Nú er tækifærið fyrir almenning!

Það besta sem kæmi fyrir Ísland væri að þjóðin gengi í það verk að endurreisa Ísland!

Áttið ykkur á því að við erum búin að losa okkur út úr hömlunum í bili. Þó að Icesave fari líklega síðar fyrir dómstóla. En ég er á þeirri skoðun að þjóðin sjálf eigi að mæta Bretum og Hollendingum en ekki ríkisstjórn. Því ef þjóðin gerir það; (með völdum umboðsmönnum) þá mun þjóðin eiga þess kost að halda áfram eftir sigurinn!Og ekki má gleyma því að talið hefur verið að aðeins séu 10% líkur á því að við töpum fyrir dómsstólum.

Aldrei hefur verið betra tækifæri en nú til að breyta landinu okkar. Því það er almenningur sem býr í þessu landi sem á að reisa landið og byggja upp afkomu sína til framtíðar.

Því er þessi þjóðaratkvæðagreiðsla líka prófmál og gæti leitt til góðra verka! 

Það þarf að nota tækifærið og fá fólk saman til að sína þennan vilja sinn í verki og um leið að tjá sig um að nú skuli fólkið í landinu taka sig saman til góðra verka. En án flokka!

Ég hef mikið talað um valddreifingu með skiptingu landsins og finnst að það sé eitthvað sem mætti athuga í framtíðinni!

Því þarf að losa sig við þessa stjórn eins og þá fyrri!

Viðbót:

Nú þarf indefence hópurinn (og almenningur) að taka sig til og kynna alþjóðum málsstað Íslands. Því eins og hefur komið fram í fréttum hafa mjög misvísandi fréttir um málið farið í erlenda fjölmiðla.

Næsta verk væri að senda réttar fréttir og yfirlýsingar út í heim! Fréttir þar sem meðal annars kæmi fram að við gætum hugsanlega mætt þessum þjóðum fyrir dómstólum. Því að góðar líkur séu á að við myndum vinna það mál!


mbl.is Segir stjórnina starfa áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Góður áfram ísland.

Sigurður Haraldsson, 5.1.2010 kl. 20:20

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Guðni Karl. Réttar fréttir út í heim já. Hvað með réttar fréttir til Íslendinga? Það hefur nú aldeilis valdið miklum vanda að hafa ekki réttan fréttaflutning á Íslandi. Það er ekkert nýtt að Íslendingar haga ser í samræmi við þennan kolranga fréttaflutning hérlendis, eðlilega.

Einokunin er alger og ósannindin eftir því nema hjá DV. Við þurfum að taka okkur saman öll sem viljum og mæta einu sinni í viku til að ræða málin eins og gert var á þjóðfundinum og víkka sjóndeildarhring hvers annars, þjóðin öll.

Ég er hvorki flokksbundin í pólitík eða trúmálum, en mér dettur í hug að nýta mætti safnaðarheimili landsins til að koma saman á svona rökræðu-fundi. Það ætti ekki að kosta neitt. Ætla að hugsa þetta og veit að þú hefur fullan hug á eins og ég að þjóðin haldi áfram að ræða saman. Nú þarf til dæmis fólk að ræða málin til að vita hvað því sjálfu raunverulega finnst áður en að þjóðaratkvæða-greiðslu kemur.  Mkv.Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.1.2010 kl. 22:11

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Já áfram Ísland Sigurður.

Guðni Karl Harðarson, 5.1.2010 kl. 23:28

4 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Anna Sigríður. Vissulega hefði átt að koma með réttar fréttir til íslendinga! Ég skrifaði um blekkingarnar í fréttaflutningi ríkisstjórnar í sumar (eða við fyrri samþykkt). Þar talaði ég tildæmis um blekkingar fjármálaráðherra sem sagði jú ekki alla söguna.

þú>Einokunin er alger og ósannindin eftir því nema hjá DV. Við þurfum að taka okkur saman öll sem viljum og mæta einu sinni í viku til að ræða málin eins og gert var á þjóðfundinum og víkka sjóndeildarhring hvers annars, þjóðin öll.

Ég er svo hjartanlega sammála þér! En það eru ýmsir hópar eins og af þjóðfundi, bloggarar, facebook-ar og þeir sem hafa verið að mæta á fundi hér og þar.

Þjóðin þarf að halda vinnunni áfram og mynda hópa. Þjóðin þarf sjálf að skipuleggja atkvæðagreiðsluna og hvernig við viljum haga henni! Því þetta munum við nota okkur til byrjuninnar á risa-stóru

Ég skora á okkur að fara af stað og boða til funda um þetta! Við gætum byrjað á að fá hvert okka eina manneskju til liðs við okkur að mæta á fundi!

Með góðri kveðju,

Guðni Karl

Guðni Karl Harðarson, 5.1.2010 kl. 23:37

5 Smámynd: Gunnar Freyr Rúnarsson

Ég held bara tryggð við núverandi ríkisstjórn þrátt fyrir allt eða eigum við kannski að fá framsókn/íhald aftur.  Leyfa þeim að moka flórinn eftir sjálfan sig.  Það væri réttast

Gunnar Freyr Rúnarsson, 6.1.2010 kl. 00:32

6 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Gunnar Freyr ég flokkaðist einu sinni þarna með en er ljúfsárt farinn á þá braut sem þjóðin sjálf þarf að velja sér til að losna við ofurvald flokka!

Þjóðin mokar sjálf best flórinn eftir á það sem á undan er gengið!
Gamlar góðar kveðjur til þín Langt síðan að við höfum sést og heyrst.

Guðni Karl

Guðni Karl Harðarson, 9.1.2010 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband