Færsluflokkur: Pepsi-deildin

Velkominn til baka

Velkominn í Val Ingólfur. Það er öruggt að þú færð að spila leiki hjá félaginu en ekki bara hennt út í horn eða grafinn á bekkinn.

Þú mættir nú alveg segja upp umboðsmanni þínum. Ég set spurningarmerki við hann.

Það er vel skiljanlegt að ungir og efnilegir drengir vilji spila sem flesta leiki. Og auðvitað á að gefa ungum drengjum eins og þér tækifæri á að sanna sig.

Ég vona svo sannarlega að við Valsarar fáum að sjá til þín brillera á völlunum í sumar. Eigðu góða leiktíð.

 

 


mbl.is Ingólfur fór úr KR í Val
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með það þó vesturbæjarliðið sé komið í undanúrslit?

Þess var sérstaklega getið í greininni að Valur ætti engva möguleika á að komast í úrslit. Ha, haCryingGetLost

Ég hef nú litlar áhyggjur af þessu Reykjavíkurmóti. Skoðun mín er sú að þetta mót hafi mikið tapað þeirri reisn sem það hafði hér fyrr á árum.

Þannig lít ég á að það sé að mestu ætlað að komast inn í æfinga og leikja fílinginn fyrir sumarmótin. Þáttur í undirbúningnum. Að skoða og finna hvernig önnur lið eru að gera hlutina og finna fyrir leik þeirra. Jafnt sem og að finna leiðir til að skerpa leik síns eigin liðs.

Áfram Valur!


mbl.is KR-ingar komnir í undanúrslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þið eruð auðvitað velkomnir að Hlíðarenda Haukar

Spurningar varðandi málið.

Hversvegna ætti  nýrri leikvöllur Vals á Hlíðarenda að þola álagið frekar en leikvöllur FH?

úr frétt>FH-ingar töldu m.a. að völlurinn myndi ekki þola það álag nema að með því að farið yrði í kostnaðarsamar endurbætur á honum.

Ef álagið á völl FH væri svona mikið með því að hleypa Haukum að. Erum við Valsarar þá að eyðileggja völlinn okkar með því að veita Haukum aðgang að okkar velli.?Ég bara spyr því álagið á Vodafonevöllinn hlýtur jú að vera engu minna og jafnvel mætti segja að sá völlur væri viðkvæmari ef eitthvað er því á nýrri velli tekur oft meiri tíma að jafna sig inn í jarðveginn, undirlagið. Ég man nú eftir því þegar að við vorum að bíða eftir því að völlurinn okkar væri tilbúinn að leika á. 

Mér finnst þetta vera dálítill fyrirsláttur hjá FHingum. Það er hægt að sjá í gegnum þetta, nema að yfirlýsing þeirra sé því vanhugsaðri í orðalagi.

Er Bæjarstórn í Hafnarfirði að gera upp á milli íþróttafélögin þar?

Þess má geta að ég hef verið Valsari frá 6 ára aldri. Ég er jú líka uppalinn í gamla miðbænum.

Ég hef á undanförnum árum tekið Ljósmyndir fyrir Val.


mbl.is Fundur með bæjarstjóra breytti engu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram Eva Joly!

Gagnlegt væri að fá að vita hvað kemur út úr þessum viðræðum! Við skulum vona að flest af því berist út í þjóðfélagið. Að fréttamenn fái allar upplýsingar um þetta þegar að þau koma til baka.

Mikið held ég að starf Evu sé óeftirsóknarvert og vanþakklátt fyrir suma, því það hlítur að taka mikið á að komast inn í svona atburði sem tíðkuðust hér fyrir hrun. En nú er kominn tími á að eitthvað fari að gerast í þessum málum eins og að koma með ákærur. En slíkt þarf að gera smám saman frekar en að safna öllum þessum málum í einn grút. Þetta er örugglega svo viðamikið að það tekur marga mánuði að bera fram kærurnar og klára undirbúning á hverju máli fyrir sig.

Hvernig væri svona 10 til 15 ákærur í einu?


mbl.is Sérstakur saksóknari og Joly funda með SFO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband