Hér eru 4 myndir af fundinum: LAUSNIR

Hér eru 4 myndir sem ég tók á óbeinum framhaldsfundi af Þjóðfundi. Fundurinn var haldinn í gærdag í Smáranum, Íþrótthúsi Breiðabliks.

Á fundinn voru mættir á bilinu 30 til 40 manns til að ræða Markmið okkar sem einstaklingsins og hvernig við getum tengt það inn í þjóðina.

 

Lausnir 1

 

 

 

 

 

 

 

  Mynd 1: tekin í byrjun fundar

Hér mætti hópurinn og fékk sér Kaffisopa og ræddi saman í upphafi fundar

 

lausnir2_958355.jpg

 

 

 

 

 

 

Mynd 2: Hér er sýnt hvernig ræða við Markþjálfa fer fram

Hér sitja tveir Markþjálfar í samræðu og eru að sýna fólki á fundinum hvernig Markræða fer fram. Þeir sem voru á fundinum gátu síðan fengið viðtal við Markþjálfa.

Markþjálfarnir voru með nokkuð mismunandi áherslur. En ég valdi mér Markþjálfa sem gefur sig út fyrir að vinna með ELDMÓÐ.

lausnir3.jpg

 

 

 

 

 

 

Mynd 3: Hér er hópurinn í samhengi með Markþjálfum

Þó ekki hafi verið margir á þessum fundi þá er alveg ljóst að þeir sem mættu þarna fengu mjög mikið út úr honum og ég er næsta viss um að flestir skemmtu sér líka mjög vel.

 

lausnir4.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Mynd 4: Hér eru nokkrir Markþjálfar að ræða almennt um allskonar breytingar

Í þessu atriði sem byrjaði rétt eftir hádegi, þá röðuðu sér nokkrir Markþjálfar í hring og sýnd hvernig Gagnræða fór fram. Innst í hringnum var settur 1. blómavasi með blómum. 2. Lítill dúkur og 3. Hljóðnemi.  Stundum er notaður smá bolti í stað hljóðnema fyrir þann sem er með orðið.

Hér tóku þeir Markþjálfar sem vildu tala frá sínu Hjarta upp Hljóðnemann og töluðu um hvað í þeirra brjósti bjó varðandi allskonar breytingar. 

Þarna komi ýmislegt fram. Þau ræddu um breytingar í eigin lífi og þjóðarbreytingar líka. Síðan var rættum breytingar eins og fæðingu og dauða svo dæmi sé tekið.

Mjög fróðlegt og áhugavert.

Ég mæli með því að fólk sem vill byggja sig upp og öðlast meiri tenginu við lífið skreppi niður á Klapparstíg 25 (4h.) og spjalli við Markþjálfa. Í byrjun væri hægt að fá upplýsingar um út á hvað það gengur. Einnig um námskeið sem þeir halda fyrir fólk.

Hér er slóð á heimasíðu Markþjálfunar og líka á Gagnræðu.

Evolvia

Markþjálfun

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Guðni Karl; æfinlega !

Þú fyrirgefur; Guðni minn, en,........ þetta Þjóðfunda kjaftæði er einungis, enn einn blekkinga vefur Stjórnarráðs hyskisins, til þess að slá ryki, í augu almennings.

And- byltingarsinnuð; kjaftaþing, sýnist mér, ágæti drengur.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi, sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 01:58

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Heill og sæll Óskar Helgi

Þetta er nú eitt af því fáu skiptum sem ég er nú ósammála þér minn kæri bloggvinur. Til að mynda var fólk úr öllum flokkum á Þjóðfundi og líka fólk með skoðanir eins og ég að við þurfum að endurreisa Ísland með þátttöku almennings og án flokka.

Markþjálfunarfundurinn var dálítið mikið öðruvísi. Í fyrsta lagi voru Markþjálfar að kynna fólki hvað Markþjálfun er því þetta er jú dálítið nýtt á Íslandi. Síðan að tengja það inn á Þjóðfundinn með því að koma inn á gildin sem þar voru valin *Heiðarleiki *Virðing og Réttlæti.

Þar var byrjað að tengja inn á einstaklinginn sjálfan, eins og draumar hans og væntingar. Síðan að tengja það við lífið útá við. 

Nú er að komast fyrir alvöru í gang nýr hópur fólks, samtök sem vill vinna að framgangi Íslands. Þú munt sjá fréttir um þennan hóp bráðlega. Sá hópur er að byrja með að vinna með gildin frá Þjóðfundinum og ganga út frá þeim.

Með bestu kveðjum úr miðborg Reykjavíkur, sem jafnan.

Guðni Karl Harðarson, 7.2.2010 kl. 12:49

3 identicon

Heill og sæll á ný; Guðni Karl !

Allra sízt; vekur það traust á þessum samkundum - aðkoma Skugga baldrana, úr hinum íslenzku stjórnmálaflokkum, svo sem.

Það; eitt og sér, dugir til, að fæla allt hugsandi fólk, frá þátttöku, á fundum þessum, spjallvinur góður.

Með beztu kveðjum; sem fyrr /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 15:05

4 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Heill og sæll á ný Óskar Helgi!

Ég tel mig vera hugsandi einstakling. Ég var þó á þjóðfundi. Víst voru þarna flest allir litir þjóðfélagsins kæri bloggvinur.  Ég skal viðurkenna að það fór dálítill hrollur um mig að þurfa ganga innanum þetta allt skuggalið. Þó var borðið sem ég sat við ekki svona litað, heldur að mér virtist heiðvirt og hugsandi fólk sem trúði á það að við eigum að geta notið þau gildi sem voru valin til að mynda Heiðarlegt, Virðingarvert, og Réttlátt. 

En nú að tengja framhaldið saman minn kæri vinn. Setja saman okkar Markmið og fá almenning í lið með okkur. Á þann veg mun ég ætla að vinna áfram. Sama hverskonar breytingar við náum fram þá mun það verða algjör Bylting!

Með bestum kveðjum;

Guðni Karl

Guðni Karl Harðarson, 7.2.2010 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband