Fimmtudagur, 8. október 2009
Áratuga samskiptaörðuleikar yfirvofandi
Hefði ég verið í samninganefnd eða í ríkisstjórn þá hefði ég krafist þess að metið yrði tjón það sem íslendingar urðu fyrir vegna hryðjuverkalagana sem Bretar settu á. Ég hefði líka krafist afsökunar frá þeim strax. Ég hefði líka farið fram á nánari útskýringu og það í fjölmiðlum. Ég hefði líka ekki verið að flýta mér að semja við Breta um Icesave. Ég hefði líka farið fram á að tjónið hefði verið metið og það gengið upp á mati verðgildi Icesave reikningsins.
Fyrr hefði ég ekki komið til baka til Ísland heldur en að hafa haft svör við þessu!
Við eigum ekki að vera flýta okkur að semja við þjóð sem kemur svona fram við aðra þjóð. Ég væri alveg tilbúinn að finna leið til að niðurlægja Breta á móti og það svo augljóst væri.
Allt hefði ég verið í samninganefnd eða í ríkisstjórn.
Við eigum ekki að vera að flýta okkur að semja við Breta. Ef samið verður og við þurfum að fara með nýjan samning út þá byrjum við að fara með nýjan samning til Hollendinga og þannig virðum ekki Breta viðlits í langan tíma...................Allt þangað til að þeir hafi gefið útskýringar og beðist afsökunar.
Með því værum við komnir með pressu á Breta!
Krefjumst fullra svara frá Bretum strax! Og það opinberlega fyrir alþjóðlegum fjölmiðlum.
Ár frá beitingu hryðjuverkalaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Mannréttindi | Aukaflokkar: Löggæsla, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:26 | Facebook
Athugasemdir
Bretar eru ekki barnanna bestir.
Þeir hafa oft komið fram með mikillri hörku. Þeir voru þátttakendur í flestum umdeildu stríðum 19. aldar og þá var ekki ekki alltaf farið friðsamlega að. Þeir sýndu yfirgang í minnsta kosti 3 heimsálfum. Nægir að nefna þátttöku í Krímstríðinu með Frökkum, á Indlandi, Grikklandi og í Suður Afríku.
Mjög gott yfirlit um þessi stríð var í viðtali Egils Helgasonar við Einar Kárason í sjónvarpinu í gærkveldi varðandi Knut Hamsun.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 8.10.2009 kl. 10:58
Að ekki sé minnst á það hvernig bresk stjórnvöld rændu heilum eyjaklasa af Chagos fólkinu (John Pilger, 2004) og hvernig breskar yfirstéttir hafa byggt ríkidæmisitt á arðránum frá fyrrum nýlendum og núverandi síðnýlendum (það sama á við um Hollendinga).
Ef það er eitthvað gott sem þessi hryðjuverkalög og IceSave samningarnir hafa gefið af sér, þá er það að þeir eru fordæmisgefandi fyrir arðrændar þjóðir heims um hvernig á að ganga að fyrrum nýlendu- og núvernandi síðnýlenduherrunum.
Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 11:09
Þakka ykkur fyrir innlitið Guðjón og Rúnar.
Guðjón, já og yfirgangurinn heldur áfram og það gagnvart litlum þjóðum fram á 21 öldina. Þakka þér fyrir að láta mig vita af viðtalinu við Einar Kárason. Ég missti af því.
Rúnar>Ef það er eitthvað gott sem þessi hryðjuverkalög og IceSave samningarnir hafa gefið af sér, þá er það að þeir eru fordæmisgefandi fyrir arðrændar þjóðir heims um hvernig á að ganga að fyrrum nýlendu- og núvernandi síðnýlenduherrunum.
Ekki held ég að þetta sé alveg rétt því mikið þarf að breytast til að smáþjóðir geti gert eitthvað til að standa á móti þessum stóru eins og Bretum tildæmis. Völd Breta innan samfélaga heimsins eru alltof mikil til þess. Þá þyrftu smáþjóðirnar að standa vel saman. Þar að segja þær sem hefðu lent í einhverjum svona málum. Síðan er oft svo að rödd smá þjóða heyrist ekki nóg vegna þess að alþjóðafjölmiðlar velja úr þeim fréttum sem bornar eru út í alþjóðasamfélagið. Þannig gætu tildæmis Breskir fjölmiðlar kosið að senda ekki fréttir útaf hryðjuverkalögunum út eins og eflaust hefur verið raunin.
Guðni Karl Harðarson, 8.10.2009 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.