Laugardagur, 9. apríl 2011
Í dag ákveðum við framtíð okkar!
Í mínum huga er þessi dagur uppgjör!
Í dag ákveðum við framtíð okkar sem íslendingar. Með því að segja NEI sýnum við að það eru ekki stjórnvöld í þessu landi sem getur skipað almenningi að gera sem þeim líkar. .. Með því að segja NEI sýnum við að gamlir útbrunnir og nýjir óreyndir stjórnmálamenn geta ekki krafist þess með valdi sínu að við göngum gegn sannfæringu okkar!
Með því að segja NEI erum við að standa í krafti undir siðferði okkar. Og frá þeim krafti byggjum við upp nýtt Ísland.
Ath. að ef við segjum NEI þá munum við geta fyrir alvöru tekið á fjárglæframönnunum og dæmt þá. Við værum búin að setja fordæmi. Við værum líka að segja að í framtíðinni verði ekki hægt að krefjast svona hróplega ósanngjarna krafna.
Með því að segja NEI setjum við fordæmi út í alþjóðasamfélagið að almenningur eigi ekki að borga upp skuldir fjárglæframanna!
Vonum að þessi dagur verði með jákvæðum hætti fyrir okkur til minnis fyrir framtíðina. Eitthvað til að ganga út frá!................
Með tilliti til þessarar færslu og dagsins í dag ætla ég að loka á athugasemdir á hana.
Hversvegna? Ég legg til að við biðjum í hljóði fyrir framtíð Íslands.
Mjög mikill kjörsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Mannréttindi, Réttindi fjölskyldunnar | Breytt s.d. kl. 13:08 | Facebook