Fimmtudagur, 23. september 2010
Róttækasta grunneining að nýrri stjórnarskrá
Sjálf einingin er neðst í færslunni
Inngangur: Sérstæða landsins okkar
Ég hef mikið verið að spá í hvernig við getum sett saman sem besta stjórnarskrá fyrir framtíðina. Ég ákvað í leitan minni að fara aðra leið en allir aðrir sem ég veit um. Vegna þess að í mínum huga snýst þetta um að búa til eitthvað einstaklega sérstakt kerfi sem á sér engan líka í öllum heiminum. Eitthvað EINSTAKT.
Ég hef heyrt og tekið eftir því að margir sem eru að spá í þessi mál eru að skoða hvað megi nota úr stjórnarskrám annara landa. En stöldrum við og skoðum málið!
Vil ég þá nefna það að við sem íslendingar eigum okkur sérstöðu í heiminum. Með þessari sérstöðu á ég við að hér á landi eigum við okkur sérstaka menningu, sérstaka náttúru, sérstaka arflegð og margt annað sérstætt sem engar aðrar þjóðir hafa.
Ég vil benda á þetta sérstaklega vegna þess að þetta er aðal atriðið þegar að verið er að setja saman nýja stjórnarskrá. Það þarf fyrst og fremst að taka tillit til okkar sérstöðu.
Þessi sérstaða okkar deilist svo út í heild samfélags okkar. Er þannig sem innanlands heild. Síðan kemur alþjóðasamfélagið sem heild eftirá!
*****
Ef við eigum að taka atriði út úr stjórnarskrám annara landa (sem eru í alþjóðasamfélaginu) þurfum við að velja atriðin og taka tillit til heildar í samfélagi okkar fyrst, fara þaðan yfir í heildina og síðan þegar tilbúin eru að umfæra aftur yfir í heild samfélags okkar.
Leiðin er því:
Íslensk leitan>>>Atriði úr stjórnarskrám annara landa=>>>íslenska heild (samfélag)>>>sérstæða okkar>>>íslensks heild (samfélag).
Leiðin er löng og það er að mínu mati mjög erfitt að ætla að vinna slík atriði inn í okkar stjórnarskrá á þeim stutta tíma sem við höfum, sem er 2 til 4 mánuðir.
Ef við notum okkar sérstæðu fyrst og fremst og til að byrja með: þurfum við aðeins að leita í sérstæðu samfélags okkar. Þannig getum við sameinað sérstæðuna í heildina og skilað þeim atriðum sem við veljum beint út í heildina (samfélag - ný stjórnarskrá).
Leiðin er því:
Íslensk leitan=sérstæða landsins okkar >>>skilað í heild samfélags okkar.
Hér er augljóslega léttara að klára málin á styttri tíma.
*****
Ef við eigum að skoða hvað aðrar stjórnarskrá hafa og nota það í okkar stjórnarskrá þá getum við alveg gert það á seinni tímum. Það verður einfaldlega ekki gert allt á þessum stutta tíma.
1. Löggjafarvaldið og hlutleysi
Þessi svokallaða skipting valds hefur mér fundist mjög ákallandi atriði sem þarf að fara yfir. Í frumskjali mínu hér fyrir neðan nefni ég hvernig þessari skiptingu gæti verið háttað. Amk. til að byrja með.
Til að geta farið með vald þá þarf að tryggja að valdið skiptist réttlátlega og sé ekki misnotað. En því miður verður að segja að stjórvöld á Íslandi hafa misboðið valdinu og notað það í eigin þágu eins og þeim líkar. Tökum tildæmis alþingi sem dæmi en þar er hagræðing valds á milli einstaklinga og flokka eins og þeim sýnist að túlka fyrir sig.
En ég ætla hér að byrja að fjalla um löggjafarvaldið.
Þeir sem sjá um að búa til lög eiga ekki að hafa löggjafarvaldið vegna þess að það eru svo mismunandi sjónarmið um lögin þar sem þau eru búin til. Helgast það til af hinum mismunandi flokkum og mismunandi stefnu þeirra sem koma að valdinu.
2. Hlutfæring löggjafarvalds
En hvað á þá að gera við Löggjafarvaldið? Það þarf að hlutfæra það og setja á sérstaka einingu og taka það af persónunum. Þar að segja, að persónurnar hafi aðeins umsjón með valdinu. Þetta er vegna þess að með valdi þarf að gæta hlutleysis. Þannig væri stjórnarskrá Íslands (eða sérstök lögbók) með löggjafarvaldið sem hlutgerandi eining sem gætti hlutleysis einstaklinganna sem búa á Íslandi. Passað yrði upp á að það halli ekki neinn og allir komi að lögunum með jöfnum rétti.
Með því að hafa sérstaka umsjónarmenn þessarar lögbókar (stjórnarskrá Íslands ef það verður að kallast svo) sem sjá um að halda utanum lögin. En auðvitað sæi alþingi áfram um að vinna lögin og sníða þau að aðstæðum fyrir landið. En skila þeim síðan til baka á umsjónarmenn stjórnarskrárinnar.
Það mætti síðan alveg hugsa sér að á síðari tímum væri þrískipting valdsins færð inn í hlutleysismörkin. Þar að segja: lögjafarvaldið hefði sérstaka einingu sem er lögbók, framkvæmdavaldið hefði sérstaka einingu sem væri kölluð framkvæmdavaldsbók og dómsvaldið hefði dómsvaldsbók. Allt saman með hlutfæringu valdsins en samt með umsjónarmenn sem kæmu þar að með sérstakt aðhald.
En nú munu ýmsir koma og segja að svona útfærsla sé ekki hægt að framkvæma. Þau munu nefna það að stjórnarskrá eigi að vera heilög og eigi að vera mjög erfitt að breyta. Á móti því er hægt að segja að það sé rétt með núverandi valdkerfum þar sem persónur fara með völdin.
En tökum líka á móti: ef stjórnarskrá okkar á að vera erfitt að breyta á þá ekki að fara eftir henni? Sú spurning kemur eðlilega upp í hugann vegna þess að stjórnarskráin er í reynd þverbrotin nær daglega. Það er alls ekki erfitt að brjóta stjórnarskrána. Eins og stjórnarskráin er nú, er mjög erfitt að breyta henni.
Þessi atriði haldast því í hendur!
>erfitt að breyta stjórnarskrá
>brot á stjórnarskránni
>mismunandi aðilar og aðilar með margar skoðanir og stefnur hafa lögjafarvaldið
>ekkert er hugsað um lög stjórnarskránar sjálfrar vegna þess að þingmenn eru uppteknir við að búa til allskonar lög.............
>mismunandi aðilar (með margar stefnur og mörg sjónarmið) hafa framkvæmdavaldið
>mismunandi persónur (aðilar) hafa dómsvaldið (en þar horfir málið öðruvísi og við vitum hversvegna)
Það er ekki hægt með góðu móti að laga vankantana af þessu vegna þess að mismunandi persónur koma þar að. Erfitt er að gæta hlutleysis.
Hvernig væri að búa til stjórnarskrá sem auðvelt væri að breyta til að passa upp á að réttlætis og hlutleysis sé gætt?
Út á þetta atriði snýst mín grunneining að stjórnarskrá (ath. er ekki stjórnarskrá).
Athugið að auðvelt væri að einfalda hlutina með þessu kerfi sem ég nefni. En það þarf ekki endilega mjög marga aðila sem umsjónarmenn valdstigana. Síðan væri auðveldlega hægt að skerpa atriðin. En grunnforsendan er sú að stjórnarskráin sé eining og hafi löggjafarvaldið.
Hér kemur þessi eining:
Grunnforsenda mín að stjórnarskrá
Stjórnarskrá:
Stjórnarskrá er eining.
Stjórnarskráin hefur Löggjafarvald.
Í stjórnarskrá er haldið utanum alla stjórnsýsluna.
Stjórnarskrá fer fram á að lög séu unnin að forsendum stjórnarskrár.
a. forsendulög í stjórnarskrá eru aðal lögin sem skulu öll árlega unnin.
b. hliðarlög sem eru lög sem tilheyra athöfnum og réttindum þjóðfélags.
Stjórnarskráin hefur málskotsréttinn sem stjórnlagaþingmenn sjá um.
Stjórnarskrá hefur stjórnlagaþing sem starfar ársins hring.
Stjórnlagaþing:
Á stjórnlagaþing er kosnir stjórnlagaþingmenn sem hafa þeim störfum að gegna að halda utanum verk Stjórnarskrár á ýmsan hátt.
Lög um stjórnlagaþing eru fest í stjórnarskrá.
Stjórnlagaþingi er skipt niður í einingar sem stjórnlagaþingmenn halda utan um og stjórna.
Stjórnlagaþingmenn
Stjórnlagaþingmenn eru kosnir af almenningi á 4ra ára fresti. Með kosningu til stjórnlagaþings er verið að kjósa: a. stjórnlagaþingmenn
b. alþingismenn c. ríkistjórn.
Stjórnlagaþingmenn halda utan um stjórnsýsluna og sjá um að lög stjórnarskránar séu virt. Senda þau út til að yfirfæra, taka við þeim til baka og skrá í stjórnarskrána.
Kosnir stjórnlagaþingmenn sjá um að skipta sér yfir á ríkistjórn og stjórnlagaþingið.
Stjórnlagaþingmenn skipta sér í vinnuhópa sem sjá um stjórnsýsluna
a. vinnuhópur varðandi að senda út lög á alþingi að fara yfir og taka við til baka.
b. vinnuhópur sem sér um Landsdóm
c. vinnuhópur sem sér um mál varðandi Ríkistjórn
d. vinnuhópur sem sér um tengingu við almannaróm
e. vinnuhópur um málskotsréttinn
Stjórnlagaþingmenn skipta framkvæmdavaldinu á mill sín og Ríkistjórnar. Vinnur þannig með ríkistjórn að framkvæmdavaldinu.
Stjórnlagaþingmenn skipta dómsvaldinu á milli sín og hæstaréttardómstóls. Vinnur þannig með dómurum að dómsvaldinu.
Alþingi:
Á alþingi eru kosnir þingmenn sem hafa því hlutverki að gegna að fara yfir lögin sem þeir fá í hendur, vinna þau og klára sem lög til baka til stjórnarskrár.
Stjórnlagaþingmenn taka við lögum frá alþingi til að skrásetja í stjórnarskrá.
Ríkistjórn:
Sér um framkvæmdavaldið með stjórnlagaþingmönnum.
Skiptir sér í ráðuneyti.
Er ekki með stjórnarandstöðu.
Skilar málum til stjórnlagaþings sem fer yfir þau og setur sem lög í stjórnarskrá.
Almannarómur:
Inni á stjórnlagaþinginu er vettvangur sem kallaður er almannarómur.
Inni á almannarómi getur almenningur komið með mál fyrir stjórnlagaþingmenn til umfjöllunar.
Á almannarómi er starfandi svokallað almannaþing þar sem almenningur getur kosið sér almannaþingmenn sem sjá um að halda utanum málum sem rædd eru.
Almannaþingmenn skulu leitast eftir að fá mál frá almenningi og hvetja almenning til þátttöku á almannaþingið.
Þau mál sem tekin eru fyrir er kosið um og almannaþingmenn skulu sjá um að málin séu send áfram á stjórnlagaþingið sjálft.
Þrýstihópar geta ekki sett mál inn á almannaþingið nema að vera með meirihluta hóps á bakvið sig til að þingið geti tekið við málum þeirra.
Sérstakur fulltrúi (almannaþingmaður?) hefur það verkefni að sjá um mál þrýstihópa og leitast eftir samvinnu þeirra við úrlausnir mála.
Kosning til stjórnunar:
Almenningur fær að kjósa til stjórnunar á Íslandi á þann hátt að verið er að kjósa í:
a. stjórnlagaþingmenn
b. ríkstjórnarmen
c. alþingismenn
2. Röðunin á stjórnunina ræðst eftir atkvæðavægi kosningar
Kosning er möguleg á persónum úr flokkum.
Kosning er möguleg á persónum án flokka.
Kosning er hvort sem er möguleg fyrir landið sem eitt kjördæmi.
Kosning er líka möguleg fyrir svæðisþing sem er önnur aðferð sérstjórnunar ef þjóðin kýs að velja sér að landinu sé skipt niður í sjálfsstjórnarsvæði með eigin stjórnun. Er þá lögunum skipt niður fyrir stjórnarskrá a. Inni á svæðinu og b. Fyrir allt landið (útfæranlagt)
Öll þessi atriði eru sérstaklega útfæranleg en byggja á þeirri frumforsendu að stjórnarskráin sé aðaleiningin sem sér og heldur utan um lögin sem sett eru og halda utanum réttindi íbúa landsins. Löggjafarvaldið er því helsta valdið sem sér um réttindi almennings............
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Mannréttindi, Vinir og fjölskylda | Breytt 24.9.2010 kl. 11:07 | Facebook
Athugasemdir
Þetta eru merkilegar pælingar hjá þér. Ég hef að vísu ekki tíma núna til að lesa allt til enda, en ég mun gera það. Takk fyrir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.9.2010 kl. 11:32
Löggjafarvaldinu hefur algjörlega mistekist að halda utan um réttindi þegnana. Grunnatriðin hljóta að vera að hlutgera löggjafarvaldið inn í stjórnarskrána og setja á stjórnarskrána með sérstaka umsjónarmenn.
Alþingismenn vinna þannig lögin og sníða vankanta af þeim en skila síðan aftur inn til umsjónarmanna sem skrásetja þau í stjórnarskrána.
Guðni Karl Harðarson, 23.9.2010 kl. 11:47
Auðvitað eru í þessari einingu hér að ofan atriði sem þyrfti að laga til og jafnvel einfalda. En grunnatriðið er að hlutleysisgera lögjafarvaldið og tryggja að almennningur geti haft miklu meiri áhrif á stjórnun réttinda þeirra. En það fæst m.a. með almannaþinginu á almannarómnum sem og persónukjöri sem dreyfist stjórnlagaþingið, alþingi og ríkistjórn.
Þannig fáum við tildæmis líka alltaf að velja ríkistjórnina sjálf meðal annars og persónur án flokka möguleika að verða kosnir inn í hana.
Guðni Karl Harðarson, 24.9.2010 kl. 10:59
Heill og sæll; Guðni Karl, sem og Ásthildur Cesil - og aðrir gestir þínir !
Guðni minn !
Gleymdu; þessari draumsýn þinni, um bætt stjórnarfar - sem nýja stjórnarskrá, unz; okkur hefir tekist, að koma 6 - 8000 afætum, sem á erfiði landsmanna hafa nærst, í útlegð, varanlega.
Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Suðuramti vestanverðu /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.9.2010 kl. 17:01
Heill og sæll Óskar Helgi.
Ég legg til að þú lesir nýjustu færslu mína. Þar stendur að ég verð að gera tilraun!
Með bestum kveðjum sem jafnan
Guðni Karl
Guðni Karl Harðarson, 27.9.2010 kl. 01:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.