Gott mál!

Það er þá víst að af þjóðaratkvæðagreiðslu verður? Ekki geta þeir auglýst þetta nema vera vissir?

Umræðan úti í þjóðfélaginu undanfarna daga hefur verið dálítið út á hvort stjórnin ætli sér að slá hana af. Þar á meðal hef ég séð á blogginu að þau ætli sér að flýta sér eins og þau geta til að ná samningum og helst vera búin fyrir helgi.

Það er ýmislegt sem sést skrifað um þetta. Þetta er jú orðið dálítið ruglingslegt allt saman því misvísandi fréttir um samningaviðræður hafa komið út í þjóðfélagið af blöðum og öðrum fréttamiðlum.

Aðalatriðið er að það er alltaf betur og betur að koma í ljós að við eigum ekki að þurfa að borga krónu. Þessvegna ætti samninganefndin að ganga út frá því en ekki samþykkja greiðsluskylduna.


mbl.is InDefence með opna fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ef stjórn og stjórnarandstaða fá samninga sem við getum sætt okkur við fyrir helgi þá kjósum við um þá samninga í mars en að sleppa kosningum er ekki í boði.

Sigurður Haraldsson, 17.2.2010 kl. 14:07

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Sigurður við fáum ekki að kjósa um þá saminga því fyrst þarf að ganga frá þeim Lögum sem farið hafa til Forseta og við erum að fá að kjósa um. Ný Lög (eða samningar) þurfa að fara aftur til Forseta sem þá er allt eins líklegt að ríkisstjórnin geri í leyni framhjá öllum mótmælum. He. he, við þurfum að fylgjast með Forseta vorum

Ef allt væri rétt og eins og það á að vera:

1. Þá fáum við að kjósa um núverandi Lög!

2. Mjög líklega sagt afgerandi NEI!

3. meiningin er að við sem almenningur sem þeir eru að segja að eigi að borga þetta að við eigum réttinn á að segja okkar skoðanir. 

4. Þannig gæti tildæmis almenningur (eða samtök fyrir hönd þeirra sem segja NEI) krafist þess að fá sérstakan fund með þeim sérfræðingum sem eru að koma með athugasemdir um málið. Bæði innlenda og erlenda. Að allir komi að borðinu eins og þeir sem hafa sagt að við eigum ekki að borga þetta sem og þeir sem vilja athuga með dómstólaleiðina osfrv.

Guðni Karl Harðarson, 17.2.2010 kl. 15:51

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Málið er að það er ekki hægt að setja nýja saminga inn í núverandi Lög sem þjóðin á eftir að kjósa um.

Guðni Karl Harðarson, 17.2.2010 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband