Þriðjudagur, 6. júlí 2010
Ísland er landið mitt - nýjar myndir úr hringferð
Jæja, nú er ég að fara smám saman í gang eftir sumarhlé á blogginu mínu. Ég ætla rétt að vona að ég muni hafa eitthvað vitrænt fram að færa á næstunni. En ég ætla að byrja hægt, eins og að setja hér inn nokkrar myndir sem ég tók í ferðalagi sem ég fór kringum landið.
Mér finnst sjálfum ég aðeins vera fara að slappast í myndatökunni. Enda gaf ég mér ekki sérstakan tíma, meðal annars að ég var ekki einn á ferð. Síðan var eltingaleikur við HM leiki í ferðinni sem setti líka strik í reikninginn. Ég beið tildæmis ekki eftir neinum sérstökum andartökum í myndatökunni varðandi ljós og skugga, svo dæmi sé tekið.
En hér eru nokkrar myndir úr ferðinni. Ég vil taka það fram að ein myndin er breytt, þar að segja að tekinn var vegurinn burt úr vinstra meginn í einni Mývatns myndinni (fyrsta myndin).
Njótið heil
ath. myndir hafa verið smækkaðar niður fyrir vefinn og hafa því tapað gæðum og eru því ekki góðar ef tvisvar er smellt á mynd (stórar). Nægjanlegt er að smella einu sinni á mynd til að skoða.
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:10 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.