla er verið að leggja álögur á alla sem keyra um á þessari leið. Sérstaklega líka þá sem þurfa að keyra á milli amk. tvisvar daglega.
Það er til fullt af fólki úti í þjóðfélaginu sem hefur orðið fyrir því að það hefur verið keyrt á það af fólki talandi í farsíma. Meira að segja hlotist slys af. Sjálfur hef ég orðið fyrir þessu.
Afhverju ekki að gera ekki eitthvað fyrirbyggjandi? Sem er nauðsyn þegar lögin sem fyrir eru nægja ekki til að fólk fari eftir þeim?
Ég er bara svona með fullri virðingu þó að benda á þetta!
![]() |
200 króna veggjald |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Samgöngur | Aukaflokkar: Bloggar, Ferðalög, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
En svo segja þeir í lögreglunni að það sé ekki mannskapur til þess. En kemur þá það ekki á móti að það verður mannskapur til þess þegar ef að sektin verður hærri? Það verður að finna leiðir.
Ég er bara að benda á það að þá á ekki að vera að taka gjöld af þeim sem gera EKKI (ég sem saklaus vegfarandi á leið í heimsókn til frænku eða þannig), þegar það væri hægt frekar að taka gjöld af þeim sem GERA.
Guðni Karl Harðarson, 18.4.2011 kl. 11:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.