Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Frábært!

Jæja réttlætið fékk að ráða. Nú fær þjóðin að velja. Flott hjá Forseta vorum! Loksins stendur hann með þjóðinni.

Nú verðum við að ganga vel í vinnu sem erum á móti þessu Icesave. 

Bíðum og sjáum hvað gerist næst. Hvað gerir ríkisstjórn og alþingi?

 


mbl.is Staðfestir ekki Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsetinn mun koma með yfirlýsingu um málið eins og síðast.

Hvað finnur hann nú til? Er ekki um 44.000 manns þverskurður þjóðarinnar og nóg? Eða er hann algjör leppur þessa liðs?

Hvernig á Forseti Íslands að geta staðið gegn ótvíræðum vilja þjóðarinnar? 

Hann hlýtur að vellta því fyrir sér hversu andstaða fólksins í landinu er sterk á móti honum? Eða er honum alveg sama?

Mætum á Bessastaði kl. 10.00!

 


mbl.is Óska eftir fundi með forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirlýsing frá almenningi!? ný hugmyndavinna 1 varðandi Icesave

Ný hugmynd nr. 1

Ég legg til að við almenningur á Íslandi leggjum atkvæðagreiðslu okkar  á indefence sem hliðsjón að andstöðu okkar við þessa gjörninga.

Við almenningur í landinu sem er á móti þessu skulum taka okkur til að byrja með saman og semja yfrlrýsingu sem send væri út í Alþjóðasamfélagið. Í blöð og fréttastofur. Þar sem meðal annars kæmi fram að okkur hefði verið neituð þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave.

Það mætti afgerandi leiða alþjóð í ljós andstaða okkar við málið og þar komi fram okkar góði málstaður!

Þetta væri byrjunin á fullt sem væri hægt að gera!

 


Landráð og ekkert annað!

Góðir íslendingar. Það er alveg ljóst að í kvöld var framið Landráð gegn almenningi á Íslandi. Ríkisstjórn svífst einskis við að koma sínu fram. Jafnvel þótt að tugir þúsunda manna hafa skrifað undir andstöðu sína við málið.

Nú þarf fólkið á Íslandi að taka saman höndum og berjast gegn svona svikum við þjóðina! Það er alveg ljós að stjórnmálamenn nota það sem þeir geta til að komast til valda. Lofa öllu fögru en svíkja svo þegar að komið er að svona mikilvægu máli! Það hefði átt að setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu!

Nú skora ég á alla sanna íslendinga að koma saman hvenær sem er og berjast gegn þessu ofurvaldi sem neitar þegnunum um rétt sinn!

Það væri fullt hægt að gera í hugmyndabankanum. Segjum upp liðinu á Alþingi sem bregst þjóð sinni svona afgerandi. 

Það sannaðist hið forkveðna að alþingsmönnum og stjórnmálmönnum öllum er ekki treystandi fyrir að stjórna landinu.

Áfram Ísland og verjum okkar þjóð!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!


mbl.is Alþingi samþykkti Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það vantar í fréttina

Ég get hvergi séð neitt um það í fréttinni hverjir fengu svo að kaupa þessa banka. Hef þó heyrt að það væru að miklu leiti til útlendingar.

Nú var ríkisstjórnin semsagt að fá lán erlendis frá til að leggja í bankana. Síðan taka erlendir aðilar við og eignast bankana. Við íslendingar munum því eiga allt undir þessum útlendingum komið því þeir munu auðvitað veita fólki lán í framtíðinni og þá helst á okurvöxtum. Síðan munu þessir bankar kaupa upp fyrirtæki hér og þar.

Munurinn er sá að núna erum við undir þessum útlendingum komið og Ísland verður smám saman að hverfa undir útlensk eignarhöld og við verðum bara orðnir þrælar þessa fólks.

Mikið er framtíðarböl þessa lands og óhæfuverk þessa fólks sem er að koma landinu smám saman undir erlendi yfirráð. 

Við verðum að sporna við!

Endilega komið hér inn og sendi sína athugasemd sem veit hverjir erlendir aðilar eignast í bönkunum. Ég hef lítið haft tíma til að fylgjast nákvæmlega með. En vildi endilega koma skoðunum mínum á framfæri.


mbl.is Endurreisn bankanna lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brennum það!

Hvernig væri að taka þessa alla Icesave pappíra, safna þeim saman með öllu draslinu eins og frumvarpinu og öllu hinu og brenna það á Áramótabrennu?

Allavega gætu þessir menn losnað eitthvað pínulítið undan almenningsálitinu við að seinka málinu og/eða láta það hverfa með öllum ráðum!

Er annars ekki stuðningur við Steingrím sem stjórnmálamann ekki nálægt þeim stuðningi sem er við sjálft frumvarpið? Mér sýnist að það sé eitthvað svipað sem hefur komið út úr báðum skoðanakönnunum.

 

 


mbl.is Icesave mun ekki hverfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í mínum huga

Auðvitað er AGS lánið í beinum tengslum við að klára Icesave málið. Hvað annað? Þetta hangir allt saman á sömu spýtunni, AGS, Icesave og síðan innganga í ESB.

Hvað kemur það því við að Framsóknarmenn hafi átt í 14 ára óstjórn sem er þó geymt en ekki gleymt. Það voru ungir menn, fulltrúar innan flokksins sem leituðust eftir þessu láni og er virðingarvert að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir að við þurfum að halda þessu AGS láni. Sama hvaðan það kemur! Hópar, þingflokkur eða fólk inn til þingflokks.

Hinsvegar væri næsti leikur að spyrjast fyrir eftir láni annarsstaðar frá! Kannski Kanada, Japan eða Kína?

 


mbl.is Jóhanna beitti sér gegn láninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áratuga samskiptaörðuleikar yfirvofandi

Hefði ég verið í samninganefnd eða í ríkisstjórn þá hefði ég krafist þess að metið yrði tjón það sem íslendingar urðu fyrir  vegna hryðjuverkalagana sem Bretar settu á. Ég hefði líka krafist afsökunar frá þeim strax. Ég hefði líka farið fram á nánari útskýringu og það í fjölmiðlum. Ég hefði líka ekki verið að flýta mér að semja við Breta um Icesave. Ég hefði líka farið fram á að tjónið hefði verið metið og það gengið upp á mati verðgildi Icesave reikningsins.

Fyrr hefði ég ekki komið til baka til Ísland heldur en að hafa haft svör við þessu!

Við eigum ekki að vera flýta okkur að semja við þjóð sem kemur svona fram við aðra þjóð. Ég væri alveg tilbúinn að finna leið til að niðurlægja Breta á móti og það svo augljóst væri.

Allt hefði ég verið í samninganefnd eða í ríkisstjórn. 

Við eigum ekki að vera að flýta okkur að semja við Breta. Ef samið verður og við þurfum að fara með nýjan samning út þá byrjum við að fara með nýjan samning til Hollendinga og þannig virðum ekki Breta viðlits í langan tíma...................Allt þangað til að þeir hafi gefið útskýringar og beðist afsökunar.

Með því værum við komnir með pressu á Breta!

Krefjumst fullra svara frá Bretum strax! Og það opinberlega fyrir alþjóðlegum fjölmiðlum.


mbl.is Ár frá beitingu hryðjuverkalaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heldur hún virkilega að þetta sé svona?

Það er ýmislegt sem íslenskir stjórnmálamenn bulla í fréttamiðlum.

>Hún segir að þar stangist á gerðir Breta og meginreglu Brown sjálfs. Með því að láta Íslendinga greiða fyrir mistök íslensks einkabanka. „Breski forsætisráðherrann hefur sagt að almenningur eigi ekki að líða fyrir rangar gjörðir bankanna en að  bankarnir eigi að umbuna almenningi. Greinilega telur hann ekki íslenskan almenning þar með," segir Jóhanna.

Hvernig getur hún sagt þetta þegar  hennar stjórn stendur ekki með almenningi á Íslandi í þessu Icesave máli í stað þess að vera á móti þeim? Afhverju eruð þið í ríkisstjórn ekki að framkvæma það sem breski forsætisráðherran sagði?

>Hún segir að Íslendingar beri sjálfir einhverja ábyrgð hruninu en helsta skýringin sé óhaminn kapitalismi og græðgi. Auk mikilmennskubrjálæðis og krosseignatengsla fárra leikmanna.

Hinn almenni borgari á Íslandi voru fórnarlömb þeirra sem bjuggu til óðærið og plötuðu fólk til þátttöku. Hinn almenni borgari Íslands ber litla sem enga ábyrgð á hruninu. Það eru eingöngu þeir sem gerðu allt frjálst og lofuðu græðgina. Það var aðeins sumt af fólki sem leiddist inn með en alls ekki allir! Síðan voru búnar til þær aðstæður að saklaust fólk lenti í miklum fjármálaerfiðleikum vegna þess hvernig bankakerfið hefur virkað inni í þessu græðgis-hagkerfi. Og það margir orðnir gjaldþrota vegna þess. 

Það er ekki þar með sagt að þú og þín stjórn og ykkar flokkar séuð saklaus í þessu máli því allir flokkar tóku þátt í þessum græðgis árum og stjórnmálamenn hafa notfært sér sjálfir aðstöðu sína til að hagnast.

Það eru allir stjórnmálamenn sem bera nokkra ábyrgð á að svona fór. Einmitt vegna þess að þeir hafa ekki verið vakandi til varnar þeim sem höfðu ekki getu til að standa undir því græðgisflóði sem búið var til fyrir þessa græðgispostula.



mbl.is Jóhanna gagnrýnir Brown
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verjum rétt almennings

Ég er með mótmælendunum í anda og vona að þau láti í sér vel heyra varðandi þetta Icesave mál allt.

Stöndum vörð um lýðræðisréttindi fólksins.

Við almenningur eigum ekki að borga skuldir fjárglæframanna. Það er grundvallaratriði og Mannréttindi!


mbl.is Viðbúnaður vegna þingsetningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband