Miðvikudagur, 30. mars 2011
Til stjórnlagaráðs
Það er á hreinu að þetta svokallaða "Stjórnlagaráð" hefur ekki umboð þjóðarinnar til að vinna nýja stjórnarskrá. Það var ríkistjórn og alþingi sem skipaði þetta stjórnlagaráð.
Til að öðlast umboð þjóðarinnar verða "stjórnlagaráðsfulltrúar" að leita beint til þjóðarinnar eftir álit hennar. Og þá skipulega.
Síðan að þegar ný skel að stjórnarskrá er tilbúin þarf hún að fara beint til þjóðarinnar í atkvæðagreiðslu og þjóðin fái að kjósa um hvern einasta kafla hennar. Að þeim grunni ættu stjórnlagaráðsfulltrúar að vinna frá.
Eitt í viðbót!
Til að það verði hægt að fara eftir stjórnarskrá í framtíðinni þarf að lögbinda hvern einasta kafla hennar þannig að það verði skilyrðislaust farið eftir henni! Þannig verði stjórnarskrá óbrjótanleg.
Í því skyni legg ég til að búin yrði til svokölluð sérstök "Lögbók" stjórnarskrárinnar þar sem allir kaflar hennar verði settir inn í lög.
Stjórnlagaráð kemur saman 6. apríl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnarskrármál | Aukaflokkar: Mannréttindi, Réttindi fjölskyldunnar, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Með þessu upplýsist hvað ég átti meðal annars við þegar ég í framboði mínu talaði um sérstaka lögbók.
Það þarf að tryggja að kaflar í stjórnarskránni verði ekki þverbrotnir!
Guðni Karl Harðarson, 30.3.2011 kl. 16:41
Þetta er skynsamlegt, og mér sýnist að allavega sumir sem þarna eru inni vilji einmitt að vinna þeirra fari fyrst til þjóðarinnar, áður en þingið fær það til afgreiðslu. Og ef þeir koma fram með eins og Þorvaldur Gylfason sagði í upphafi að þeir myndu leggja til að fækka þingmönnum, og ráðherrar sætu ekki á þingi, þá er alþingi þar með orðið vanhæft til að fjalla um þetta mál.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2011 kl. 10:27
Ásthildur, ég þakka þér kærlega fyrir hvað þú ert ötul við að koma hér inn og skrifa athugasemdir hjá mér
Já eins og tildæmis sem ég hafði áhuga á að ráðherrar sætu ekki á alþingi sem og að kosið yrði beint í ríkistjórn, þar að segja ef við þurfum að notast við samskonar stjórnkerfi eins og við höfum gert frá því að lýðveldið var stofnað.
Hinsvegar hef ég skrifað í skjali mínu um draum minn sem er að byrjað sé að kjósa neðan frá (sveitarstjórn) og sá sem væri kosinn gengi í gegnum hringrás valdsins: sveitarstjórn>svæðisþing>alþingi>ríkistjórn. Sá sem væri kosinn í sveitarstjórn færi þannig í gegnum allt valdstigið og aðeins kosið í lægsta stigið en ekki hin.
Guðni Karl Harðarson, 31.3.2011 kl. 16:34
Guðni minn ég ráðlegg þér að skrifa þessar hugleiðinar þínar til stórnlagaráðsl, þú getur beint þessu til til dæmis Lýðs Árnasonar sem er eiginlega á okkar línu. Það er nauðsynlegt að almenningur hafi aðgang að þessu ráði og geti komið sínum athugasemdum á framfæri og þú hefur heilmikið til þíns máls, sem þarf að koma fram.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2011 kl. 19:43
Ég mun sannarlega koma þeim á framfæri. Sennilega er eins og þú segir jú Lýður á okkar línu. Sá einu sinni grein í DV. eftir hann þar sem hann var að skrifa um svipaða hluti og ég nefni í skjali mínu: "Okkar Ísland" Ég sendi honum þá í framhaldinu e-mail sem hann svaraði mér.
Ég mun mæta þarna á fundi hjá stjórnlagaráðinu, þeir eiga að vera opnir. Ég get eflaust komið mínum hugmyndum þar á framfæri.
Þakka þér fyrir.
Guðni Karl Harðarson, 31.3.2011 kl. 23:29
Gott hjá þér, og gangi þér vel.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.4.2011 kl. 00:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.