Og hvað svo?

Auðvitað á að fresta þessu máli eins og hægt er. Enda er þetta eitt hið skammarlegasta mál sem sögur fara af síðan að Ísland varð til. Að íslensk stjórn ætli sér að láta íslenskan almenning borga upp skuldir sem fjármála óreiðumenn bjuggu til. Að ætla sér að láta almenning tryggja skuldir fjárfesta.

En hvað er til ráða?

Við verðum að fresta þessu. Síðan þarf einfaldlega að endurreisa Ísland og stofna nýtt Lýðveldi almennings. Síðan þarf að senda þá yfirlýsingu út í aljóðasamfélagið að almenningur á Íslandi eigi ekki að borga þetta Icesave með mjög vel ígrunduðum útskýringum í sem flesta alþjóðlega fréttamiðla. 

Síðan þurfum við að senda þessa menn sem framkvæmdu og settu þetta í gang, alla út til Englands og Hollands því þar þurfi þeir að svara til saka fyrir að svíkja fjármagnseigendur og vinna af sér til að borga til baka til þeirra sem áttu fjármagn í þessum banka erlendis.

Hinsvegar er alltaf áhætta að leggja fé inn í banka eða að fjárfesta. Sú sama áhætta hafa íslenskir sparifjáreigendur þurft að standa í hér heima eins og þeir útlendu.

Ef þessu máli yrði öllu snúið algjörlega við þá ætti ég alveg að sjá það að mitt fé væri tapað og að almenningur ættu ekki að borga mér. Slíkt er hreinlega ósanngjarnt og fólki ekki sæmandi að gera kröfur til þess. Mér fyndist ég ekki geta átt kröfur á almenning, heldur frekar kröfur á banka og sjóð sem fjárfestar þeir innan þess banka hefðu átt að sjá til að væri nóg fé í til að borga öllum upp ef og þegar þurft hefði. ALMENNINGUR Á EKKI AÐ SJÁ TIL ÞESS!

 

 


mbl.is Vilja Icesave aftur í nefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Það merkilega er að ef aðrir flokkar væru við stjórn þá stæðu þeir MJÖG SENNILEGA í sömu sporum og staða þessi er fyrir ríkisstjórnina. Þá væru SF og VG hinum megin við borðið en Sjálfst. og Framsókn væru að reyna hvað þeir geta að fá málið í gegn um nefndina og þingið.

Sem segir allt!

Ef Almenningur réði þá væri einfaldlega kosið um þetta með atkvæðagreiðslu um málið eftir vandlega umfjöllun áður, en með aðstoð sérfræðinga af öllum borðum.

Og alþjóðasamfélaginu útskýrð útkoman því mjög líklegt væri að almennings stjórn mundi aldrei samþykkja þetta Icesave!

Guðni Karl Harðarson, 24.11.2009 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband