Miðvikudagur, 21. október 2009
Plebbinn ég og allir hinir plebbarnir
Ísland is a "wasted land"
An essay in stimulating the public mind and try to free it from the usual influences of political parties.
Ræða sem ég hef ætlað að lesa upp.
Eitt sinn var ég pólitískt viðrini. Ég fylgdi flokkum og stefnum þeirra. Trúði því að stefnur þeirra og fólkið innan þeirra gætu gert eitthvað gott fyrir almenning og mig. En nú er ég frelsaður og laus við pólitíska ruglið því ég áttaði mig að pólitík snýst ekki um fólk heldur um það helst að komast til valda og viðhalda þeim völdum. Ef ekki er komist á tindinn í það sinn þá er haldið í pilsfaldinn og vonast eftir að brjótast hærra.
Hugsið ykkur að geta sagt sigh....... og andað djúbt og óbundið. Ég treysti því ekki á Borgara-eitthvað, Framsókn, Samfylkingu, Sjálfsstæðisflokkinn eða VG og er feginn að vera laus við flokkaruglið. Ég er frelsaður og líður vel þannig!
Hugsið ykkur að geta sagt sigh....... og andað djúbt og óbundið. Ég treysti því ekki á Borgara-eitthvað, Framsókn, Samfylkingu, Sjálfsstæðisflokkinn eða VG og er feginn að vera laus við flokkaruglið. Ég er frelsaður og líður vel þannig!
En nú er að finna leiðir til að gera stjórnun landsins okkar almennri og góðvænlegri. Til þess að það verði hægt þarf fólk að átta sig á að Íslandi verður ekki breytt í alvörunni innan flokkapólitíkunnar. Því verður ekki breytt innanfrá, því er það næsta verk að gera það utanfrá. Þessvegna verður fólk að spyrja sig hvort framtíð Íslands sé mikilvægari heldur en flokkastefnur og hagsmunir einstaklinga innan þeirra. Er framtíð Íslands fyrir okkur öll sem byggjum þetta land? Ef þú tilheyrir flokki eða fylgir flokki þá væri best að losa sig úr þeim viðjum því hagsmunir heildarinnar eru jú hagsmunir þínir og öfugt. Getur þó losað þig úr þumalskrúfunni og sagt sigh........., andað djúpt og rólega fegins hugar. Getur þú frelsað þig út úr þínum venjulegu pólitísku hugsunum? FRELSAÐU ÞIG FYRIR ÍSLAND, SJÁLFAN ÞIG OG HEILDINA!
En nú er svo að við að skapa nýja framtíð Íslands verður að vega og meta hvernig skal staðið að verkum. Undanfarin ár hefur auðlindum Íslands verið spillt í stórfyrirtæki útlendinga. Í stað þess að byggja upp þær aðstæður að við íslendingar getum sjálfir unnið að málum okkar með því að byggja upp nýtt land með sem víðtækastri þátttöku fólksins. En til þess þarf að finna leiðir að allir þegnar landsins geti unnið saman í sátt og samlindi með laun og afkomu. Besta leiðin væri að fólk gæti unnið að enduruppbyggingu úti á svæðum landsins, með nokkri sjálfsstjórn. En til þess þarf að setja í gang fullt af meðal stórum fyrirtækjum út um allt land til að byggja upp ónotaðar auðlindir landsins sem við eigum jú nóg af. Ásamt því að endurvekja gamlar starfsgreinar eins og Fiskiðnaðinn og Landbúnaðinn. Til þess þarf að hvetja fólk til verka og bjóða því upp á mannsæmandi kjör. Að búa til þær aðstæður að fólkið vilji vinna í störfum sem gæði landsins bjóða upp á. Í stað þess að vera hamra á menntun sem gerir oft lítið annað en setja í gang ofvæntingar í fólk.
En afhverju er þá ekki fólk að losa sig úr þessum fjötrum flokka til að geta átt möguleika á að fá eitthvað nýtt? Ég hef oft verið að tala við fólk á mínum stóra vinnustað um þessi mál og spyrja það afhverju það er ekki að taka þátt í mótmælum. Ég fæ þau svör að enginn sé að gera neitt fyrir alvöru til að búa til eitthvað nýtt. Langflestir spurðra svara því til að það sé búið að fá nóg af stjórnvöldum og ruglinu en samt fylgir því ráðleysi hvað eigi að taka við. Vonleysi um að fá einhverjar alvöru breytingar. Og algjör uppgjöf á stjórnmálamönnum og flokkum.
Málið er einfalt í byrjun þó það flóknara taki síðan við. Almenningur þarf ekkert endilega að taka þátt í þessum venjulegu mótmælum, einmitt vegna þess að það er búið að fá nóg. Nei! Fólk þarf ekki að gera neitt til að byrja með nema að vera heima og skrifa nafn sitt, kennitölu og heimilisfang á lítinn miða þar sem kemur fram að það vilji fyrir alvöru breytingar. Athugið að byrjunin er sú að safna nöfnum fólks sem vill breytingar fyrir almenning.
Hver væri þá tilgangurinn? Hann væri sá að sýna fram á að stór fjöldi almennings vilji alvöru breytingar og að Ísland geti tekið algjörlega nýja stefnu. Þannig gæti verið búið að safna a) 5.000 manns b) 10.000 manns, c) 20.000 manns osfrv. á lista sem segir að það vilji nýtt Ísland. Með því er fólk sem um munar að segja út í þjóðfélagið að það vilji endurvekja Ísland. Og ef nógu stór hópur þá er ekki annað en hægt að segja að svo margir vilji breytingar að það séu í reynd tvær þjóðir á Íslandi. Þeir sem vilji endurgera Ísland með nýjum formerkjum og áherslum og síðan þeir sem vilja það ekki..........
Svo einfalt er það. Því byrjunin gefur tilganginn til kynna með umfanginu og með því að gefa það í skin að við viljum endurvekja Ísland hvort sem hinir vilji það eða ekki. Það er ekki þar með sagt að við séum búin að því og það strax. Nei því að með fjöldanum fáum við vopnin upp í hendurnar! Og ekki væri hægt að neita okkur það frelsi að hafa þær skoðanir!
Við getum þetta alveg því það er svo einfalt! Framkvæmum hina þöglu byltingu fólksins. Endurvekjum Ísland og köllum nýja landið okkar:
VARMALAND
því það er alveg eins nóg af hita i þessu landi eins og kuldanum.
Því landið er jú okkar, almennings sem búum í þessu landi.
Því landið er jú okkar, almennings sem búum í þessu landi.
Meginflokkur: Mannréttindi | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 20:22 | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll; Guðni Karl, æfinlega !
Þú ert sko enginn plebbi; það er aftur á móti hyskið - sem við þurfum að fara að gera okkur óskaðlegt, eigi ekki verr að fara, Guðni minn.
Með beztu kveðjum; sem jafnan /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 00:39
Heill og sæll Óskar Helgi. Þakka þér fyrir hlý orð. Víst er ég plebbi ef ég nota það orð sem einn af almúganum
Það fer bráðum að koma að því að við losum út úr því sem er skaðlegt samfélagi okkar. Mælirinn er orðinn fullur!
Með bestum kveðjum, Guðni Karl Harðarson
Guðni Karl Harðarson, 25.10.2009 kl. 16:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.