Það er nú það!

>Til að ná fram nægilegum hagvexti þarf fjárfesting í fjármunum og mannauði að aukast og framtak og nýsköpun sömuleiðis. Það verði aðeins gert með því að lækka skatta eða halda þeim að minnsta kosti óbreyttum frá því sem var fyrir hrun. Mikið óheillaspor sé að hækka skatta við núverandi aðstæður. Hvetja þurfi fjárfesta til að festa fé sitt í atvinnuvegunum og atvinnufært fólk til vinnu. Það verði ekki gert með því að hækka jaðarskatta á laun og gera fjárfestingu erfiðari með hærri sköttum.

Að fjárfesta í mannauð og framtak við nýsköpun. Hversvegna hefur maður svo mikið verið að tala um þetta undanfarna mánuði? Að vinnandi fólk eigi að taka sig saman og skapa atvinnutækifæri út um allt land.

Við eigum nóg af mannauðnum og fullt af auðlindum til þess skapa tækifærin! Ég hef ákveðið talað og skrifað um að tengja þarf atvinnuskapandi tækifæri og nýtingu mannauðs með því að skipta landinu niður í 5 svæði sem hvert hefði nokkra sjálfsstjórn.  "Okkar Ísland"!

Í stað þess að hækka skatta þá þarf meðfram því að lækka skatta og byrja á afgerandi aðgerðum í þessa veru! Nú kallar maður á almenning til að ákveða framtíð sína!

 


mbl.is Óráð að hækka skatta í kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Skattahækkanir ríkistjórnarinnar eru svívirðilegar, sérstaklega þar sem þær virka nánast allar til hækkunar lánskjaravísitölunnar og auka þar með á erfiðleika heimila og fyrirtækja.

ÁFRAM ÍSLAND, EKKERT Icesave, Við segjum NEI !

Ísleifur Gíslason, 12.1.2010 kl. 12:33

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Hjartanlega sammála þér Ísleifur! Og það er vítahringur sem þau gætu ekki losnað út úr að auka erfiðleika heimila og fyrirtækja. Ég skrifaði einu sinni um þennan vítahring sem stjórnmálamenn gætu lent í, á bloggi mínu. 

ÁFRAM ÍSLAND, EKKERT Icesave, Við segjum NEI !

Guðni Karl Harðarson, 12.1.2010 kl. 12:38

3 Smámynd: Anna Grétarsdóttir

BURT MEÐ STEINGRÍM OG JÓHÖNNU

Hversvegna er enginn undirskriftarsöfnun í gangi þar að lútandi ????

Anna Grétarsdóttir, 12.1.2010 kl. 12:51

4 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Já Anna hversvegna ætli að það sé ekki? Er ekki farið að nálgast að setja upp kosningaskrifstofu vegna neitunar á Icesave?

Gæti hugsanlega orðið síðan í framhaldinu?

Guðni Karl Harðarson, 12.1.2010 kl. 23:06

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Maðurinn sem Ísland þarf á að halda - fundinn. Alþjóðlegur sérfræðingur í skuldaskilum ríkja, tjáir sig um vanda Íslands, og er harðorður!

Ég er að tala um frábæra grein, Prófessors Sweder van Wijnbergen, við háskólann við Amsterdam, í NRC Handelsblad. Sá maður er einmitt, sérfræðingur í skuldaskilum ríkja. "Sweder van Wijnbergen - worked for 13 years at the World Bank, and was lead economist for Mexico and Central America during the negotiations on Mexican debt."

Svo þessi maður, veit allt sem vita þarf, um afleiðingar skuldakreppu! Hann þekkir þessi mál út og inn, fyrst hann var starfandi hjá Heimsbankanum, einmitt á þeim árum, er mörg lönd í 3. heiminum, gengu í gegnum fræga skuldakreppu

Sjá greinIceland needs international debt management

Þetta er að mínum dómi, merkilegasti einstaklingurinn sem tjáð sig hefur opinberlega um málið, og fullyrðing hans "A debt of three or four times GDP cannot be repaid, and therefore will not be repaid" - skal skoðast sem hreinn sannleikur máls, fyrst það kemur frá honum.

Prófill Sweder van Wijnbergen

Fáum þennann mann til landsins!!!

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.1.2010 kl. 12:15

6 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Þakka þér fyrir þetta Einar. Ég verð að skoða þetta og lesa vel

Í mínum huga hefur lengi verið ljóst að þjóðin mun aldrei geta borgað upp skuldir sem eru þrefalt eða fjórfalt GDP munu aldrei geta verið borgaðar af fullu. 

Það eru svo margar þjóðir sem eru í slæmri skuldastöðu. Því þarf alþjóðasamfélagið að taka sig saman og afskrifa stóran hluta skulda þessara ríkja í einum pakka þar sem nokkur ríki fengju afskriftir í einu. Það endar með einverju svona.

Ég er ekki búinn að lesa greinina en international debt management gæti að einhverju leit þítt einhveskonar afskriftir skulda meðfram öðrum aðgerðum.

Hinsvegar ættu ekki að vera þar nein skilyrði eins og að ganga í eitthvað samband eða eitthvað því líkt. Þjóðirnar eiga að hafa allan rétt sjálfar að velja sér sína framtíð og eigin uppbyggingu án afskipta erlendis frá.

Guðni Karl Harðarson, 14.1.2010 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband