Mánudagur, 1. febrúar 2010
Bænarskjal til almennings á Íslandi
Endilega látið þessa færslu ganga um til að fólk geti komið (eða sett á sitt eigið blogg) inn og bætt í Athugasemdir sínar hér!
ÞÉR ER BOÐIÐ AÐ BÆTA VIÐ SKJALIÐ í Athugasemdum það sem þér dettur í hug.
Ert þú tilbúinn að taka undir eftirfarandi?
Ég hef ekki tekið þátt í því að svíkja út peninga út úr banka, fyrirtæki eða af almenningi. Svindla eða ljúga mér til hagnaðar. Tengja mig við samtök eða stofnanir með það í huga að ná fram valdatengslum og eða peningahagnaði fyrir mig eða mína vini og félaga.
Ég er einn af almenningi á Íslandi sem vill réttlæti.
Ég er einn af saklausum almenningi sem vill að fá tækifæri til að velja okkur eigin leiðir og fyrir alvöru til að rétta Ísland við út úr öllum þeim rosa vanda sem landið á í.
Ég er einn af þeim sem vill að við íslendingar komum saman til að velja okkur farsæla framtíð fyrir fjölskyldur okkar og börn okkar.
Ég er einn af þeim almenningi sem vill að við getum sett okkur og búið okkur þau kjör að allir geti við unað í framtíðinni. Sanngjörnu samfélagi!
Ég er einn af þeim sem vill að þeir sem settu þjóðina í þessa stöðu verði látnir gjalda fyrir alvöru fyrir verknaðinn.
Ég hef engin tengsl og ég er ekki spilltur inn í neitt! Ég er bara einn af þeim sem vill réttlátt samfélag á Íslandi. Án sér áhrifa einhverra valdapólítíkusa eða valdamanna sem búa sér til sér sinn eigin rétt þannig að annar almenningur þurfi að líða fyrir það.
Ég er einn af þeim sem er búinn að fá nóg af ruglinu og vill að almenningur búi sér til sína eigin framtíð án pólítkusa og án flokka.
Vilt þú nýja Framtíð á Íslandi án spillingar og án hagsmunatengsla? Það vil ég!
Athugasemdir
Ég er einn af?????????????
Guðni Karl Harðarson, 1.2.2010 kl. 01:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.