Þriðjudagur, 12. janúar 2010
Ofríki ríkisstjórnar og fleira
Velta mætti fyrir sér hversvegna ég hafi birt áskorun á ríkisstjórn 5 sinnum á bloggi mínu. Hver var eiginlega tilgangurinn með þeirri færslu?
Áskorun til ríkisstjórnar Íslands um að segja af sér ef almenningur á Íslandi neiti Icesave lögunum í þjóðaratkvæðagreiðlsu.
Ég ákvað á sínum tíma að helga lífi mínu þeim tilgangi að reyna hvað ég gæti að læra skilin á réttu og röngu. Síðan að læra að notfæra mér þann skilning sem ég hefði öðlast í lífinu og gera hvað ég gæti til að miðla honum á ýmsan hátt. Því á ég mjög bágt með að þola ofríki og yfirgang. Og finnst ég verði að tjá mig um slíka gjörninga.
Nú er svo að flokkar lofuðu öllu fögru fyrir síðustu kosningar að nú ætti að nálgast almenning betur. Meðal annars með því að lofa því að almenningur fengi að velja sjálfur um mikilvægustu mál í þjóðaratkvæðagreiðslum. Sérstaklega var það eitt af loforðum flokka ríkisstjórnar. Átti nú að sefja kröfur almennings með loforðum. En annað kom á daginn.
Nú er svo augljóst búið að svíkja þau loforð sem þessir flokkar lofuðu. Ríkisstjórnin neitaði á alþingi, almenningi á Íslandi að velja um Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Á vissan hátt er hægt að segja að flokkar hafi málað sjálfa sig út í horn með Icesave málinu. Upp var komin sú staða að flokkar sýndu ofríki sitt og yfirgang svo um munar gagnvart almenningi á Íslandi.
Á mánuðunum fyrir hrun og amk. fram að búsáhaldabyltingu var ég einn af mörgum sem bloggaði eins oft og ég gat um að það þyrfti að koma þáverandi ríkisstjórn frá. Þar á meðal bloggaði ég um mögulega byltingu og sendi líka ríkisstjórn bæði bréf og email um málið. Á vissan hátt var hægt að segja að blogg okkar margra var komið út í einskonar plott. En þó að ný ríkisstjórn tæki við völdum hafði ég alltaf þá skoðun að plotta þyrfti áfram og vera þolinmóður í því. Það kæmu örugglega upp þærð aðstæður sem sýndu ofríki og ofurvald ríkisstjórnar. Það samt alveg ljóst að slíkt hið sama mun gerast ef aðrir flokkar komast í stjórn þegar að þessi fer frá! Í minum huga hef ég því alltaf verið að plotta undanfarna mánuði.
Við fyrri samþykkt á Icesave í haust sendi ég Forseta vorum bréf þar sem ég hvatti hann til að neita að samþykkja Icesave. Slíkt gerðu og örugglega margir andstæðingar þessara laga! Í kringum 17.000 manns þá ef ég man rétt. Í fyrra skiptið svaraði hann því máli eins og við þekkjum og höfum lesið. Í þetta skiptið eiginlega varð hann að standa með almenningi í landinu því andstaðan við lögin voru svo mikil og afgerandi að ekki var hægt annað en að gef fólki tækfæri á að samþykkja eða neita þessum lögum í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Vissulega sendi ég Forseta allt skjalið mitt sem ég hef kallað: "Okkar Ísland". Þar að segja næst síðasta útgáfu þess. Ég gat þess í bréfi mín til hans að næst væri hreinlega komið að því að gefa fólkinu á Íslandi tækifæri til að velja sínar eigin leiðir. Einmitt vegna þeirra aðstæðna sem komnar voru upp í þjóðfélaginu. Bréf mitt var nokkuð ýtarlegt.
Nú er svo komið að við Íslendingar verðum hreinlega að velja okkur nýjar leiðir því að við erum alltaf að verða fyrir meiri og meiri vonbrigðum með stjórnvöld og stjórnmálmenn eins og þeirra gjörðir sína okkur svo oft og mikið. Það skal gera allt sem þau vilja og líkar. Sama hvað almenningur vill. Og jafnvel hluti þess fólks sem kaus þau til verka.
Ég verð oft var við það á bloggum fólks og í tali þess úti í þjóðfélaginu (ég vinn á mjög fjölmennum vinnustað og þekki fullt af fólki) að það spyr bara: Er þá eitthvað betra sem tæki við? Eigum við að fá aftur sömu flokka sem varð hrunsins valdandi? Og svo framvegis. Málið er að við þurfum þess ekki! Við getum alveg tekið málin í okkar hendur ef við stöndum saman gegn þeim öflum sem vill halda í þessi hruna og yfirgangs gildi sem hafa verið við líði úti í þjóðfélaginu undanfarin ár! Það þarf að gefa fólkinu tækifæri til að sína getu til þess að stjórna sjálft! Öðruvísi vitum við ekki hvort það er yfirleitt hægt að velja nýja leið fyrir Ísland!
Það er einfaldlega komið að okkur almenningi á Íslandi að velja okkur eitthvað nýtt til stjórnunar. Eitthvað sem stendur ekki fyrir ofríki eða ofurvalds. Ekki fyrir peningavöldum né auragræðgi. Við viljum langflest okkar losna við þau öfl og við verðum að standa saman í að búa Íslandi nýja framtíð án slíkra afla. Ef ekki, þá munum við búa við sömu vandamálin um ókomna framtíð.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Mannréttindi, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:45 | Facebook
Athugasemdir
Góð grein og alveg sammála henni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.1.2010 kl. 11:20
Mig langar til að fá leyfi til að nota smá hluta af myndinni þinni hér á hausnum, flott í þjóðernisfullum innleggjum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.1.2010 kl. 11:22
Góð grein Guðni :-)
ÁFRAM ÍSLAND, EKKERT Icesave, Við segjum NEI !
Ísleifur Gíslason, 12.1.2010 kl. 12:10
Þakka ykkur fyrir. Vonast til að sem flestir lesi og vellti málunum fyrir sér!
Ásthildur því miður get ég ekki veitt þér afnot af hausnum mínum þó ég feginn vildi.
ÁFRAM ÍSLAND, EKKERT Icesave, Við segjum NEI!
Guðni Karl Harðarson, 12.1.2010 kl. 12:33
Ekkert mál. kv. Ásthildur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.1.2010 kl. 14:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.