Að breyta hagkerfinu

Til að Ísland geti fyrir alvöru horft fram á veginn þarf að gera mjög miklar breytingar. Framkvæma algjöran viðsnúning á hugsanahætti!

Tildæmis þurfum við að falla frá hugsanahætti peninga aflana sem er græðgi og aftur græðgi. Sem hagkerfi okkar hefur mikið byggst á. 

Við þurfum líka að gera algjörar breytingar sem tryggja að almenningur  fái verðskuldaðar tekjur fyrir framlag sitt. Það er staðreind að mjög margir íslendingar í lægri tekjuflokkum eru að leggja miklu meiri krafta og framlag til þjóðfélagsins heldur en margir hverjir sem eru meira menntaðir. Samt er það þessi partur sem verður mest atvinnulaust og fyrir mestum tekjumissi.

Það er dálítið þessi hugsunarháttur: ef ekkert fyrirtæki þá engin atvinna. Svo ef fyrirtækið fer á hausinn þá stendur fólkið eftir atvinnulaust og með mikla óvissu um framtíðina. Fyrirtækin leggja klafa atvinnuleysis á sjóðina sem svo við þegnar þjóðfélagisins lendum í að borga skatta af. Afleiðingar gjaldþrots eru þannig margþætt

Þessu hefði ég áhuga á að breyta! Tildæmis mætti til að byrja með að snúa þessu við: ef ekkert atvinnuframlag þá ekkert fyrirtæki. 

Atvinnutækifæri>hér er ég (tildæmis setja í gang atvinnumarkað - útfæranlegt).>fyrirtæki verður til> tryggð afkoma fólksins, starfskrafta þess> setja upp aðstæður þannig að ekki verði hægt að segja fólki upp ef fyrirtæki er í slæmri stöðu. Tildæmis trygging fyrir annari vinnu ef ekki er hægt að bjarga.

Að mannfólkið verði í fyrsta sæti!

Svo er það þetta með verðtrygginguna það eru mannréttindi fólks að óréttlæti verði tekið af. Það þarf að finna leiðir út úr henni þó það kosti kannski eitthvað. Það mætti kannski setja kosnaðinn á þeim sem græddu á verðtryggingunni? Bönkunum?

Það er svo margt sem við mætti bæta en þetta er eitt af því sem mér datt í hug núna við fréttinni þessari.

 


mbl.is Horfið fram á veginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Hugsa um mannfólkið sem punkt númer eitt og síðan fyrirtækin. Nóg eigum við af tækifærunum. Á ég kannski svolítið við að atvinna útvegi fyrirtækjum (mannfólkið númer 1. og veiti starfskrafta sína), frekar en að fyrirtæki útvegi atvinnu. Ég væri þannig starfskraftur sem veitir fyrirtæki hlutverk osfrv.Í svoleiðis fyrirkomulagi er fyrirtækið háð því að atvinnukraftarnir veiti þeim starfsgetu og á móti kemur að virðing fyrirtækisins verður fleiri á starfskraftinn.

Ég sé svona fyrir mér stöðu: hér er atvinnutækifæri, hér er starfskraftur, búum til fyrirtæki, tryggjum afkomu, tryggjum framtíð (enga óvissu) osfrv.

Guðni Karl Harðarson, 12.4.2011 kl. 11:37

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eg er með Toshiba fartölvu,get ekki með nokkru moti nað kommu yfir serhljoðana,var buin að skrifa her þa for allt i vaskinn. Enginn er her,helt þetta vera auðvelt en eg er eitthvað tom með þetta.

Helga Kristjánsdóttir, 12.4.2011 kl. 14:39

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ég á þá von frá þér aths. seinna?

Guðni Karl Harðarson, 12.4.2011 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband