Færsluflokkur: Mannréttindi

Hundrað sinnum ef það væri hægt!

Jæja, jæja. Nú var ég fyrir um rétt um klukkan 17.00 að kjósa í utankjörstaðakosningu vegna Icesave lagana.

Ég er annars að hugsa um að mæta daglega fram að aðal kosningadaginn og kjósa. Þið vitið jú að það er löglegt en aðeins síðasta kosning er sú sem á endanum gildir. Hver veit hvað ég geri?

Mikil er annars valdasýki þeirra sem vilja koma í veg fyrir að almenningur á Íslandi fái að tjá sig um þetta mál.


Baráttan um Ísland að hefjast fyrir alvöru!

Nú fer að líða að uppgjöri peningaaflanna gagnvart hinum venjulega vinnandi íslendingi. Óhjákvæmilegt uppgjör er að hefjast!
 
Áfram Ísland
 
og almenningur.
 
Byggjum upp nýtt Ísland!

Hvað eru stjórnvöld ekki að skilja?

Hvað er eiginlega að gerast? Er komin upp óeining í stjórnarliðinu?

Ég bara spyr! Hvernig eigum við almenningur að lesa í öll innlegg í þessa umræðu? Þetta er allt saman orðið eitt endalaust rugl. 

Í næsta bloggi mínu á undan þessu kem ég dálítið inn á hvað geris ef nýjir samningar verði samþykktir fyrir lög til Forseta? 

Myndi ekki gerast það sama hvort sem við fáum þjóðaratkvæðagreiðslu eða ekki? Ég bara spyr?

Hvernig er orðið hægt að taka réttinn frá þjóðinni? Sama hvað gerist! Sama um öll innlegg í umræðuna. Sama hversu vitlaus þau eru! 

Allir samningar. Hvort sem eru núverandi Lög eða ný Lög hljóta að verða bornir undir þjóðina! Vegna mjög sterkrar andstöðu hennar og alltaf bætist við í andstöðuna!

Hvað eru stjórnvöld ekki að skilja? Að sama hvað gerist þá losna þau ekki undan ákvörðun þjóðarinnar því andstaðan verður alltaf meiri!

Lesið betur í þetta! Í nýjum samningaviðræðum ætla þau sér að viðurkenna skuldbindingar ríkisins. Það eitt og sér þýðir að þau ætla sér ekki að leyfa þjóðaratkvæðagreiðsluna. Nema að þau séu svo vitlaus að skilja það ekki!

 


mbl.is „Makalaust innlegg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru íslensk stjórnvöld orðin snarbrjáluð?

Mér er bara spurn! Eða er þetta Icesave mál allt bara hreint plott peningaaflanna? Hvað er verið að undirbúa? Og búið að setja upp óeirðagirðingu kringum Alþingishúsið?

Hvað er í gangi? 

Á forsíðu Fréttablaðsins í dag er grein um Icesave þar sem segir: 

"Formlegar viðræðu hefjast eftir helgina. "

"Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins viðurkennir Ísland greiðsluskyldu lágmarksfjárhæðar innistæðutryggingakerfis EES en hún nemur rúmlega 20 þúsund evrum á reikning".

Á að þvinga þetta yfir okkur almenning í landinu hvað sem það kostar? Sama þó mikill meirihluti fólks sé á móti núverandi lögum?

Hvað með þjóðaratkvæðagreiðsluna?

Förum yfir málin:

Ef íslendingar

1. fara í viðræður upp á nýtt (án þjóðaratkv.gr)

2. nýr samningur verður til

3. sá samningur ræddur á alþingi í tvo mánuði þangað til að ný lög verða til

4. nýju lögin fara til Forseta

5. yfir 100.000 íslendingar mæt þá við Bessastaði til að mótmæla.

Hvað gerist þá ef Forseti samþykkir nýju samningana? Bylting?

Hefur þetta lið þarna á þingi hugsað þessi mál öll til enda? Í alvöru talað! Þetta býður upp á það að nú láti fólk verða af því að framkvæma Byltingu. Þá duga ekki óeirðagirðingar við Alþingishúsið!

Er ríkisstjórnin tilbúin að takast á við það að blóðug átök fari af stað? Eru þau sátt við að hafa slíkt á samviskunni?

Ég sé fyrir mér algjöra endurnýjun á öllu ferlinu ef þau ætla sér fyrir alvöru að neita fólki um þjóðaratkvæðagreiðsluna! Og nú hafa þau eins hljótt og þau geta um það mál...........

Vitið þið hvað þið eruð að fara að setja í gang?

 

 


mbl.is Ósamið um öll lykilatriði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SIÐbótarferð

Siðbót er félagsskapur sem er til á Facebook. Einnig halda félagar Siðbótar reglulega vikufundi þar sem félagar geta komið til að hittast í Kaffi og til léttra samræðna.

Samtökin Siðbót afhentu lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu „kúlulánasiðbót með alvæpni“ í gær. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn tók við poka með „seðlum“ og trésleifum úr hendi Helgu Bjarkar Grétudóttur.

Í gær skipulagði Siðbót sérstaka Siðbótarferð með strætó nr. 15 og fóru nokkrir félagar hópsins með vagninum í gegnum alla leið strætisvagnsins frá Hlemm upp í Mosfellsbæ og til baka. Þaðan síðan í Vesturbæinn og til baka á Hlemm. Athöfnin var liður í siðbótarleiðangri og um leið var kynnt almanak Siðbótar 2010-2011. Siðbót notar gömlu mánaðaheitin og miðar upphaf ársins við fall Oslóartrésins á Austurvelli 22. janúar á síðasta ári.

Tilgangur ferðarinnar var að kynna Almanak Siðbótar sem er vandað Almanak gormað niður og prentað á vandaðan pappír. Í Almanakinu eru prentaðar myndir sem vor teknar hér og þar við mótmæli. Þó að mestu leiti við Austurvöll. Einnig eru á Almanakinu allskonar skemmitlegar tilvitnanir. Siðbót kynnti Almanakið í vagninum, tók líka fólk tali og hengdi síðan upp stórar Ljósmyndir (stækkaðar myndir sem eru þær sömu og í Almanakinu) á glugga vagnsins. Hægt er að nálgast Almanakið frítt á netinu. En þá má prenta út Almanakið á heimilisprentara.

Hér eru nokkrar myndir sem ég tók í þessari ferð.

sbferd1.jpg sbferd2.jpg sibferd3.jpg 

sibferd4.jpg






















sibferd5.jpg sibferd6.jpg











sibferd7.jpgsibferd8.jpg

 

 

 


Ef almenningur fær ekki að kjósa þá Borgarastyrjöld?

Það sýnir bara enn meiri óvirðingu, hroka og yfirgang yfir almenningi að ætla sér að eða láta sér detta í hug að taka réttinn af okkur að fá að kjósa um Icesave lögin.

Engvar viðræður við Breta og Hollendinga ættu að fara fram fyrr en eftir að þjóðin hefur valið um NEI eða já í Þjóðaratkvæðagreiðslunni!

Úr 26 grein stjórnarskrárnar

"Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu".

Síðan er það líka algjör óvirðing að hafa yifr höfuð farið í einhverjar viðræður um málið við Breta og Hollendinga áður en að þjóðaratkvæðagreiðslan væri kláruð.

Það réttasta hefði auðvitað verið að ekkert hefði verið rætt um þetta mál af einum einasta alþingismanni áður en að þjóðaratkvæðagreiðslan hefði farið fram. 

Ef almenningur fær ekki að kjósa um Icesave eru þessir möguleikar um framhaldið:

1. Þeir sem hafa verið að tjá sig á opinberum vettfangi, tildæmis eins og í fréttablöð erlendis muni ákveðið tjá sig um yfirgang og óvirðingu stjórnmálamanna gagnvart almenningi á Íslandi. Eins og að nefna allar útskýringar um þetta mál.

2. Fyrir þá sem ekki gera sér grein fyrir því þá jaðrar Ísland á barmi Borgarastyrjaldar. Ef ákvörðun alþingismanna og ríkisstjórnar yrði á þann veg að almenningur fengi ekki að kjósa um Icesave þá mun það hreinlega fylla mælirinn og miklar líkur yrði á að Borgarastyrjöld brytist út.

 


mbl.is Vill kjósa um Icesave þótt nýr samningur verði gerður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétturinn til að kjósa?

Ef réttur almennings verður tekinn af að fá að kjósa um Icesave þá verður allt vitlaust hér á landi og ég er nær fullviss að þá verði hreinlega bylting. 

Forsetinn gaf okkur þennan rétt. Hann verður ekki tekinn af okkur! Því munu engvar samningarviðræður geta hafist fyrr en að þjóðin hefur ákveðið um núverandi lög Iceave.

Þetta mál allt saman er til vansa fyrir íslenska stjórnmálamenn. Það er ömurlegt að hægt sé fyrir tvær erlendar stórþjóðir að setja á byrgðar á alla íslensku þjóðina. Það er ömurlegt að íslenskir stjórnmálamenn séu svo vanhæfir að geta ekki varið íslenskan almenning sem tók ekki þátt í þessum bankagjörningi!

Íslenskir stjórnmálamenn hafa ekki varið almenning í þessu máli. Því skal almenningur fá tækifæri til að verja sjálfan sig! Það er ekki hægt að taka þennan rétt af almenningi!

*******

Smávegis annað um þetta:

1. Íslenskur banki með ótrúlega loforða vexti fer á hausinn erlendis í London og Amsterdam

2. Bretar setja hryðjuverkalög á Ísland

3. Bretar borga innistæðueigendum og Hollendingar að hluta án þess að gengið hafi verið frá samningum við Ísland um það á undan

4. Memorandum of understanding  Að loknum uppbyggilegum viðræðum hafa hollensk og íslensk stjórnvöld náð samkomulagi um lausn mála hollenskra eigenda innstæðna á IceSave-reikningum Landsbankans.
Fjármálaráðherra Hollands, Wouter.J. Bos, og fjármálaráðherra Íslands, Árni M. Mathiesen tilkynntu þetta.

5. Samninganefnd fer í að gera samninga og kemur til baka með samninga sem ríkisstjórn Íslands samþykkir með sérstökum fyrirvörum sem Bretar og Hollendingar samþykktu ekki!

Athugið sérstaklega að þá að samninganefnd hafi komið til baka með samninga þá þurfa þeir samningar að verða samþykktir sem Lög á Íslandi sem Forseti samþykkir (og gerði). Málið er að Bretar og Hollendingar samþykktu ekki þessa samninga því þeir samþykktu ekki fyrirvarana!

6. Alþingi gengur þá í að búa til nýja samninga (þar sem nær öllum fyrirvörum var sleppt?!) því í reynd voru engvir samningar til (ath. að ef málið hefði verið klárt þá hefði ekki verið gengið í að gera nýjan samning og framhalds umræður á alþingi). (ath. líka að Forseti Íslands samþykkti fyrri- samning með fyrirvörunum og sennilega líka vegna fyrirvarana) Hvenær sem er í þessu ferli hafði íslenska ríkisstjórnin tækifæri til að breyta þessum samningi því var verið að ræða um málið á alþíngi.

7. Nú samþykkir Forseti ekki þau Lög sem alþingi og ríkisstjórn býr til og gefur þjóðinni tækifæri um að kjósa um málið.

*****

Þeir eru margir til sem segja að við eigum að standa við okkar skuldbindingar. Ég spyr á móti: Hvernig eiga þessar þjóðir að geta þvingað fram skuldbindingar með a. setja hryðjuverkalög b. borga innistæðueigendum án þess að samningar hafi verið kláraðir áður c. neita að samþykkja okkar lög (fyrirvaranir)

1. Hverjar eru þá skuldbindingarnar þegar að bakgrunnurinn var byggður af óheiðarleika og ókláruðum málum?

2. Eru einhver Lög sem eru samþykkt?

3. Voru skuldbindingar ekki háðar því að Lög væru til frá Alþingi um málið?

4. Eru ekki íslendingar ekki einmitt nú að velja um hvort það séu einhverjar skuldbindingar því engin samþykkt Lög eru til um málið?

Veltið þessu fyrir ykkur!

 


mbl.is Kröfðust pólitískra sátta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ha, ha, ha

>Reifaður hefur verið sá möguleiki við framsóknarmenn að þeir komi inn í stjórnina.

Já þetta er svo sannarlega mjög reifarakennt allt saman. Næst sjáum við svo VG spjalla við Sj...

Ég held að þetta lið ætti allt saman að hvíla sig og leyfa almenningi að velja sér sína eigin framtíð! Fullt af fólki er að bætast við þá sem sjá í gegnum þetta lið og sjá að aldrei mun þjóðin verða rétt neitt við með nema með miklum breytingum!

Nýtt kerfi er það sem koma skal! Kerfi sem væri án allra flokka. Til þess undirbúnings þarf almenningur að velja sér og kjósa fólk sem hægt væri að treysta til þess starfa af: *VIRÐINGU *HEIÐARLEIK og *RÉTTLÆTI!

 Því er löngu orðið ljóst að hvergi muni nein þjóðstjórn gera neitt frekar en hinir. Áttum okkur á að ný stjórn mun í reynd ekkert betur geta tekið á öllum vanda því þeir verða fastir í viðjum klifja úrelts kerfis.

Neiðarstórn almennings á Íslandi er því eina raunhæfa í stöðunni. Til að undirbúa nýtt kerfi og nýtt Ísland.

 


mbl.is Biðla til Framsóknarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugleiðing um visku og sköpun

Að fara á Markþjálfafundinn Lausnir, vakti mig til umhugsunar um margt. Eins og tildæmis að hugsa til hvaða  drauma og væntingar ég sjálfur hef til mín og minnar fjölskyldu. Það hjálpaði mér líka til að vekja mig til umhugsunar um þau mál sem eru mér svo hugleikin. Þau mál sem mér finnst ég verða að miðla á einhvern hátt út frá mér og yfir til fólks úti í þjóðfélaginu.

Þó að líf mitt sem einstaklings hafi gengið mikið út á að koma í lag þeim vandamálum sem hafa komið upp í því þá eru svo mörg mál mér hugleikin. Ég á mér marga drauma. Sumir þeirra hafa þegar orðið nokkuð að veruleika. Eins og tildæmis sá draumur að geta tekið Ljósmyndir úti í Náttúrunni og miðla þeim myndum út til þeirra sem gætu haft áhuga á að skoða. Og það þrátt fyrir að vera fatlaður og ganga í sérsmíðuðum skóm.

Einn af aðal draumum mínum hefur verið (og er alltaf) að öðlast skilning á lífinu. Að öðlast eins mikla visku og ég get og síðan geta miðlað þeirri visku út í þjóðfélagið til annars fólks eins og ég get. Því hef ég alltaf haft eina risastóra spurningu í huga mér sem er: Hver sé tilgangur lífsins?

Þessi risa spurning hefur gengið í gegnum allt líf mitt! Ég hef líklega fengið að hluta til svar við þeirri spurningu en mér finnst þó að það dugi ekki heil mannsævi til að öðlast fullan skilning á öllu lífinu. Til þess þyrfti að vera ofurmenni eða eins og einhver eining sem veit allt og getur allt. Eins og tildæmis Guð sjálfur, ef hann sem vera er einhver/eitthvað sem þú sem lest þetta getur haft trú á að sé til. En það er auðvitað þitt eigið val.

Það er svo ótalmargt sem ég gæti skrifað hérna í þennan pistil minn. En ég kem því ekki inn hérna því það tekur svo mikinn tíma.

En þá kem ég aftur að spurningunni hver sé tilgangur Lífsins? Það er mín skoðun að grunnþáttur hans sé tjáning. Það fyrsta sem við gerum þegar að við fæðumst er að draga andann. En þá notar þú þitt fyrsta skilningarvit. Svo út frá okkar tjáningum notum við okkar öll skilningarvit til að skapa. 

Því hefur mitt líf gengið mikið út á þetta að nota þessa tjáningu minna skilningarvita til að skapa. Það er svo margt hægt að skapa. Það er svo margt hægt að gera í lífinu. Það er svo margt sem við getum gert ef viljinn er fyrir hendi. Tildæmis að syngja, skapa orð, mála myndir, lesa orð upphátt, tjá þig útá við svo fátt eitt sé nefnt. En samkvæmt skilningi mínum er allt sem ég geri tjáning yfir í þessa sköpun. Hvort sem hún er stór eða smá. En ég hneigist til þess að stækka sköpun mína, gera hana stærri og meiri. Því ég sá allt sem ég geri hefur áhrif á bæði mig og umhverfi mitt. Eitthvað sem byrjar smátt verður stærra og vindur upp á sig.

Það er svo ótalmargt sem ég get orðið gert sjálfur. Eins og tildæmis að taka myndir, syngja með ágætis söngrödd, lesa vel og vandlega upp, skrifa niður hugsanir mínar, mála ef ég vill myndir. Ég get tekið til ótal meiri hluti. 

Eins og ég sé málin er ekki neitt sem hver og einn gæti ekki gert. Bara ef hugur hans stendur fast til þess þá kemur einhverntíman að þeim tímapunkti að þú munt geta skapað þann þátt sem þú hefur áhuga á. Ég nefni tildæmis þá sem er sagt að hafi ekki söngrödd og geta alls ekki sungið. Þá þarf sá einstaklingur að þjálfa með sér að nota skilningarvitin til að: 1. hlusta á aðra syngja því oft er ekki þess samtenging í hljóð til í þeirra heila sem geta ekki sungið. Tildæmis ef sú manneskja syngur eitt lítið lag þá finnst henni hún vera að syngja það rétt en þeir sem heyra finnst allt sem það heyrir sé úr samhengi við lagið og algjörlega úr takti. 2. að æfa allskonar hljóð. Löng og stut hljóð, einn staf eða marga og vera oft að því. Þegar að þú finnst þér vera tilbúinn þá má síðan leita til raddþjálfara. En þegar er að búið er að raddþjálfa þá gæti verið komið upp einhver sérstök rödd sem getur alveg verið góð og fögur að hlusta á.

Það sem ég er að segja er að fólk þarf að setja sér markmið á að gera eitthvað. Lífið gengur út á að setja sér markmið með tjáningu sinnar til sköpunar sem gæti síðan orðið miklu stærri og viðameiri. Inn í þetta spilar síðan mikið hvað manneskjan vill fá fyrir sína sköpun. Eins og tildæmis hvort það sé mjög mikilvægt að fá mikla peninga fyrir þá sköpun? En í mínum huga er ánægjan af að geta veitt og miðlað sköpun minni út á við til fólks miklu mikilvægari en að fá peninga fyrir það! Ef aðrir eru ánægðir og njóta þess sem ég miðla þá er ég ánægður.

Ég sem svona rosalega leitandi einstaklingur hef orðið svo var við margt í lífi mínu. Bæði sem snýr að mér og mínu lífi eins og og það sem er svo augljóst út í þjóðfélaginu. Varðandi sjálfan mig þá hefur svo margt komið fyrir í lífi mínu sem hefur vakið mig til umhugsunar. Líka mikið og mjög dularfullir hlutir. Margir hverjir mjög sérstakir og mjög einkennilegir. Atburðir sem eru svo erfitt að segja fólki frá því að svo margir einstaklingar eru svo ótrúir á það yfirnáttúrulega og dularfulla. Eins og tildæmis þeir sem hafa aldrei orðið var við neitt slíkt sjálfir. Því er svo margt sem hefur komið fyrir mig sem ég mun sennilega aldrei geta sagt fólki frá nema þá helst inni í minni fjölskyldu.

Strax þegar að ég var unglingur varð mér augljóst að þessi peningahyggja í þjóðfélaginu myndi aldrei geta gengið. Ég sagði mörgum frá þeirri skoðun minni en margir þeirra trúðu mér ekki. Kannski hafði ég eitthvað á bak við mig sem gerði mig staðfastan í þeirri trú minni að það þjóðfélag sem var þá að verða til hér á Íslandi myndi aldrei geta gengið til lengdar! Kannski varð það mín viska? Eða kannski eitthvað yfirnáttúrulegt sem ég segi engum frá? Hver veit?

Flest okkar eigum við okkur drauma og væntingar til að þeir verði að veruleika. Allt sem við gerum hefur áhrif á þjóðfélag okkar. Það byrjar smátt en stækkar svo og vindur upp á sig. Þannig getur þinn eða minn draumur geta haft áhrif á líf okkra margra. Við getum nefnt eitt lítið dæmi eins og það að skrifa litla bók þar sem nefnd eru atriði sem mér (eða þér) finnst vera mjög áhugaverð. Svo áhugaverða að ég nefni það og segi frá þeim í viðtölum og samskiptum mínum við annað fólk. Það sama á við þjóðfélagið í heild sinni. Það sem ég geri og allir gera í þjófélaginu hefur áhrif á líf annara jafnt sem og okkar eigin líf. Því er svo mikilvægt að við sjálf tökum okkar höndum saman að mynda okkar þjóðfélag í framtíðinni. 

En hvernig á að bregðast við þegar að einstaklingar hafa ráðist svona að gölluðum stoðum þjóðfélags þess sem beið upp á það? Þar sem nánast allt leyfðist? Eigum við að reyna að laga það þjóðfélag sem við búum í? Verður þá eitthvað til sem okkur nýtist til lífs okkar inn í framtíðina? Kannski eitthvað pínulítið? En við náum einhverju fram sem við viljum? Búum við ekki alltaf við það sama gallaða þjóðfélag sem við höfum gert í gegnum árin? Er ekki erfitt að laga gallana í gallanum?

Eða ert þú kannski einn af þeim sem hefur þá visku að vilja þér og þínum framgang til sköpunar í lífinu sem og öðrum manneskjum?

Ég hef þá staðföstu trú að við sem manneskjur getum komið okkur sjálf til góðra verka til að skapa okkur mannúðlega og bjarta framtíð. Nýja framtíð fyrir Ísland! Eitthvað sem við öll eigum að geta notið!

Því eigum við sjálf að búa okkur til okkar eigin framtíð sjálfir! Við íslendingar sem búum í þessu landi.  Rökin eru með fólkinu að velja sér sína eigin framtíð!

 

 

 

 

 

 


Hér eru 4 myndir af fundinum: LAUSNIR

Hér eru 4 myndir sem ég tók á óbeinum framhaldsfundi af Þjóðfundi. Fundurinn var haldinn í gærdag í Smáranum, Íþrótthúsi Breiðabliks.

Á fundinn voru mættir á bilinu 30 til 40 manns til að ræða Markmið okkar sem einstaklingsins og hvernig við getum tengt það inn í þjóðina.

 

Lausnir 1

 

 

 

 

 

 

 

  Mynd 1: tekin í byrjun fundar

Hér mætti hópurinn og fékk sér Kaffisopa og ræddi saman í upphafi fundar

 

lausnir2_958355.jpg

 

 

 

 

 

 

Mynd 2: Hér er sýnt hvernig ræða við Markþjálfa fer fram

Hér sitja tveir Markþjálfar í samræðu og eru að sýna fólki á fundinum hvernig Markræða fer fram. Þeir sem voru á fundinum gátu síðan fengið viðtal við Markþjálfa.

Markþjálfarnir voru með nokkuð mismunandi áherslur. En ég valdi mér Markþjálfa sem gefur sig út fyrir að vinna með ELDMÓÐ.

lausnir3.jpg

 

 

 

 

 

 

Mynd 3: Hér er hópurinn í samhengi með Markþjálfum

Þó ekki hafi verið margir á þessum fundi þá er alveg ljóst að þeir sem mættu þarna fengu mjög mikið út úr honum og ég er næsta viss um að flestir skemmtu sér líka mjög vel.

 

lausnir4.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Mynd 4: Hér eru nokkrir Markþjálfar að ræða almennt um allskonar breytingar

Í þessu atriði sem byrjaði rétt eftir hádegi, þá röðuðu sér nokkrir Markþjálfar í hring og sýnd hvernig Gagnræða fór fram. Innst í hringnum var settur 1. blómavasi með blómum. 2. Lítill dúkur og 3. Hljóðnemi.  Stundum er notaður smá bolti í stað hljóðnema fyrir þann sem er með orðið.

Hér tóku þeir Markþjálfar sem vildu tala frá sínu Hjarta upp Hljóðnemann og töluðu um hvað í þeirra brjósti bjó varðandi allskonar breytingar. 

Þarna komi ýmislegt fram. Þau ræddu um breytingar í eigin lífi og þjóðarbreytingar líka. Síðan var rættum breytingar eins og fæðingu og dauða svo dæmi sé tekið.

Mjög fróðlegt og áhugavert.

Ég mæli með því að fólk sem vill byggja sig upp og öðlast meiri tenginu við lífið skreppi niður á Klapparstíg 25 (4h.) og spjalli við Markþjálfa. Í byrjun væri hægt að fá upplýsingar um út á hvað það gengur. Einnig um námskeið sem þeir halda fyrir fólk.

Hér er slóð á heimasíðu Markþjálfunar og líka á Gagnræðu.

Evolvia

Markþjálfun

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband