Lausin er fundin - nýjar tillögur að "Okkar Ísland" hagkerfis grunnur

Snemma í næstu viku mun ég senda þessar hugmyndir sem koma hér fram á ríkisstjórn,verkalýðsforistu og fjölmiðla. Síðan verður hún við hið fyrsta tækifæri sett inn í "Okkar Ísland" skjalið. Því breytt og sett upp á nýtt sem 1.04

Pælingar um pælingar,,,,,,,,,,,,,,

Þegar að ég nefndi það á fimmtudag hér á bloggi mínu að ég ætlaði að vera hér með efnahagslegar pælingar þá ætlaði ég að fara mjög vandlega yfir þessi fjárlög og skoða hvað hefði verið hægt að gera öðruvísi. Og ætlaði að vera með langan og vandlega unninn pistil þar um. En þá fór ég að hugsa málið í einrúmi. Ég tel mig nú hafa fundið aðra leið sem er í tengslum við viðsnúning á Lýðræðinu eins og getið er í "Okkar Ísland" skjalinu.

Ríkisstjórnir og fjárlögin,,,,,,,,,,,,,,

Ég hugsa með hrylling til þess að í hvert einasta sinn sem farið er í fjárlögin og þau stoppuð saman þá þurfi alltaf að grýpa til annaðhvort mikils niðurskurðar eða hækkandi skatta. Aðgerðir sem hafa alltaf svo sérstaklega mikil áhrif á öryrkja, eldri borgara og fólk í lægri tekjuflokkum. Alveg sama þó loforð hafi verið um hið gagnstæða. Nú sérstaklega erfitt vegna þess að álögur á hverja fjölskyldu mun vera yfir kr. 20.000 á mánuði. Nú sérstaklega vegna þess að í þessari kreppu sem er núna hefðu helst allar álögur átt að lenda á þeim settu þjóðina í þessa stöðu eða þá eingöngu sem eru með hæstu tekjurnar, sem lifa í flottum Einbýlishúsum og eiga Jeppa sem kosta yfir tug milljónir króna. 

Spariföt Keisarans eða gömlu gatslitnu fötin?,,,,,,,,,,,,,,

Það er alveg ljóst að allur vandi ríkisstjórna að stoppa saman ríkisfjárlögin mun alltaf lenda í því sama aftur og aftur að stoppa í götin sem myndast. Fötin hljóta að eyðast og notast upp með tíð og tíma. Því enginn getur gengið alltaf í óslitnum sömu fötum.  Að minnsta kosti ekki í því þjóðfélagi sem við lifum í dag.

Síðan mæta meðlimir þessara ríkisstjórna í sparifötunum í fjölmiðla fyrir alþjóð og reyna að fegra þær aðgerðir sem þær ætla að framkvæma. Eða að minnsta kosti að segja að annað hafi ekki verið hægt að gera. Fá fólk til að trúa á sig.

Það er alveg ljóst að allar ríkisstjórnir, sama með hvaða flokkum þær eru myndaðar hafa alltaf lent í þessum sama vítahring með fjárlögin, ár eftir ár. Á að skera niður? Á að hækka skatta? Á að gera sitt mikið af hverju?

Það er alveg ljóst að það eru engin efni fyrir því að hækka álögur á almenning og draga saman mánaðarlegu afkomu um rúmlega 20.000 krónur. Slíkt á ekki að vera hægt. Samt ætla þau að leyfa sér að gera það.

Nú skal finna aðrar leiðir,,,,,,,,,,,,,,

Hvernig væri nú fyrir alvöru að hugsa málin vandlega og finna aðrar leiðir þar sem hægt væri að losna út úr þessum vítahring? Losna við það að allar álögur lendi á þeim sem minnst mega sín. En er það hægt? Ég tel svo sannarlega vera hægt! 

Við sem höfum bloggað hér um að það þurfi að breyta landinu og auka verðmætasköpun höfum lent í því að jafnvel fólk í ríkisstjórn skuli gera grín að okkur. Til þess get ég nefnt dæmi á fundi sem var í Iðnó í sumar þar sem sjálfur Steingrímur gerði grín að hugsuninni um verðmætasköpun og nefndi hana með háði á munn undir lok fundarinns. 

Gallinn í þessu er sá að það er eins og kerfið sem við búum við í dag leyfi ekki það að verðmætasköpun geti haft svo mikil áhrif á afkomu landsins okkar. Heldur skuli taka lán og setja í bankana sem eiga svo að halda áfram að búa til þessa gervi peninga sem tíðkaðist hér á landi undanfarin ár. Svo dæmi sé tekið.

Gallinn er sá að stjórnmálamenn hugsa um verðmætasköpun innan þessa kerfis sem við búum við og gera sér alls ekki grein fyrir því að til þess að verðmætasköpunin virki á fullu þarf algjörlega að breyta kerfinutil að gera hana fullvirka.

En nú er kominn tími á að breyta til!

"Okkar Ísland" og efnahagstillögur þar,,,,,,,,,,,,,,

Þegar að ég setti saman skjalið mitt sem ég nefni "Okkar Ísland" þá var hugsun mín um fjármálin í því svo mikið inn í því fjármála og hagkerfi sem við búum við í dag. Ég gerði mér ekki nógu mikið grein fyrir því að í breyttu kerfi þarf algjörlega breyttar forsendur á afkomu Íslands.

"Okkar Ísland" er það stór breyting á stjórnarkerfi landsins að þar þarf að fylgja með nýtt og algjörlega öðruvísi hagkerfi. Ég áttaði mig ekki á þessari staðreynd og hélt að hægt væri að búa til eða setja saman hugmyndir um breytt kerfi með því hagkerfis fyrirkomulagi sem við búum við nú.

Í þá veru mætti nefna þær hugmyndir um efnahagslegar lausnir sem ég setti inn í skjal mitt fjölluðu dálítið um tollaálagningar og flakkarnir með þær á milli flokka á nokkra mánaða fresti. Einnig nefndi ég að hægt væri að leggja á vörugjald á suma flokka til að ná inn peningum í stað þess að setja á virðisaukaskatt. Ef komið er síðan að eins inn á þau mál þá var gallinn sá að ríkisstjórn valdi kolrangan tollflokk til að nota vörugjaldið á, eða þennan svokallaða sykurskatt. Aldrei ætti að ná inn peningum (sama hvort það eru smáaurar eða stórarfjárhæðir) með því að leggja skatta á matvæli. Heldur frekar á ónauðsynjavörur á krepputímum. Einnig nefndi ég í skjalinu að setja í gang ýmsa sjóði.

Þegar að ég fór yfir þessi mál þá sá ég að ég var inni í sömu krýsunni og allar stjórnir lenda í. Margt af því sem ég nefni í skjalinu er spurningarmerki um hversu mikla peninga væri hægt að ná í ríkiskassann. Það miklar spurningar að segja mætti að þó ég nefndi að margt smátt geri stórt, þá getur það tekið dálítinn tíma að ná inn stórum fúlgum til hagstjórnar á ríkisfjármálin. Sem sagt. Það hefði þurft að stoppa í götin eins og í því kerfi sem við búum við núna.

Ég áttaði mig þannig á smá göllum kerfisins og því vöknuðu þessar hugmyndir upp sem ég kem nánar inn á hér fyrir neðan í þessum pistli.

 Grunnhugmyndir að nýju Hagkerfi innan "Okkar Ísland"

 

 í "Okkar Ísland" er ekkert ríki í þeim skilningi sem orðið er notað

Í "Okkar Ísland" eru multitasked fyrirtæki innan hvers annars-stórar og smærri einingar

 

Eftir að hafa hugsað málið mjög vandlega þá sá ég að það þarf að losa sig við þessa hugsun að þurfi að vera þetta venjulega ríki og ríkisbákn. Einmitt vegna þess að það eru þegnanir sem starta hringrás kerfisins og kerfið endar á að fara eftir þörfum þeirra.

Eftir að hafa hugsað málið mjög vandlega þá sá ég einfaldlega að ríkið eru almenningur og fyrirtæki eru líka almenningur. Þannig er hægt að losa sig líka við hugtök eins og frjálshyggja því að í slíku kerfi er ríkið frjálst og þegnar þess líka. Einmitt vegna þess að ákvarðanataka er hafin hjá sjálfum þegnunum.

Tilangur þessa er því að losa sig við þessi hugtök og losa sig út úr öllum hömlum vegna þeirra. Trúa því að það sé almenningur sá sem býr í landinu sé sá sem tekur ákvarðanir vegna eigin hags og hag heildarinnar.

Fjárhagslegs mál innan slíks kerfis þarf að byggja á  því allir þegnar þess geti notið afrakstur þess. Þannig er landið ein heild og fólkið innan þess. Þannig funkera og smærri fyrirtækin innan landsins og tengjast inn í allt heila batteríið.

Það sem við gerum - grunnurinn,,,,,,,,,,,,,,

Fyrst þarf því að taka burt það sem heitir, ríki, ríkissjóður og fjárlög. Landið þarf að eiga sjóðinn. Því þarf að reka Ísland sem heildarfyrirtæki með smærri einingum innan þess.

                              Landssjóður

1. Setja í gang Íslandsfyrirtæki sem rekur Ísland

2. Setja í gang smærri fyrirtæki út um allt land og tengja þau sem og þau sem eru fyrir 

3. Setja í gang markvissa verðmætasköpun út um allt land á svæðunum (fjórðungunum í "Okkar Ísland"

4. Smærri fyrirtækin hagnist af þeirri sköpun og einnig almenningur sem vinnur hjá þeim

5. Íslandsfyrirtækið hagnast líka á þeirri verðmætasköpun

 

1. 

Íslandsfyrirtækið hefur sinn eigin heildar Höfuðstól sem byggir á verðmætum jafnt krónuverðmætum sem og önnur fjárverðmætum eins og gjaldmiðlum annara ríkja. Inn í þennan Höfuðstól tengist starfsemi fólksins í landinu og starfsemi smærri fyrirtækja.

a) krónuvermætasköpun

Þegar að erlent fyrirtæki ætlar að kaupa vörur af íslensku fyrirtæki þá leiti það í Landssjóðinn með kaupum á vörunni með því fyrst að kaupa Krónur. Þannig ef erlent fyrirtæki vill kaupa 2000 stykki af Kexi frá íslenskri kexverksmiðju þá kaupir það krónur (það má orða þetta þannig að kaupa verið sé réttinn að vörunni)  í stað að þess að kaupa vöruna beint. Fær svo afhenta vöruna af Vöruhóteli Landssjóðs sem fyrirtækið er aðili að.

Inn í Landssjóð koma íslensk fyrirtæki með vörutilboð sín inn í sem einsskonar Vöruhótel sem væri hugsanlega staðsett á öðrum stað en Landssjóður sjálfur. Hvort sem fyrirtækið hafi vöruna á eigin lager eða lager Landssjóðs.

Þannig myndast mjög góð undirstaða undir krónuna og hún styrkist mjög mikið. Þannig er Höfuðstóll Landssjóðs hugsaður að nýta vermætasköpunina meðfram kaupum á krónunni í miklu magni.

2.

Smærri fyrirtækin úti í landsfjórðungunum eru hugsuð sem verðmætaskapandi með því að nýta mannafla (mannauð) og aðrar auðlindir sem landið okkar hefur upp á að bjóða.

Mynda skal samtengsl smærri fyrirtækjanna inn í heildarfyrirtæki landsins sem er Landssjóður. Þannig væri hagnaður Landssjóðs sem (mætti hugsa sér prósentu) partur af hagnaði fyrirtækisins.

3.

Verðmætasköpunin er hugsuð sem auðveldust innan smærri eininga eins og hvern landsfjórðung fyrir sig. Í nálægð við íbúana er auðveldara að búa til og setja í gang tækifæri sem nýtast öllum þegnum fjórðungsins. Hugsunin er sú (eins og er þegar nefnt í "Okkar Ísland" 1.03) að hver fjórðungur haldi utan um og sjái um aukningu verðmæta um 3 til 5% árlega fyrir hagsæld Íslands. Þannig hagnist Landssjóður um 15 til 25% árlega á sölu verðmæta og væri það hægt að nota til að gera Hagvöxt á Íslandi.

4. 

Smærri fyrirtækin selji vöru sína erlendis til sem og innanlands. Þeir sem vinni hjá fyrirtækinu njóti hagnaðarins með launum sem og vinnuframlagi. (sjá nánari útfærslu í "Okkar Ísland")

5.

Öll viðskipti smærri fyrirtækjanna vegna sölu erlendis ganga í gegnum Landssjóðinn. Þannig hagnast sjóðurinn af beinum viðskiptum við fyrirtækin frekar enn að skattleggja þau!

Einnig hagnast Landssjóður á gjaldeyrisviðskiptum (sjá hér fyrir neðan).

 

Kaup á Gjaldeyri,,,,,,,,,,,,,,

Segjum að ég ætli að fara í ferð erlendis, tildæmis til Bandaríkjanna. Ferðin kostar að ég þarf 200.000 krónur í Gjaldeyri. Í stað þess að fara beint í bankann þá fer ég í Landssjóðinn með mínar krónur og kaupi aðgang að krónupappír sem gefur aðgang að Dollurum. Þar að segja, ég kaupi krónur af Landssjóð og fer með pappíra sem ég fæ í sjóðnum þar sem segir til um kaupin, gjaldmiðil og verðmæti kaupanna. Fer með þennan pappír til næsta banka og hann kaupir af mér pappírinn og borgar mér í gjaldmiðli (þessu tilfelli krónur). 

Nú á Bankinn verðmæti í krónunum sem hann heldur hjá sér í einhvern tíma vegna þess að krónan hækkar í verði vegna allra annnara viðskipta í Landssjóðnum. Verslar síðan með krónurnar.

Gjaldeyrir - innflutningur á vörum,,,,,,,,,,,,,,

Ég rek fyrirtæki og ætla að flytja inn vörur frá Bandaríkunum. Auðvelt. Ég fer á sama hátt og kaupi krónubréf og fer með í Bankann sem kaupir af mér krónurnar og skiptir í Dollara.

 

Með þessum aðferðum má stórlega gera krónuna okkar miklu öflugri og það á ekkert svo löngum tíma!

 

******************************Niðurlag************************

Hér er ég að kom með grunnhugsun á öðruvísi Hagkerfi sem vel væri hægt að úthugsa enn frekar og Hagfræðingar gætu útfært kerfið og búið til raunverlegt kerfi í kringum grunnhugmyndina!

Tilgangurinn með þessu er meðal annars sá að búa til kerfi sem nýtist fólki beint. Þar að segja að snúa þessu við þannig að vinnuaflið í landinu njóti hagnaðar að sífellt stærri Höfuðstóls Landsjóðs. Í stað þess að allar aðgerðir í fjárlögum séu alltaf markandi á þann hátt að hafa mikil tekjutaps áhrif á vinnandi fólki í þessu landi sem og öryrkjum og öldruðum. 

Að Fjárlög landins sé landsins fjársjóður (í fjársjóðsmerkingu) sem almenningur hagnist á í stað þess að tapa alltaf stórlega á í hvert sinn að fjárlög eru gerð.

 

Varðandi Icesave og önnur lán,,,,,,,,,,,,,,

Það sem ríkisstjórn er að gera með taka lán og henda 200 milljörðum í Bankanna er stórhættulegt einmitt vegna þess að í þau stóru götum sem bankarnir eru núna þá er svo mikil hætta á að ekki sé hægt að stoppa í þau göt svo auðveldlega því að þegar að búið er að stoppa í á einhverjum stað í gatinu þá verður bara til slit á hinum enda gatsins.

Ég á við það hversu gjörsamlega óábyrgt það er af ríksstjórn að henda peningum af láni í banka sem ekki er búð að klára endurskipulagningu í. Og einnig sú staðreynd að enn eru stór göt að stoppa í sem mjög erfitt er að framkvæma vegna þess að innan bankana er enn svo mikill gerningur á að búa til fé úr engu. Með allskonar aðgerðum sem verið er að nota. Það er engin trygging gegn því að fyrrum hærra settir starfsmenn sem voru í gömlu bönkunum og voru endurráðnir í þá nýju, noti sér  ekki aðstöðu sína til að halda áfram þeim leik sem tíðkaðist í þeim gömlu. 

Ég er með þessu að segja að það þarf að passa sig á að þessir peningar hverfi ekki bara og verði að engu vegna þess að einhverjir geti leikið sér með þá.

Hér á landi gengur dálítið sú hugsun að borga lán sé alltaf tapað fé. Það þarf ekki endilega að vera svo! Einmitt vegna þess að það má nýta tíma lánsins til fjármyndunar (gearing) þangað til að komið er að afborgunum af því.

Varðandi Icesave og önnur lán þá mætti hugsa sér að settur væri í gang sérstakur banki þar sem allt lánsfé fer í þangað til að þarf að nota það. Ég er þannig að leggja til að taka öll lán út og færa til hliðar til að búa til tryggingu á að lánin hafi sem minnst áhrif á hið nýja Hagkerfi. Þannig mætti setja allt lánsfé inn í slíkan banka.

Síðan þarf að breyta þeirri hugsun dálítið að öll lán séu tapað fé því vel er hægt að nota sér peninga af láni til að búa til verðmæti með þessum löglegu bankaviðskiptum á mörkuðum sem tíðkast í heiminum. Að gera slíkt á meðan að verið er að bíða eftir því að þurfa að greiða næstu greiðslu af láninu. En slíkar aðgerðir þarf auðvitað sérfræðinga til.


mbl.is Hækkun þjónustugjalda óhjákvæmileg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Grunnhugmyndin er sú með þessum hugmyndum eru þær að losna við álögur til öryrkja, aldraðra og almenning þegar að fjárlög eru gerð.

Að smám saman minnka skattaálögur með því takmarki að það verði nær engvir skattar í landinu í framtíðinni.

Að stórauka kaup á krónunni til stórstyrkingar á henni á sem skjótustum tíma

Að rekar allt Ísland sem fyrirtæki fyrir almenning

Að Ísland vinni sem ein heild með smærri einingum

Að hámarks nýta umhverfisvænar auðlindir með verðmætasköpun

Ath. Þetta eru sem slíkar aðeins hugmyndir sem mætti útfæra af sérfræðingum.

******

Það sem ég gleymdi í pistlinu:

Það mætti hugsa sér að skipta útibúum Landsjóðs á landsfjórðungana á sama hátt og "Okkar Ísland" er hugsað.

**********

Guðni Karl Harðarson, 3.10.2009 kl. 16:46

2 Smámynd: Ísleifur Gíslason

það þarf að breyta skattlagningu vegna lífeyrisgreiðslna þannig að innlegg í lífeyrissjóði sé skattlagt (þe. ekki frádráttarbært á skattframtali) en að greiðslur úr sjóðunum til aldraðra og öryrkja sé skattfrjálst.

Þetta væri sennilega besta kjarabótin sem hægt væri að gera fyrir þessa hópa og ætti ekki að kosta ríkissjóð neitt.

ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB  -  NEI við Icesave - NEI við AGSStyðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is

http://fullvalda.blog.is/blog/fullvalda/

Ísleifur Gíslason, 3.10.2009 kl. 16:55

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Sammála ef jú þó ekkkert annað verði gert. Það þyrfti að gera greiðlsurnar skattrjálsar fyrir öryrkja og aldraða.

ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB  -  NEI við Icesave - NEI við AGS

Guðni Karl Harðarson, 3.10.2009 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband