Þriðjudagur, 18. maí 2010
Draumur fyrrinóttar var ráð-gáta og skilaboð
Fyrir þá sem áttuðu sig ekki á að bloggi gærdagsins hjá mér.
Draumur sá sem mig dreymdi var mjög sérstakur. En steinanir voru sko ekki einn eða tveir heldur löng röð báðum megin (við gangstéttarbrúninar) eftir endilöngu Austurstræti. Alveg úthöggnir en frekar litlir þó, ca. 1.5 m á breidd og 1,0 m á hæð. Ég var að hlaupa á milli þeirra frá Eymundsson í áttina að Lækjartorgi.
Útskýringar á Bautasteinum:
"Bautasteinar voru einnig notaðir sem leiðarmerki og gegndu sama hlutverki og vörður hér á landi,"
"Bautasteinar voru einnig settir upp til minningar um persónur"
"Farbauti og hylbauti eru einnig gömul líkindaorð um ráðendur."
"Í Hávamálum segir m.a.: "sjaldan bautasteinar standa brautu nær, nema reisi niðr at nið". Vísar það til þeirra steina er varða alfaraleiðina líkt og í Róm til forna"
Samanber í draumnum í áttina að Lækjartorgi eða Lækjargötu.
Nú skal hver ráða sitt.
Draumurinn hér aftur:
Í nótt dreymdi mig nokkuð sérstakan og ákveðinn draum um að götur Reikjavíkur væru allar þaktar stórum steinum og mörgum þeirra sérstaklega röðuðum upp eftir einhverskonar brautum. Það var eins og það væri einhver sérstök hátíð í gangi og í einum af atriðunum var ég þátttakandi í einhverskonar hlaupaleik meðfram steinum eftir öllu Austurstræti. En fullt af fólki var inni á sjálfum Austurvelli.
Enn nákvæmari lýsing:
Ég var að hlaupa eftir og milli raða af Bautasteinum meðfram gangstéttinni. En litlir venjulegir steinar voru út um allt á öðrum stöðum.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 09:29 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.