Færsluflokkur: Evrópumál
Þriðjudagur, 23. apríl 2013
Skynsemistal
Veist þú hvað þú hefur mikil áhrif bara með því að vera til? Veistu um þann rétt þinn að fá að tjá þig á þann máta sem þú kýst þér í lífi þínu? Hugsaðu vandlega um öll þau tjáningarform sem þú átt kost á að nota með öllum skylningarvitum þínum. Meira að segja þó þú sést ein/n þá getur þú haft áhrif á líf þitt, líf annarra og umhverfi þitt. Einmitt vegna þess að þarna úti getur einhver verið að hugsa til þín. Það er svo þitt að velja hvernig þú vilt tjá þig, hvernig áhrif þú vilt hafa. En við sem einstaklingar erum jú bara mannleg og getum gert okkar mistök. Það er svo okkar að sjá þau og laga þau. En að sjálfsögðu eiga verðleikar okkar að byggja á öllu því góða siðferði það sem þjóðin velur sér.
Er það rangt að segja að það sé í nánd við eigin lífsleikni sem þú getur ræktað garðinn þinn best?
Nú er ég sem íslendingur fæddur inn í það umhverfi sem mér er boðið upp á að tjá mig og efla lífsleikni mína. Inn í það umhverfi sem á sér sína eigin sérstöðu með íslenskri tungu og þeim starfsháttum, menntun, menningu og listum sem okkur er boðið upp á. Sama á við okkur öll. En sú sérstæða byggist einmitt á því hvað við sem einstaklingar gerðum og gerum til að búa okkur til slíkt líf sem við viljum eiga.
Er það rangt að segja að lífsfærni sé mest uppbyggileg í nærumhverfi?
Það eru ákveðin forréttindi sem við sem einstaklingar eigum að halda í og byggja á. En það eru þau forréttindi að við sem íslendingar fáum notið þessara atriða sem lífið bíður uppá. Og þau forréttindi að fá að efla þessa sérstöðu okkar án beinna utanaðkomandi áhrifa.
Allar þær reglur sem við setjum eiga sér djúpstæðar rætur í þeirri sérstæðu menningu okkar sem við höfum byggt okkur upp sem þjóð. Allar þær reglur teljast þannig til okkar eigin lífsfærni og eiga að tengjast saman í órjúfanlegum böndum. Allar þær reglur sem verða búnar til teljast jú líka til að gera okkur kleift að að fá að njóta þess að búa um þessa lífsfærni. Öll mistök sem við gerum eigum við því sjálf þannig að leiðrétta meðal okkar. Hvort sem við erum einstaklingar, hópar eða þjóð sem heild. Allt það góða sem við gerum eigum við að sjálfsögðu að sýna alþjóðasamfélaginu.
Fjármálaumhverfi á að sjálfsögðu að beintengjast þeim atriðum er við sem þjóð eigum að fá að njóta sem afrakstur eigin hvata til að búa okkur til eigin hag. En að sjálfsögðu eigum við að byggja á því að allir einstaklingar fái notið þess afraksturs eigin verðleika. En öll eigum við þann rétt að fá að efla okkar lífsleikni og tengja hana hvernig afkoma okkar er. En að sjálfsögðu eru fjármunir eingöngu notaðir sem skiptimynt á verðmæti okkar.
Allt helst þetta þannig í hendur. Til okkar þjóðarmenningar teljast því einstaklingar, fjölskylda, ættingjar, vinir og aðrir íbúar sem byggja þessa þjóð.
Að sjálfsögðu eiga önnur lönd sér sína eigin menningu þar sem fólk á fá sín tækifæri til að efla sér sína lífsleikni. Þar sem ýmislegt gott verður til sem við íslendingar getum þannig lært af. Það er hinsvegar spurningin hvað við getum aðlagað okkar menningu og örugglega ýmslegt þar að skoða.
Við sem þjóð eigum þannig mikil tækifæri til að efla okkar eigin verðleika. Við eigum þau með margvíslegum auðlindum okkar. En mannauður er líka þar á meðal sem og þau gæði sem landið okkar hefur upp á að bjóða þar sem við getum tekið á og skilað jafnt ef ekki meira til baka.
Ég á mér val. En það er að ég vil fá að njóta þess að efla lífsleikni mína án utanaðkomandi aðila sem munu hafa mikil völd yfir ákvörðunvaldi okkar sem þjóð. Ég krefst þess að fá að byggja upp þá lífsleikni innan sérstöðu þess sem það land sem ég er fæddur inn í hefur uppá og mun hafa uppá að bjóða.
Við esb segi ég því ákveðið NEI TAKK!
Föstudagur, 25. maí 2012
Villandi upplýsingar?
Ég veit ekki til með þessi atvik. En ég veit um tilfelli sem undirskriftasafnari fyrir frambjóðanda hefur sagt fólki að það gæti skrifað undir á fleiri en einn lista. Hélt að þetta færi efti undirskriftasöfnun við kosningar til alþingis sem og þið vitið stjórnlagaþingi.
Vil ég því beina sjónum að kanna málið ef hægt er af þeim forsendum.
Vil nota tækifærið að beina sjónum ykkar á fína bloggrein mína:
Hvað er þetta með Dögun eiginlega? VAKNIÐ!
Kærði undirskriftafölsun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 24. nóvember 2011
Hún er skuggaleg
Segja má að framtíð ESB sé svona svipuð og myndin af Angelu. Dökk og skuggaleg. Myndin er svolítið táknræn því að skuggi fellur beint á mitt andlit hennar. Pínu ljósara á kinnarnar, en augun drungaleg. Það er eins og að vinstri kinnin falli í skuggann af þeirri hægri.
Merkel hefur haldið því fram að besta leiðin til þess að bæta ástand hins lamaða evrusvæðis sé að gera örlitlar breytingar á stofnsáttmálum ESB sem muni veita Brussel meira vald til þess að fylgjast fjárlögum aðildarríkja ESB og refsa þeim ef þau brjóta reglur sambandsins.
Aðrir, þar á meðal ríkisstjórn Frakklands og Framkvæmdastjórn ESB, vilja sameina skuldir evruríkjanna og veita Evrópska seðlabankanum aukin völd til þess að hafa afskipti af skuldabréfamörkuðum.
Hvaða pólar ætli taki völdin í ESB?
Hvort er betra ofurvald frá Brussel eða aukin seðlabankavöld?
Það væri alveg ljóst að svokallaðar "örlitlar" breytingar mun kalla á enn fleiri "örlitlar" breytingar í framtíðinni. Þangað til að ofurvald vofir yfir aðildarríkin og þau munu sífellt hafa minna að segja.
Aukin völd seðlabanka kallar á stóraukna peningastjórnun og þeir sem eru inn í Evrunni munu þannig geta haft lítið að segja um fjárhagslega framtíð sína.
Ég held það væri best að hætta þessu ruglsambandi strax því það er augljóst að það er svo margt sem tekur á og mikil vandamál sem þau ráða ekki við. Betra er að gera það sem fyrst því ef ekki þá verður aukin hætta á stríði.
Íslendingar vaknið nú og veljum okkur framtíð án þessa ofurvalds! Berjumst fyrir að búa okkur til eigin framtíð sjálf!
Segir framtíð ESB í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 23. nóvember 2011
Jólabókin í ár?
Össur er held ég bara sögupersóna í Fantasíu.
Sagan heitir: Pain in the Ossa pubis
En verkur þarna getur leitt upp í heila og orðið til þess að þeir sem hafa hann verða þrálátir á eitthvað sama hvað það kostar. Þetta er taugasjúkdómur með ofvirkni á taugaboð til heilans og út í líkamann. Þessi sjúkdómur getur orðið líka þess valdandi að þeir sem hafa hann séu alltaf á iði og á ferðinni. Geta þannig ekki verið kyrrir lengi á sama stað. Og eiga stundum erfitt með svefn.
Í alvöru talað. Það er dálítið mikið um það á Íslandi að sumt fólk getur ekki viðurkennt að hafa vitlaust fyrir sér. Og á ég ekki þá bara við Össur..................
Össur hlýtur bara að vera með einhverja þráláta hugfötlun. Og dreymir bara ESB
Umræðan súrrealísk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 8. nóvember 2011
Ég krefst að!
Ég krefst þess að Sf hætti að halda þjóðinni í gíslingu!
Það er kominn tími til að þessi mikli minnihluti í þessu máli hætti að halda þjóðinni í gíslingu!
Því þetta er ekkert annað en gísling. Við verðum að átta okkur á því. Hefði þessi voða-flokkur ekki verið kosinn til stjórnar þá myndi þetta mál ekki vera eins og vofa yfir þjóðinni. Við hefðum aldrei farið í þetta viðræðu-ferli.
Það er nú tildæmis ein af ástæðunum fyrir því ég hef talað um að við ættum að draga okkur út úr þessum viðræðum strax!
Ég hef annars ekkert skoðað Facebook-síðu þessa þingmanns sem skrifar um þetta mál.
Það er mikill kraftur í þjóðinni að velja sér nýja íslenska samræmda leið til framtíðarinnar. Leið sem er og verður alltaf miklu betri vegna þess hversu rík við íslendingar erum af landsins gæðum. Þeim sem við ættum að nota okkur algjörlega sjálf!
Íslendingar finnum okkar eigin leiðir fyrir framtíðina með nýjum leiðum með stóreflingu á Sjálfbærni þjóðarinnar. Því þar verða tækifærin til að setja í gang sjálfbær verkefni og búa þjóðina undir erfiða alþjóðlega framtíð. ÞAÐ ERU LEIÐIR TIL ÞESS!
Segir ummæli Össurar ekki trúverðug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 10.11.2011 kl. 00:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Laugardagur, 5. nóvember 2011
Þetta var sem sagt eins og ég hélt
Mikið var skrifað um málið í fréttum. Eins og tildæmis það að búið væri að fella þjóðaratkvæðagreiðslu út af borðinu.
Nú virðist allt fara svo að allir flokkanir myndi samsteypustjórn með Papandreou innanborðs og það verði af þessari þjóðaratkvæðagreiðslu.
>Sagði hann þær breytingar sem nauðsynlegar séu sögulegar og ekki verði hægt að ná þeim fram öðru vísi en með því að þjóðin öll taki þátt.
Það blasir því við að þjóðaratkvæðagreiðslan er enn upp á borðinu.
Það er nú skammarlegt af mér að segja frá því en ég vil beina sjónum fólks að bloggi mínu þar sem ég vísaði til tveggja frétta um málið og setti feitletrað sem ég vildi beina sjónum að.
Ég sjálfur bjóst alltaf við að Papandreou myndi halda velli. Það virðist svo þá að hann sé klókur kallinn eftir allt saman?
Vil ég nota tækifærið og benda á þessa bloggfærslu mína sem og aðra grein (um málefni Íslands) á bloggi mínu.
http://hreinn23.blog.is/blog/hreinn23/entry/1202542/
Stjórnin hélt velli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 01:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 3. nóvember 2011
Allra augu beinast að Grikklandi
Hvað gerir Papandreou?
Hvað gerir stjórnarandstaðan?
Nú snýst allt um að hvað stjórnarandstaðan gerir því eftir því sem þessar fréttir segja hafa þeir aðeins svarað hvor á móti öðrum. Það er ekkert víst að stjórnarandstaðan muni styðja við björgunarpakkann þó Papandreou segi af sér. Eða væri það sett sem skilyrði?
Úr fyrri frétt (næsta á undan) um málið:
>Útlit er fyrir að engin þjóðaratkvæðagreiðsla verði í Grikklandi um björgunarpakka ESB eftir allt saman. Sagði George Papandreou, forsætisráðherra, við ráðherra sína í dag að hann væri tilbúinn til að hætta við hana ef stjórnarandstaðan styður björgunarpakkann.
Úr þessari frétt frá stjórnarandstöðu:
Ég sagði við Papandreo að best væri að hann segði af sér og að bráðabirgðastjórn yrði komið á laggirnar fram að kosningum, sagði Samaras við AFP-fréttastofuna.
Hvetur Papandreo til afsagnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 2. nóvember 2011
Furðuleg yfirlýsing!
Samkvæmt heimildum AFP fréttastofunnar innan úr ríkisstjórn Frakklands munu þau Sarkozy og Merkel ætla að senda Papandreou skýr skilaboð á fundinum: Að þjóðaratkvæðagreiðslan snúist um aðild Grikkja að evru-svæðinu. Annað hvort fari Grikkir úr sambandinu eða ekki. Það yrði í fyrsta skipti sem Frakkar og Þjóðverjar veki alvarlega máls á því hvort ríki eigi að yfirgefa evru-svæðið.
Er verið að hóta?
Svona hótanir geta haft þver öfug áhrif! Ég yrði sko alls ekki hissa þó þjóðin hafni þessu. Sérstaklega með tilliti til stöðu almennings í landinu, mikilla mótmæla vegna kjara og svo bætist þetta við.
Sjálfbærniþorp hvað er það?
http://hreinn23.blog.is/blog/hreinn23/entry/1202226/
Getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 28. september 2011
Nú er ég sammála!
Ég er hjartanlega sammála núna honum Sigmundi. Þó ekki gerist það nú oft að undanförnu að ég sé styðji við einhvern íslenskan stjórnmálamann Vonast eftir því að þeir leggi nú fyrir þingið aðdraga þetta til baka!
Í mínum huga þarf þó að fresta þessu for-ever og við íslendingar tækjum til á okkar landi. En við eigum miklu fleiri tækifæri til þess en innan þessa ESB sambands.
Nú hafa stjórnmálamenn talað fjálglega (síðast í gær á ÍNN sá ég Sigmund Erni) um að við íslendingar ættum að vera með í alþjóðasamfélagi.
En hvernig alþjóðasamfélagi ættum við íslendingar að vera í? Á þann hátt að ganga í sérstakt samfélag sem er byggt á yfirstjórn risa ríkja eins og Þjóðverja og Frakka? Þar sem við þurfum að gangast undir sér reglur sem þeir vilja að við setjum?
Eða samfélag þar sem hver þjóð heldur sínum eigin rétti, jafnt viðskiptalegum sem öðrum og sinni sérstöðu til að knýja sig áfram? Er það ekki rétturinn okkar íslendinga?
Er ekki munur þar á?
Athugið þetta! Við íslendingar erum þegar í alþjóðasamfélagi sem snýst um heild þjóða. Samstöðu samfélagi. Allt annað tal er bara bull og kjaftæði. Ætlað til að rugla fólk í ríminu.
Vill fresta viðræðum í 18-24 mánuði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sunnudagur, 4. september 2011
Markaðs línurita greining á $DAX
Hér skoða ég smávegis stöðu á $DAX sem er German index:
Þeir sem þekkja eitthvað til tæknigreiningu á markaðsvísitölur vita um svokallaðar support og resistance tengingar.
Support er þegar að línurit hefur sterkt mótvægi (halda í) að verð falli ekki niður fyrir. Því nær support sem er hvor öðru, því sterkara er það. Ef verð fellur niður á "Support" þá er það test á því hvort það geti haldið því og tekið að hækka aftur. Hinsvegar er því dálítið öfugt farið þegar að markaðurinn er í svokölluðu frjálsu falli. En það má sjá með því að skoða línuritið hér fyrir neðan.
Resistance er mótvægi þess að vísitala á línuriti geti farið upp áfram og helgast á þeirri hugsun að markaðurinn hafi farið í topp og eigi erfitt með að fara upp fyrir toppinn. Sem sagt að verð hefur náð tímabundnu hámarki.
Þetta er einfaldasta skýringin á þessum hugtökum. Hinsvegar spilar ýmislegt inn í. Eins og spenna og vonir fólks fyrir að eignast í því sem er hækkandi sem og staða rekstrar og efnahagsreikninga líka.
Á markaðsvísitölum eins og $DAX $INE $CAC og FTSE spilar ýmislegt inn í eins og atvinnuleysi, skuldastaða og viðhorf þess á því hvort að stjórnvöld eða þjóðbankar þessara landa séu að eða hafi tekist að gera eitthvað til að rétta stöðuna við. Að minnsta kosti er það sem því er ætlað að gera. En þó endurspeglar fall markaðs línurita það líka að viðbrögð þeirra sem hafa með svona viðskipti að gera er oftast það að byrja að skorta (short selling) hlutabréf fyrirtækja sem og veðja á Options Put að einhver verðtala falli ákveðið niður á visst mark. Og það þegar að engin trú er á markaðnum, sem endurspeglast inn í línuritatölur markaðanna sjálfra. Á mjög slæmum degi (tildæmis í Þýskalandi) þá sjást lang flest fyrirtæki í hinum ýmsu geirum vera að falla og sum rosa mikið. Það endurspeglast síðan inn í markaðstvísitöluna.
Ath. síðan að þó að sum fyrirtæki virðist vera á leið upp á einum degi þá getur eitt stórt (eða nokkur í stærri) fyrirtæki haldið í markaðinn þó að mörg þeirra lægri séu í falli.
Hér er línurit sem sýnir dálítið hrap Þýska markaðarins að undanförnu:
ath. smellið tvisvar til að sjá í fullri stærð
Eins og þið sjáið þá hef ég sett hér inn bæði láréttar línur og örvar sem sýna support og resistance á markaðnum.
Við skulum skoða þetta eingöngu nú með hliðsjón af því. Þó margt fleira sýni mjög líklega stefnu markaðarins næstu daga.
Byrjum að skoða Resistance á toppnum (sem eru örvanar hér efst á toppnum). Eins og sést þá náðist toppurinn á $Dax þann 29. Apríl. Og næsti toppur á eftir var lægri. Á því sést að markaðurinn náði sig ekki upp fyrir resistance og var því of keyptur, eða með öðrum orðum ofspenntur. Þarna strax (eða um 06. Júlí) var augljóst að markaðurinn væri að falla. Spurningin var aðeins hversu mikið! Og í því lyggur að markaðurinn náði sér enn ekki á strik á næsta toppi því hann féll enn neðar.
Nú kom í ljós frjálst fall og endurspeglar línuritið viðhorfið úti í Evrópu þjóðfélaginu (ath. að markaðir annara landa í Evrópu eins og Frakkland, Ítalía og fleiri endurspeglar oft og svipað hina markaðina eins og tildæmis $DAX). Eða vantrú manna á allar aðstæður fyrir því að markaðirnir séu í góðri stöðu. Það má eiginlega segja að markaðinir endurspeglu neyslugetuna í löndunum sem og eins og áður segir skuldastöðu og atvinnuleysi. En þetta helst allt í hendur.
Það er mjög slæmt að markaðslínurit hafi lítið support og það sé amk. langt í það. Eins og á línuritinu sést þá er langt í supportið sem var á móti því sem markaðurinn féll niður í (í ofurfallinu) þann 08. Ágúst. En síðasta support þar var 4. Febrúar 2010. Þetta sýnir ótvírætt veikingu markaðarins. Eins og sést þá hríðféll verðið niður fyrir allar hinar support línurnar sem voru nær í dögum (sjá örvar sem vísa upp og eru undir láréttu línunum sem ég setti inn).
Nú getur verið að sumir vonist eftir því að markaðurinn sé aðeins að taka við sér vegna þess að hann hafi myndað nýja support línu þann 18. Ágúst. En það er augljóslega ekki að gerast því að nýjasti toppurinn (31. Ágúst) er enn lægri en sá næsti á undan (15. ágúst). Þeir sem vita dálítið um candlestick línurit geta séð að markaðslínuritið eigi eftir að falla amk. einn til tvo daga í viðbót. Því má teljast líklegt að verðið falli niður fyrir síðasta botninn (18. Ágúst).
Að lokum læt ég fylgja hér til samanburðar annað línurit sem sýnir $DAX (German index) á 6 mánaða tímabili.
munið að smella tvisvar á mynd fyrir fulla stærð
Niðursveifla á mörkuðum eftir atvinnuleysistölur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)