Hversvegna stöndum við ekki saman?

Það sem ég er ekki að skilja er hversvegna við íslendingar stöndum ekki saman á þessum verstu tímum? Einmitt þegar að þörf er á!

Afhverju stöndum við ekki saman í að byggja upp nýtt Ísland? Því nóg er af fólki og vinnusömum höndum sem vill vinna að því að gera hér mannsæmandi þjóðfélag.

Afhverju stöndum við ekki saman í að verja Ísland gegn ágangi erlendra þjóða í stað þess að lúffa?

Afhverju er svona lítill skilningur í stjórnmálamönnum á hvað er manndómur? Og hvað sé réttlæti? 

Afhverju er réttlæti fólksins á Íslandi ekki sett ofar en að þurfa að borga í tryggingasjóð fjárfesta vegna Icesave? Hvort er vægið meira réttlæti fólksins eða eftirgjöf til annara þjóða vegna skulda sem við almenningur tókum ekki þátt í að búa til? Afhverju eigum við að verja þessa fjárglæframenn?

Jóhanna, Steingrímur og þið hin. Afhverju hættið þið ekki þessu rugli og standið með þjóð ykkar og fólkinu sem býr í því?

Hversvegna er Samfylkingin að sækja um ESB aðild á þessum síðustu og verstu tímum í stað þess að standa með þjóðinni á erfiðleikatímum? Afhverju væri ekki hægt að að athuga málin frekar eftir 5 ár tildæmis?

ÁFRAM ÍSLENDINGAR 

STÖNDUM SAMAN AÐ RÉTTA ÍSLAND VIÐ!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Guðni Karl, æfinlega !

Sennilegasta skýringin þar; mun geta verið, þverrandi siðmenning, sem siðferði, meðal Íslendinga, hvað; öðru fremur, stafar af óstjórn og nauðhyggju undanfarinna ára, sem áratuga.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 21:19

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Heill og sæll kæri Bloggvinur Óskar Helgi.

Það sem þú skrifar passar mjög vel það sem ég var einmitt að hugsa Já þverrandi siðferði þeirra sem stjórna.

En núna einmitt er þörfin mest að almenningur standi saman til að mynda nýtt Ísland. Því landið okkar sem við búum á er hrunið. Það er alveg ljóst að það væri aðeins almenningur þessa lands sem myndi þora að takast á fyrir alvöru til breytinga!Það hefur svo vel komið í ljós undanfarna mánuði.

Skrýtið að einmitt á þessum tímum sína stjórnmálamenn sterklega og greinilega fram á vangetu sína til að stjórna landinu. Þau átta sig ekki á að nú þurfi að gera hlutina upp á nýtt. En í stað þess að hjakka þau í sama farinu.

Við almenningur á Íslandi eigum aldrei gefast upp!

Með bestu kveðjum,

Guðni Karl Harðarson, 15.10.2009 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband