Um hvað er þessi frétt?

Já ég bara spyr.

úr frétt>Svör við 2500 spurningum Evrópusambandsins vegna aðildarumsóknar Íslands, verða tilbúin á föstudaginn og verða þá til Brussel til yfirlestrar.

úr frétt>Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingar, er formaður starfshópsins og sagði hún að ekki væri búið að ganga frá endanlegum svörum og því sé hægt að fara yfir og endurskoða svörin fram í miðjan nóvember. Síðan verði útbúið álit sem fari til ráðherraráðsins Evrópusambandsins í desember gangi allt að óskum.

Hvernig má skilja þessa frétt? Svör verða tilbúin á föstudaginn til Brussel en samt endanleg svör ekki tilbúin fyrr en um miðjan nóvember? Verða svörin sem send verða út á föstudaginn einskonar hint um hver lokasvörin verða fyrir Brussell að kíkja á þangað til að svörin verða alveg tilbúin? Þetta er þá svona pakki sem Brussel og Samfylkingin kastar á milli sín fram og til baka? Spurningarnar eru svo margar að  ætla mætti að þær verði að vinna mjög vandlega áður en að þær væru sendar út og það þá aðeins gert með samninganefndinni í lokin. En auðvitað eiga þeir sem eru á móti að vera með. Eða er þessi frétt bara bull og vitleysa?

Það er síðan sjálfsögð mannréttindi fyrir íslendinga að fá að lesa spurningarnar á íslensku því langt í frá er að allir séu nógu læsir á erlenda tungu og spurningarnar eru margar og flóknar. Síðan skiptir þetta allt saman svo miklu máli fyrir framtíð Íslands að þetta verður að vera til á íslensku. Þó ég sé auðvitað harður á móti aðild þá skiptir það engu máli í þessu sambandi og þetta sjálfsögð krafa.


mbl.is Svör við ESB-spurningum að verða tilbúin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Eins og ég hélt að þetta ætti að vera þá ættu svörin aðeins að fara út til Brussel tilbúin með samninganefndinni sem væri multi-tasked úr sem víðustum samtökum þjóðfélagsins.

Ekkert á undan frá Samfylkingu né einhverjum öðrum!

Guðni Karl Harðarson, 14.10.2009 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband