Græðgin og Fylgifiskarnir

Græðgi hefur verið fylgifiskur einstaklingshyggjunnar. Sérstaklega innan eins flokks. Á tímum góð-óðærisins lofuðu sumir flokkar og/eða menn innan þeirra græðgina. Meira að segja hafið þeir staðið upp með lofræður á fundum ýmissa félaga jafnt sem skemmtunum hjá íþróttafélögum. Hvílíkar blekkingar. Ætla þessir sömu menn að standa upp og byðjast afsakanir á blekkingarræðum sínum? Græðgin mergsaug sig inn um allt þjóðfélagið, út í flest alla flokka, samtök ýmissa launþega og ýmissa félaga. Sjáið hvernig nú er komið fyrir þessu fólki.

Undanfarna áratugi hafa stjórnmál að miklu leiti snúist um peningahyggjuna. Að ef aðeins væru nóg af peningum þá væri hægt að gera allt. Nú skuldar þjóðin nóg af peningum vegna þessara græðgismanna.

Nú er svo komið fyrir þjóðinni að peningahyggjumennirnir skemmdu þjóðfélagið. Eftir stendur kramin og niðurbrotin þjóð, ofursett skuldum sem græðgin og peningahyggjan bjuggu til. Á þjóðin að endurreysa sitt traust á þessa flokka, þar sem menn munu áfram hengja sig á sömu atriði og engvar alvöru breytingar yrðu gerðar?

Allir gömlu fjórflokkana áttu sinn þátt í þessari óhemju græðgi.

Fólk úr Framsókn sótti í auðlindir landsmanna. Með græðgisglampa í augum sóttust þau inn í tryggingafélögin og orkufélögin. Sóttust eftir eignarhaldi í þeim meðfram að sækjast eftir miklum peningum í sína vasa sem og völdum í þeim. 

Sjálfstæðismenn sóttust mikið inn í bankakerfið sem og tryggingar. Félagar í þeim flokki voru einna sterkastir þar í græðginni. Þessu fólki hefur tekist svo um munar að setja allt bankakerfið á Íslandi á hausinn.

Sossanir sóttust inn í Álverin og að ná völdum inn í hinum ýmsu samtökum landsmanna. Síðan vilja þeir selja þjóðina auðmönnum erlendis frá og koma fólki inn í samband ríkja evrópuþjóða þó við séum ekki einu sinni nema að nafninu til í Evrópu, því samkvæmt staðsetningu Íslands er landið hvert sem litið er langt fyrir utan öll sameiginleg landsvæði. Þar á bæ vilja menn ekki treysta á íslenska mannfólkið til að reysa þjóðina út úr þeim vanda sem hún er komin í.

VG gleymdu algjörlega stefnumálunum og eru bara orðnir innsogs þátttakendur og attaníossar í peninga og valdahyggju hinna flokkana. Þar á meðal er til fólk sem tók þátt í öllu saman.

Allir þessir flokkar hafa gleymt að mestu að stjórnmál eiga að snúast fyrst og fremst um fólk fremur en peninga og völd. 

Ef við gerum ekki róttækar breytingar þá mun framtíðin snúast bara áfram um peninga og völd, fremur en mannfólkið sjálft.

Það munu áfram vera einstaklingar innan Sjálfstæðisflokks sem trúa og treysta á sína eiginhagsmuni. Þar á að lækka skatta og setja í gang ofurneyslu þar sem sérstakir einstaklingar og vinir þeirra mun hafa bestu aðstöðuna fyrir sjálfa sig. Mjög líku er farið með alla hina flokkana. Þar mun málin snúast um völd eða peninga. Allar stefnur þessara flokka haf runnið saman í peningayfirvald. 

Þegar að nýr eða nýir flokkar munu taka við völdum eftir að vera búnir að blekkja almenning áfram til að trúa á þá, þá munu völd þeirra snúast um hagsmuni. Fyrirtækin munu ganga út á eignarhald fárra manna sem munu áfram sækjast eftir að safna auði. 'Afram munu verða til eignahöld á milli hinna ýmsu félaga og fyritækja. Litlar sem engvar breytingar verða framkvæmdar. Það er mjög ólíklegt að stjórnvöld á Íslandi muni læra af reynslunni. Þau munu ætla sér að halda í sama kerfið.

Nú er aftur á móti tækifærið fyrir Ísland að hætta að trúa á þetta rugli og láta stjórnmál fyrir alvöru snúast um fólk! Það þarf að setja í gang umfangsmikla enduruppbyggingu um allt land með eldmóðs þátttöku almennings. Það sem yrði byggt upp væri best í smærri samfélögum þar sem málin snúast um afkomu fólks. Þar yrði tryggt að fólk mundi ekki lenda í skuldaánauð einhverra banka eða annarra stofnana. Þar yrði tryggt að fólk yrði ekki skuldum vafið og séð til þess að enginn mun hafa það svo slæmt og að afkomutekjurnar næði fyrir öllum gjöldum sem og húsnæði og mat. Öllum nauðsynjum.

Gott fólk, veljum okkur nýjar leiðir. Leiðir til stjórnunar án græðgis eða ofurvaldasóknar.

Ég vil ekki vera neinn fylgifiskur, en þú?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband