Færsluflokkur: Mannréttindi

Hversvegna var ekki farið í þetta fyrr?

Það verður jú að vanda öll vinnubrögð varðandi þetta því fólk ætti að geta lesið sér um málið nákvæmlega eins og það er!

Því hefði verið best að gera kynningarbækling um svona mikilvægt mál eins og Icesave. Sérstakan kynningarbækling sem væri fyrir alla og algjörlega ólitaður af áróðri stjórnvalda!

Það mætti spyrja sig hvernig svona kyningarefni takist til því ríkisstjórnin hefur jú notað sér aðstöðu sína með því að vera með sinn eigin áróður um málið úti í þjóðfélaginu. Sérstaklega Steingrímur. Sem mér finnst dálítið vera að misnota sér aðstöðu sína því talsmaður andstæðra skoðana í Icesave hefur ekki verið settur sem sérstakur aðili. Sem segir þó kannski allt því þeir sem hafa sterkari málstað þurfa ekki sífellt að vera að hamra á fólki að standa saman og neita þessum samningi, þessum lögum. Þó ýmsir aðilar hafi mælt á móti sem og með lögunum.

Mikið hefur Steingrímur fallið í áliti hjá mér. Ég hef orðið fyrir rosalegaum vonbrigðum með hann og finnst að hanna hafi hvað eftir annað komið með óábyrgar yfirlýsingar og jafnvel blekkingar.

 


mbl.is Enn leitað að kynningaraðila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave - reiknið dæmið!

Reiknið dæmið!:

Icesave ruglið

 

Bretland =  20.887 evrur fyrir hvern
innstæðueiganda hjá Landsbankanum í London.

alls: Samningur um lán að andvirði allt að £2.350.000.000

Holland = 20.887 evrur fyrir hvern
innstæðueiganda.

  alls: Samningur um lán að andvirði allt að £1.329.242.850

(tekið úr skjölum af Island.is)

Viðmiðun:

Britain 61.000.000 íbúar

     Þar af eru um það bil 20.000.000                

     skattgreiðendur, lauslega áætlað

 

Holland 16.600.000 íbúar ca. 

        Þar af eru um 5.500.000 

    skattgreiðendur, lauslega áætlað

 

Ísland

ca. 317.000 íbúar

þar af ca. 120.000 skattgreiðendur

 

Athugið að allar skattgreiðenda tölur eru lauslega áætlaðar en settar inn frekar í lægri kantinum.


Gott mál ef........

Mér finnst það í góðu lagi að málsstaður okkar íslendinga sé gerður alþjóð heyrinn kunnur. Ég kíkti því aðeins á þessa síðu og las textann.

Mér fannst vanta dálítið í textann. Það hefði mátt koma nánar um hvernig staðan í þessu máli er. Hinsvegar er linkur neðst á síðunni.

Síðan hefði mátt bera saman svona áhrif á litla þjóð eins og Ísland eða Breta og Hollendinga sem eru milljónir manna. Þar að segja talað er um að íslenska þjóðin sé 317.000 en ekki nefnt hvað margir Bretar eða Hollendingar eru.

En ekki ætla ég að vera að gagnrýna gott mál.


mbl.is „Björgum Íslendingum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða bull er þetta í manninum?

>Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands, segist skilja tilfinningar Íslendinga vel til Icesave-samkomulagsins en ríkið þurfi að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Bos segir í skriflegu svari til hollenska þingsins í gær að ríki geti ekki hlaupist á brott frá skuldbindingum sínum þrátt fyrir að það sé fjármálafyrirtæki í einkaeigu sem hafi valdið skuldbindingunum.

Hvernig er hægt að standa við einhverjar skuldbindingar sem eru ekki til? En út á það gengur þetta Icesave mál að búa það til að Ísland játist skuldbindingum fjármálafyrirtækis í einkaeigu.

Og út á það stendur meðal annars þessi þjóðaratkvæðagreiðsla hvort íslenskur almenningur eigi yfirleitt að játa það að taka á sig svona skuldbindingar fyrirtækis í einkaeigu. Í stað þess að ríkisstjórn ætli með ofurvaldi sínu og ofríki sínu ætli að taka það ráð almennings að hafa sjálfur allt um það að segja hvort og ef þá hvernig við klárum þetta mál. 

Að segja NEI við Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu er ekki bara að segja nei lögunum, heldur svo margt fleira. Tildæmis það að almenningur með neitun sinni vill hafa um það eittkvað að segja hvort og ef hvernig þessu máli öllu verði frágengið! ALMENNINGUR en ekki Ríkisstjórn. Einmitt afþví að Icesave hefur svo mikil áhrif á hvernig framtíð fólks verður og einmitt vegna þess einfalda réttlætismáls að almenningur á Íslandi eigi ekki að borga skuldir fjárglæframanna.

Neitun á lögunum er því líka að segja ríkisstjórn að almenningur vill á engan hátt að skuldir fjárglæframanna lendi á almenningi í hvaða formi sem þær eru! Hvort sem það eru álögur með auknum sköttum eða öðrum álögum á fólksins í landinu.

Icesave er því prófmál um margt! Eins og líka svo nefnt sé hitt sem ég hef áður nefnt sem er ofríki og yfirgangur yfir vinnandi almenning í landinu. Að ætla sér með frekju að velja fyrir almenning um þetta mál.

Icesave er því líka prófmál um aðrar álagningar vegna fjármálaóráðsíu fjárglæframanna. Með að segja nei við Icesave er því fólk að sína fram á það fyrir alvöru að það vill ekki að aðgerðir þessara manna lendi á því!

 


mbl.is Bos: Ekki hægt að hlaupast á brott
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvert í hoppandi!

>hafi verið áframhaldandi vangaveltur um það á hvaða nótum eigi að fara í þessar viðræður.

Ef á þessum fundi hafi bara komið fram vangaveltur þá er ég ekki hissa að ekkert hafi komið út úr þeim hingað til. Mikill tími fer annars í svona vangaveltur. Er ekki hægt að ræða saman á öðrum nótum en að kúra sig svona saman?

Erum nú að velta vöngum,

og vera saman krúsídúll,

fullt af þessum fundum löngum,

en förum heim svo djúsífull.

 **********

Hugsið ykkur hverning málin væru rædd ef það væri engin stjórnarandstaða, heldur kosinn almenningur sem myndi kjósa um niðurstöður. Og án þess að andstæðingar væru með einhver leyndarmál sín á milli!

 

 


mbl.is Langur en rýr fundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn um Icesave or not?

Sá Steingrím í Sjónvarpinu segja að betra sé að drekka eitur en drepast úr þorsta.

Mikið hefur verið skrifað um þetta Icesave mál allt saman. Ég vonast til að eftir neitun á Icesave muni þjóðin taka sig til og henda þessu máli út af borðinu. Eins og svo margir hafa sagt að við eigum ekki að borga þetta.

Og einnig sem kemur svo greinilega fram í tilskipunarákvæði Evrópubandalagsins 94/19/EC sem sýnir og sannar sakleysi íslenska ríkisins. Ég legg til að fólk taki sig til og lesi tilskipunina!

Nú þarf þjóðin og almenningur í landinu að taka sig til og losna við ofríki og ofurvald stjórnmalamanna. Þeir hafa sýnt það og sannað að þeir eru vanhæfir til að stjórna landinu. Sama í hvaða flokki þeir koma.

Búum til Nýtt Ísland! "Okkar Ísland" fólksins í landinu.

 

 


Hvernig væri staðan ef?

Hugsið ykkur að ef við hefðum sleppt þessum tengslum og láni frá AGS en í stað þess gengið strax í byrjun við að byggja upp þjóðina með þátttöku hins vinnandi íslendings í nýrri atvinnusköpun út um allt land. Að við hefðum frestað þessu máli og/eða tekið á því þannig með réttlætis sjónarmiðið að almenningur á Íslandi ætti ekki að borga fyrir skuldir fjárglæframanna!

Ég er að segja að það hefur alltof mikill tími í það að tengja landið við erlenda peningamenn í stað þess að treysta almenningi í landinu. Hver væri þá staðan nú?

Burt með þetta IMF lið. Við íslendingar þurfum ekkert að vera hræddir við alþjóðasamfélagið þó við náum réttlætinu fram að ganga. Þvert á móti mun alþjóðasamfélgið bera virðingu fyrir litla Íslandi í framtíðinni! Að almenningur á Íslandi skuli hafa afneitað ofríki erlenda peningavaldsins og náð réttlætinu fram sjálfir.

Efnahagssáætlun Íslands á alveg að vera óháð þessum alþjóðagjaldeyrissjóði. Í fjármálakreppu eins og þessari ættu skuldir þeirra þjóða sem skulda mest að vera felldar niður og afskrifaðar að hluta. Því fyrr sem það er alveg ljóst hvað við þurfum að borga og hvaða lán við getum sleppt að taka og hvenær við eigum að borga eftirstöðvarnar. Því fyrr getum við fyrir alvöru hafið þau verka að rétta landið við með þátttöku almennings í landinu.

,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,

Hugsið ykkur að síðan eru þeir aðilar sem settu Landsbankann á hausinn í London skuli svo vera að vinna í sama banka á lítið lægri ofurlaunum en þeir voru með. 

Það er ótrúleg staða að það skuli ekki hafa verið tekið betur á þessum málum en þetta.

,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,

Fyrir nokkrum árum dreymdi mig draum um að það voru nokkrir krossar reystir á Torginu við Lækjargötu og nokkrir menn hjengu á þeim. Eins og þeir væru fólki til viðvörunar. Ég segi þetta bara svona því það þarf fyrir alvöru að taka á þessum málum!

 


mbl.is Stuðningur alþjóðasamfélagsins nauðsynlegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er nú það!

>Til að ná fram nægilegum hagvexti þarf fjárfesting í fjármunum og mannauði að aukast og framtak og nýsköpun sömuleiðis. Það verði aðeins gert með því að lækka skatta eða halda þeim að minnsta kosti óbreyttum frá því sem var fyrir hrun. Mikið óheillaspor sé að hækka skatta við núverandi aðstæður. Hvetja þurfi fjárfesta til að festa fé sitt í atvinnuvegunum og atvinnufært fólk til vinnu. Það verði ekki gert með því að hækka jaðarskatta á laun og gera fjárfestingu erfiðari með hærri sköttum.

Að fjárfesta í mannauð og framtak við nýsköpun. Hversvegna hefur maður svo mikið verið að tala um þetta undanfarna mánuði? Að vinnandi fólk eigi að taka sig saman og skapa atvinnutækifæri út um allt land.

Við eigum nóg af mannauðnum og fullt af auðlindum til þess skapa tækifærin! Ég hef ákveðið talað og skrifað um að tengja þarf atvinnuskapandi tækifæri og nýtingu mannauðs með því að skipta landinu niður í 5 svæði sem hvert hefði nokkra sjálfsstjórn.  "Okkar Ísland"!

Í stað þess að hækka skatta þá þarf meðfram því að lækka skatta og byrja á afgerandi aðgerðum í þessa veru! Nú kallar maður á almenning til að ákveða framtíð sína!

 


mbl.is Óráð að hækka skatta í kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofríki ríkisstjórnar og fleira

Velta mætti fyrir sér hversvegna ég hafi birt áskorun á ríkisstjórn 5 sinnum á bloggi mínu. Hver var eiginlega tilgangurinn með þeirri færslu?

Áskorun til ríkisstjórnar Íslands um að segja af sér ef almenningur á Íslandi neiti Icesave lögunum í þjóðaratkvæðagreiðlsu.

Ég ákvað á sínum tíma að helga lífi mínu þeim tilgangi að reyna hvað ég gæti að læra skilin á réttu og röngu. Síðan að læra að notfæra mér þann skilning sem ég hefði öðlast í lífinu og gera hvað ég gæti til að miðla honum á ýmsan hátt. Því á ég mjög bágt með að þola ofríki og yfirgang. Og finnst ég verði að tjá mig um slíka gjörninga.

Nú er svo að flokkar lofuðu öllu fögru fyrir síðustu kosningar að nú ætti að nálgast almenning betur. Meðal annars með því að lofa því að almenningur fengi að velja sjálfur um mikilvægustu mál í þjóðaratkvæðagreiðslum. Sérstaklega var það eitt af loforðum flokka ríkisstjórnar. Átti nú að sefja kröfur almennings með loforðum. En annað kom á daginn.

Nú er svo augljóst búið að svíkja þau loforð sem þessir flokkar lofuðu. Ríkisstjórnin neitaði á alþingi, almenningi á Íslandi að velja um Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Á vissan hátt er hægt að segja að flokkar hafi málað sjálfa sig út í horn með Icesave málinu. Upp var komin sú staða að flokkar sýndu ofríki sitt og yfirgang svo um munar gagnvart almenningi á Íslandi.

Á mánuðunum fyrir hrun og amk. fram að búsáhaldabyltingu var ég einn af mörgum sem bloggaði eins oft og ég gat um að það þyrfti að koma þáverandi ríkisstjórn frá. Þar á meðal bloggaði ég um mögulega byltingu og sendi líka ríkisstjórn bæði bréf og email um málið. Á vissan hátt var hægt að segja að blogg okkar margra var komið út í einskonar plott. En þó að ný ríkisstjórn tæki við völdum hafði ég alltaf þá skoðun að plotta þyrfti áfram og vera þolinmóður í því. Það kæmu örugglega upp þærð aðstæður sem sýndu ofríki og ofurvald ríkisstjórnar. Það samt alveg ljóst að slíkt hið sama mun gerast ef aðrir flokkar komast í stjórn þegar að þessi fer frá! Í minum huga hef ég því alltaf verið að plotta undanfarna mánuði.

Við fyrri samþykkt á Icesave í haust sendi ég Forseta vorum bréf þar sem ég hvatti hann til að neita að samþykkja Icesave. Slíkt gerðu og örugglega margir andstæðingar þessara laga! Í kringum 17.000 manns þá ef ég man rétt. Í fyrra skiptið svaraði hann því máli eins og við þekkjum og höfum lesið. Í þetta skiptið eiginlega varð hann að standa með almenningi í landinu því andstaðan við lögin voru svo mikil og afgerandi að ekki var hægt annað en að gef fólki tækfæri á að samþykkja eða neita þessum lögum í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Vissulega sendi ég Forseta allt skjalið mitt sem ég hef kallað: "Okkar Ísland". Þar að segja næst síðasta útgáfu þess. Ég gat þess í bréfi mín til hans að næst væri hreinlega komið að því að gefa fólkinu á Íslandi tækifæri til að velja sínar eigin leiðir. Einmitt vegna þeirra aðstæðna sem komnar voru upp í þjóðfélaginu. Bréf mitt var nokkuð ýtarlegt.

Nú er svo komið að við Íslendingar verðum hreinlega að velja okkur nýjar leiðir því að við erum alltaf að verða fyrir meiri og meiri vonbrigðum með stjórnvöld og stjórnmálmenn eins og þeirra gjörðir sína okkur svo oft og mikið. Það skal gera allt sem þau vilja og líkar. Sama hvað almenningur vill. Og jafnvel hluti þess fólks sem kaus þau til verka.

Ég verð oft var við það á bloggum fólks og í tali þess úti í þjóðfélaginu (ég vinn á mjög fjölmennum vinnustað og þekki fullt af fólki) að það spyr bara: Er þá eitthvað betra sem tæki við? Eigum við að fá aftur sömu flokka sem varð hrunsins valdandi? Og svo framvegis. Málið er að við þurfum þess ekki! Við getum alveg tekið málin í okkar hendur ef við stöndum saman gegn þeim öflum sem vill halda í þessi hruna og yfirgangs gildi sem hafa verið við líði úti í þjóðfélaginu undanfarin ár! Það þarf að gefa fólkinu tækifæri til að sína getu til þess að stjórna sjálft! Öðruvísi vitum við ekki hvort það er yfirleitt hægt að velja nýja leið fyrir Ísland!

Það er einfaldlega komið að okkur almenningi á Íslandi að velja okkur eitthvað nýtt til stjórnunar. Eitthvað sem stendur ekki fyrir ofríki eða ofurvalds. Ekki fyrir peningavöldum né auragræðgi. Við viljum langflest okkar losna við þau öfl og við verðum að standa saman í að búa Íslandi nýja framtíð án slíkra afla. Ef ekki, þá munum við búa við sömu vandamálin um ókomna framtíð.

Nú er tækifærið að velja okkur sjálf okkar framtíð! Ég segi tvímælalaust nei við Icesave lögunum! Ekki bara vegna þess að ég er að neita lögunum heldur og líka vegna þess að ég sé þessar kosningar sem stórkostlegt tækifæri fyrir okkur almenning í landinu til að hafa mikil áhrif á gang mála sjálf. Ég er sannfærður um að við getum gert mikið betur en ríkisstjórn. Sama hver hún væri. Í mínum huga eru þessar kosningar líka til að afneita ofríki og ofurvalds!

 

 


Svo virðist vera

Svo virðist greinilega vera að aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sé alls engin trygging fyrir því að Ísland geti rétt sig út úr vandanum!

Á listanum í fréttinni eru nefnd þrjú lönd (með Íslandi) sem hafa þegið hjálp hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum en eiga samt í mjög miklum skulda vanda. Hvað eru þau þó mörg?

 *****

Ríkisstjórnin mun hafa samband við vini sína hvar sem þau geta. Bæði hérlendis og erlendis. Það eru jú nokkuð margir vinir sem eru skoðanabræður þeirra varðandi ESB og þessi fjármagnsmál. Þau munu gera allt hvað þau geta til að spila inn á það að við verðum að borga Icesave annars getum við ekki rétt okkur við út úr skuldavandanum. Við munum sjá fullt af svipuðum fréttum á næstunni..............

Við verðum að vera vakandi gegn þessum áróðri og við verðum að kunna að lesa í blekkingarnar og fullyrðingarnar.

Það er ekkert sem segir að við munum standa eitthvað ver ef við losnum undan þessu oki og yfirgangi.

Svo, verum vakandi gagnvart áróður fréttum sem þessum og göngum í það eftir getu að hrekja þessar fullyrðingar!

 


mbl.is Þrjú lönd talin verst stödd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband