Föstudagur, 13. nóvember 2009
Áfram Ísland ljóma lund - nú fer ég inn á þjóðarfund
Í mars 2008 sendi ég Össuri Skarphéðinsyni bréf í bréfpósti þar sem ég stakk upp á að það yrði haldin þjóðhátíð á Þingvöllum. Hann svaraði því til ekki væri gefið leyfi fyrir einstaklinga að vera með hátið á Þingvöllum. En það var ekki sem ég var að sækjast eftir, heldur að íslenska þjóðin héldi þjóðhátíð á Þingvöllum með stuðningi og styrk frá Ríkisstjórn.
Það þarf að sameina þjóðina!
Ég hef alltaf haldið þessu fram að það þurfi að sameina þjóðina og byggja upp eftirvæntingu í fólk til að standa saman í erfiðleikum! En hvaða staður hentar betur til þess en Þingvellir? Helgasti staður íslendinga?
Við munum berjast fyrir landið okkar! Við viljum að íslendingar vinni sig sjálfir út úr öllum þeim vanda sem þjóðin er í! Við; almenningur í landinu verðum að taka höndum saman og setja í okkur kraft til að vinna okkur sameiginlega út úr vandanum þó það geti tekið nokkur ár.
Ég trúi því staðfastlega að við íslendingar eigum að finna okkar eigin leiðir í stað þess að leita eftir aðstoð erlendis frá! Ef og þegar okkur tekst þetta þá mun alþjóðasamfélagið segja í lotningu: SJÁIÐ HVAÐ ÍSLAND GERÐI!
Nú vil ég nota tækifærið og benda á mig sjálfan í þessu sambandi. Ég hef nánast reynt allt í lífinu. Farið í margar aðgerðir. Og unnið við ótal störf út um allt land, eins og á: Ólafsvík, Flateyri, Raufarhöfn, Höfn í Hornafirði, Keflavík, Keflavikurflugvelli, Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík. Mínar skoðanir ganga út á það að trúa á fólkið, okkur íslendinga!
ÞETTA ER JÚ "OKKAR ÍSLAND"!
Vegna allrar minnar miklu lífsreynslu þá trúi ég á að ég hafi nokkuð mikið um málin að segja. Meir en margur annar! Og get þá vísað í því sambandi sérstaklega til nokkurra einstaklinga sem ég hitti og talið við inni á fundum í Borgartúni síðastliðinn vetur. Þó ég vilji ekki nefna nein nöfn! Trúið mér! Ég veit hvað ég er að segja.
Ég mun alltaf trúa á að við almenningur á Íslandi getum staðið saman í að vinna okkur út úr þess vanda öllum. Það er svo sannarlega kominn tími til! Þó að það þurfi að gefa eitthvað eftir og veita fólkinu sjálfum til stjórnunar í landinu þá verður bara að komast reynsla á hvort að almenningur geti gert betur enn stjórnmálaflokkar.
ÞAÐ ER EINFALDLEGA KOMIÐ AÐ OKKUR ALMENNINGI AÐ TAKA MÁLIN Í OKKAR HENDUR!
Ég er á leið inn á Þjóðfund í fyrramálið og mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að hefja upp á mínu borði þessar skoðanir mínar þar sem ég kem því við. Skoðanir sem ég trúi staðfastlega á að verði til góðs fyrir íslendinga í framtíðinni!
Nú þurfum við íslendingar að taka málin í okkar hendur! ÁFRAM ÍSLAND EKKERT ERLENT BULL!
Íslendingar enn svartsýnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Íslendingar við eigum að njóta afraksturs erfiðis okkar sjálfra og byggja upp sjálf okkar eigin framtíð!
Guðni Karl Harðarson, 13.11.2009 kl. 23:16
Ég mun taka myndir og birta hér á bloggi mínu fljótlega. Sennilega seinnipartinn á Sunnudag eða fyrr ef ég get.
Guðni Karl Harðarson, 13.11.2009 kl. 23:19
Gangi þér vel á fundinum Guðni. Hlakka til að sjá myndirnar.
Magnús Sigurðsson, 14.11.2009 kl. 00:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.