Kvöldið veit margt sem morguninn óraði ekki fyrir

Þetta eru mikil klókindi og mjög sniðugt að vera vel undirbúin fyrir komandi átök í þjóðfélaginu. Ekki er sjálfgefið að ríkistjórnin muni lifa af þau átök.

Þegar Atli var spurður hvort hann ætlaði að segja af sér þingmennsku svaraði hann neitandi og sagðist áfram myndi vinna að eigin sannfæringu og fyrir þá flokksfélaga í kjördæminu sem styðji hann.

Því miður er stutt eftir af þingmennsku hans hvort sem er. Spurningin ætti að frekar að vera: munt þú bjóða þig aftur fram þegar að ríkistjórnin hóstar sig frá?

Einnig: munu fleiri þingmenn VG fylgja á eftir? Eins og tildæmis Ásmundur Einar Daðason?


mbl.is Flokkurinn klofinn í Suðurkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Löngu komin tími á þessa stjórn. Fólk er alltaf að spyrja hverjir eiga að taka við,Sigmundur Davíð er í minum huga fyrsti kostur,fáir setja fyrir sig hverra flokka menn tilheyra.Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 22.3.2011 kl. 10:12

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég var afar ánægð með að þau skyldu halda áfram þingmennsku, það hefði verið óþolandi ef fólk sem sýnir slíkan kjark og hreinskilni myndi hverfa af þingi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.3.2011 kl. 10:32

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Leðurblökur fara alltaf til vinstri þegar þær fara út úr helli.

Spurning er hvað verður um þau? Fara þau lengra til vinstri (eins og Leðurblökurnar) við fall ríkistjórnar? Skoðanir þeirra?

Auðvitað er löngu kominn tími á þessa ríkistjórn. En það þyrfti samt að undirbúa persónukjörið fyrst og gefa almenningi kost á að bjóða sig fram, á landshlutum því á er vægi sjálfra landsvæðana sem réttast en ekki flestir af stór höfuðborgarsvæðinu.

Guðni Karl Harðarson, 22.3.2011 kl. 10:34

4 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ásthildur, ég er þér sammála! Auðvitað eiga þau að halda áfram þingmennsku! Mér finnst þau vera mjög kjarkmikil að gera þetta!

Lítið að marka Jóhönnu og Steingrím í sjónvarpinu í gær.

Guðni Karl Harðarson, 22.3.2011 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband