Hugleiðing um visku og sköpun

Að fara á Markþjálfafundinn Lausnir, vakti mig til umhugsunar um margt. Eins og tildæmis að hugsa til hvaða  drauma og væntingar ég sjálfur hef til mín og minnar fjölskyldu. Það hjálpaði mér líka til að vekja mig til umhugsunar um þau mál sem eru mér svo hugleikin. Þau mál sem mér finnst ég verða að miðla á einhvern hátt út frá mér og yfir til fólks úti í þjóðfélaginu.

Þó að líf mitt sem einstaklings hafi gengið mikið út á að koma í lag þeim vandamálum sem hafa komið upp í því þá eru svo mörg mál mér hugleikin. Ég á mér marga drauma. Sumir þeirra hafa þegar orðið nokkuð að veruleika. Eins og tildæmis sá draumur að geta tekið Ljósmyndir úti í Náttúrunni og miðla þeim myndum út til þeirra sem gætu haft áhuga á að skoða. Og það þrátt fyrir að vera fatlaður og ganga í sérsmíðuðum skóm.

Einn af aðal draumum mínum hefur verið (og er alltaf) að öðlast skilning á lífinu. Að öðlast eins mikla visku og ég get og síðan geta miðlað þeirri visku út í þjóðfélagið til annars fólks eins og ég get. Því hef ég alltaf haft eina risastóra spurningu í huga mér sem er: Hver sé tilgangur lífsins?

Þessi risa spurning hefur gengið í gegnum allt líf mitt! Ég hef líklega fengið að hluta til svar við þeirri spurningu en mér finnst þó að það dugi ekki heil mannsævi til að öðlast fullan skilning á öllu lífinu. Til þess þyrfti að vera ofurmenni eða eins og einhver eining sem veit allt og getur allt. Eins og tildæmis Guð sjálfur, ef hann sem vera er einhver/eitthvað sem þú sem lest þetta getur haft trú á að sé til. En það er auðvitað þitt eigið val.

Það er svo ótalmargt sem ég gæti skrifað hérna í þennan pistil minn. En ég kem því ekki inn hérna því það tekur svo mikinn tíma.

En þá kem ég aftur að spurningunni hver sé tilgangur Lífsins? Það er mín skoðun að grunnþáttur hans sé tjáning. Það fyrsta sem við gerum þegar að við fæðumst er að draga andann. En þá notar þú þitt fyrsta skilningarvit. Svo út frá okkar tjáningum notum við okkar öll skilningarvit til að skapa. 

Því hefur mitt líf gengið mikið út á þetta að nota þessa tjáningu minna skilningarvita til að skapa. Það er svo margt hægt að skapa. Það er svo margt hægt að gera í lífinu. Það er svo margt sem við getum gert ef viljinn er fyrir hendi. Tildæmis að syngja, skapa orð, mála myndir, lesa orð upphátt, tjá þig útá við svo fátt eitt sé nefnt. En samkvæmt skilningi mínum er allt sem ég geri tjáning yfir í þessa sköpun. Hvort sem hún er stór eða smá. En ég hneigist til þess að stækka sköpun mína, gera hana stærri og meiri. Því ég sá allt sem ég geri hefur áhrif á bæði mig og umhverfi mitt. Eitthvað sem byrjar smátt verður stærra og vindur upp á sig.

Það er svo ótalmargt sem ég get orðið gert sjálfur. Eins og tildæmis að taka myndir, syngja með ágætis söngrödd, lesa vel og vandlega upp, skrifa niður hugsanir mínar, mála ef ég vill myndir. Ég get tekið til ótal meiri hluti. 

Eins og ég sé málin er ekki neitt sem hver og einn gæti ekki gert. Bara ef hugur hans stendur fast til þess þá kemur einhverntíman að þeim tímapunkti að þú munt geta skapað þann þátt sem þú hefur áhuga á. Ég nefni tildæmis þá sem er sagt að hafi ekki söngrödd og geta alls ekki sungið. Þá þarf sá einstaklingur að þjálfa með sér að nota skilningarvitin til að: 1. hlusta á aðra syngja því oft er ekki þess samtenging í hljóð til í þeirra heila sem geta ekki sungið. Tildæmis ef sú manneskja syngur eitt lítið lag þá finnst henni hún vera að syngja það rétt en þeir sem heyra finnst allt sem það heyrir sé úr samhengi við lagið og algjörlega úr takti. 2. að æfa allskonar hljóð. Löng og stut hljóð, einn staf eða marga og vera oft að því. Þegar að þú finnst þér vera tilbúinn þá má síðan leita til raddþjálfara. En þegar er að búið er að raddþjálfa þá gæti verið komið upp einhver sérstök rödd sem getur alveg verið góð og fögur að hlusta á.

Það sem ég er að segja er að fólk þarf að setja sér markmið á að gera eitthvað. Lífið gengur út á að setja sér markmið með tjáningu sinnar til sköpunar sem gæti síðan orðið miklu stærri og viðameiri. Inn í þetta spilar síðan mikið hvað manneskjan vill fá fyrir sína sköpun. Eins og tildæmis hvort það sé mjög mikilvægt að fá mikla peninga fyrir þá sköpun? En í mínum huga er ánægjan af að geta veitt og miðlað sköpun minni út á við til fólks miklu mikilvægari en að fá peninga fyrir það! Ef aðrir eru ánægðir og njóta þess sem ég miðla þá er ég ánægður.

Ég sem svona rosalega leitandi einstaklingur hef orðið svo var við margt í lífi mínu. Bæði sem snýr að mér og mínu lífi eins og og það sem er svo augljóst út í þjóðfélaginu. Varðandi sjálfan mig þá hefur svo margt komið fyrir í lífi mínu sem hefur vakið mig til umhugsunar. Líka mikið og mjög dularfullir hlutir. Margir hverjir mjög sérstakir og mjög einkennilegir. Atburðir sem eru svo erfitt að segja fólki frá því að svo margir einstaklingar eru svo ótrúir á það yfirnáttúrulega og dularfulla. Eins og tildæmis þeir sem hafa aldrei orðið var við neitt slíkt sjálfir. Því er svo margt sem hefur komið fyrir mig sem ég mun sennilega aldrei geta sagt fólki frá nema þá helst inni í minni fjölskyldu.

Strax þegar að ég var unglingur varð mér augljóst að þessi peningahyggja í þjóðfélaginu myndi aldrei geta gengið. Ég sagði mörgum frá þeirri skoðun minni en margir þeirra trúðu mér ekki. Kannski hafði ég eitthvað á bak við mig sem gerði mig staðfastan í þeirri trú minni að það þjóðfélag sem var þá að verða til hér á Íslandi myndi aldrei geta gengið til lengdar! Kannski varð það mín viska? Eða kannski eitthvað yfirnáttúrulegt sem ég segi engum frá? Hver veit?

Flest okkar eigum við okkur drauma og væntingar til að þeir verði að veruleika. Allt sem við gerum hefur áhrif á þjóðfélag okkar. Það byrjar smátt en stækkar svo og vindur upp á sig. Þannig getur þinn eða minn draumur geta haft áhrif á líf okkra margra. Við getum nefnt eitt lítið dæmi eins og það að skrifa litla bók þar sem nefnd eru atriði sem mér (eða þér) finnst vera mjög áhugaverð. Svo áhugaverða að ég nefni það og segi frá þeim í viðtölum og samskiptum mínum við annað fólk. Það sama á við þjóðfélagið í heild sinni. Það sem ég geri og allir gera í þjófélaginu hefur áhrif á líf annara jafnt sem og okkar eigin líf. Því er svo mikilvægt að við sjálf tökum okkar höndum saman að mynda okkar þjóðfélag í framtíðinni. 

En hvernig á að bregðast við þegar að einstaklingar hafa ráðist svona að gölluðum stoðum þjóðfélags þess sem beið upp á það? Þar sem nánast allt leyfðist? Eigum við að reyna að laga það þjóðfélag sem við búum í? Verður þá eitthvað til sem okkur nýtist til lífs okkar inn í framtíðina? Kannski eitthvað pínulítið? En við náum einhverju fram sem við viljum? Búum við ekki alltaf við það sama gallaða þjóðfélag sem við höfum gert í gegnum árin? Er ekki erfitt að laga gallana í gallanum?

Eða ert þú kannski einn af þeim sem hefur þá visku að vilja þér og þínum framgang til sköpunar í lífinu sem og öðrum manneskjum?

Ég hef þá staðföstu trú að við sem manneskjur getum komið okkur sjálf til góðra verka til að skapa okkur mannúðlega og bjarta framtíð. Nýja framtíð fyrir Ísland! Eitthvað sem við öll eigum að geta notið!

Því eigum við sjálf að búa okkur til okkar eigin framtíð sjálfir! Við íslendingar sem búum í þessu landi.  Rökin eru með fólkinu að velja sér sína eigin framtíð!

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég vildi svo gjarnan ræða ýmislegt athyglisvert í þessari grein þinni, kæri Guðni Karl, en þetta eru mikil mál, og ég er ekki beint upplagður til þess núna. Hættu ekki að setja þetta fram í hugleiðingum, líka í styttra máli, vissar hliðar mála hvert sinn. – Með góðri kveðju,

Jón Valur Jensson, 8.2.2010 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband