Föstudagur, 5. febrúar 2010
Sama bullið og vanalega!
Það er alveg ótrúlegt sem þessi manneskja er að segja. Því hún hefur ráðist jafnt á velferðarkerfið sem og annað það sem þau geta fundið sér til þess að ná í peninga í. Allar að gerðir hafa þegar haft djúpstæð slæm áhrif á allan vanda í landinu. Sumar þeirra eru svo slæmar að erfitt verður að laga þegar að við almenningur erum búin að sjá ljósið
Síðan hefur mjög lítið verið gert til að leiðrétta vanda fólks fyrir alvöru. Það er löngu ljóst að þessu þjóðfélagi verður ekki komið á nýtt strik nema að komi til nýtt kerfi sem gengi í það að búa til nýjan grunn fyrir framtíðina. Grunn sem væri jafnt fyrir allan almenning!
Þegar að grunnur hefur hrunið þá byggir þú ekki af sama grunni heldur finnur leiðir til að byggja af nýjum grunni! Þetta þjóðfélagskerfi sem við búum við er löngu orði úrelt og gatslitið. Enda er það mjög vandasamt að ráða fram úr þeim vanda í því ríkinu sem sá sami vandi varð til.
Þau hafa litlar sem engvar lausnir til að byggja á og svo er að sjá að þau séu svo grunnhyggin að ætla sér að nota þennan gamla brotna grunn áfram.
Við, almenningur í landinu munm bara sjá fram á í ókomnri tíð alltaf þetta sama rugl. Síðan er þetta stjórnarfólk sem er við stjórnvölinn alltaf að fegra sínar gjörðir, sama hversu léleg eða ófögur þær eru. Blekkingarleikur allt til að reyna að fá fólk til að trúa á sig sama hvað aðgeriir það sem framkvæmdar eru. Allt gengur þetta út á að fá að stjórna áfram og halda völdum.
Það er alveg ljóst að við almenningur í landinu þurfum að taka okkur saman og setja í gang vitundarvakningu fyrir okkur öll. Og með þátttöku okkrar sjálfra. Það þýðir jú ekki að trúa á það að þeir sem við kjósum munu bjarga okkur og gera altt fyrir okkur. Annað hefur komið svo berlega í ljós á undanförnum árum. Og sérstaklega á eftir þetta hrun.
TÖKUM HÖNDUM SAMAN ALMENNINGUR, LOSUM OKKUR VIÐ STJÓRNAR RUGLIÐ OG SETJUM OKKUR SEM ÞÁTTTAKENDUR Í NÝJU AFLI FYRIR OKKUR SJÁLF!
Sjá einnig pistil minn um framhald af þjófundi sem ég var á: LAUSNIR
Verður að ná niður hallarekstri ríkisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Mannréttindi | Aukaflokkar: Kjaramál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:24 | Facebook
Athugasemdir
Sæll félagi, rétt hjá þér að þessari AUMU ríkisstjórn VERÐUR að fara að koma frá, hún er stórhættuleg "land & þjóð..!"
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson, 6.2.2010 kl. 09:50
JÁ.
Það er mín skoðun að við almenningur veljum okkur eigin framtíð. En til þess þurfum við að virkja okkur eins og við getum til góðra verka.
Tildæmis mætti sína fólki að við höfum mikinn áhuga á þeirra afstöðu. Eins og ganga með spurningalista á meðal fólks. Spurningar eins og tildæmis þær hvernig breytingar fólk hafi áhuga að fá fram fyrir framtíð Íslands.
Það mætti byrja á Icesave og halda svo áfram og velja önnur atriði fyrir breytingar.
Guðni Karl Harðarson, 6.2.2010 kl. 15:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.