Það fer hrollur um mig

Eins og ég hef áður skrifað á bloggi mínu.  Alþingi er að kaffæra sjálft sig og en eykst gjáin milli þings og þjóðar.

Hvað verður næst á dagskránni? Það er með ólíkindum að horfa og hlusta upp á þetta rugl allt saman.

Valdabaráttan og fíknin er með ólíkindum. Þeir sem eru vinir í dag geta orðið óvinir á morgun.

Hugsið ykkur hve staðan væri ef Ísland hefði tekið annan pól í hæðina með því tildæmis stjórnmálamenn að ákveða fyrir alvöru að vinna saman að rétta Ísland upp úr vandanum. Í stað þess er hver höndin upp á móti annarri.

Hvernig lytist ykkur á að aldrei þurfi að bera upp vantrausttillögu?

Ég hef skrifað um að stjórnmál eigi að byrja að neðan. Kjósa eingöngu í sveitarstjórn. Það á aldrei að þurfa að kjósa á alþingi því að alþingismenn ættu að koma neðanfrá í hringrásinni, sem væri: sveitarstjórn>svæðisstjórn>alþingi>ríkistjórn.

Þingmenn ættu að vinna saman án stjórnarandstöðu. Og á sama hátt ríkistjórn án stjórnarandsöðu. 

Eftir ákveðinn tíma fellur burt þátttaka kosins manns sem fer inn í hringrásina (í enda þingtíma hans) og nýr kosinn í staðinn. Þannig að ef einhver flokkur er kosinn meira en annar getur það að sjálfsögðu breyst með nýrri kosningu. Sama með persónukjör.

 

 


mbl.is Hvað er að gerast hér?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

En þetta í bláa letrinu er nú bara skoðun mín á því hvernig hægt væri að draga niður í valdabaráttu og togstreitu.

Guðni Karl Harðarson, 15.4.2011 kl. 15:52

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Allar tillögur að bættu stjórnarfari eru vel þegnar því að við núverandi stjórnarfar verður ekki unað!

Sigurður Haraldsson, 16.4.2011 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband