Þriðjudagur, 29. september 2009
Losum okkur við Ofurlaun úr þjóðfélaginu
Í Dv. í dag er frétt um fólk sem vann hjá gömlu bönkunum sem vill halda sömu tekjunum.
úr grein>Margir starfsmenn íslenskra fjármálafyrirtækja, sem fóru á hliðina í íslenska efnahagshruninu, sækja nú launa- og bónuskröfur í þrotabú þeirra. Starfsmennirnir sem gera kröfurnar munu að öllum líkindum skipta hundruðum. Kröfurnar í þrotabú viðskiptabankanna þriggja munu líklega nema hundruðum milljóna eða milljörðum króna.
Heimta áfram ofurlaun
Ef launagreiðslur hafa verið langt umfram það sem raunhæft hefur verið í eðlilegu þjóðfélagi með réttlátri launaskiptingu og án þess að ofurlaun hafi verið hægt að setja á, hvernig geta þau þá farið fram á áframhaldandi laun sem eru langt ofan við allt velsæmi?
Hvernig getur 1.000.000 fyrir störf í banka verið raunhæft þegar að venjulegt launafólk er að fá þetta kr. 150.000 til 300.000 krónur á mánuði? Hvar er brúin yfir þetta stóra haf spyr ég bara? Hvað þá 5 milljónir?
Er fólk almennt alveg úr tengsl við raunveruleikann? Hvað er að fólki?
Hvernig væri annars að setja klasa-stopp á launagreiðslur úr fleiri en einu fyrirtæki og banna öll tengsl á milli einmitt þegar að svona miklir erfiðleikar eru í landinu?
En Klasi hefur verið nefnt: landfræðileg þyrping tengdra fyrirtækja, birgja,
þjónustuaðila, fyrirtækja í tengdum atvinnugreinum og stofnana á.
Ég er hér að tala um þá hæstlaunuðu í bönkunum fjármálafyrirtækjum. Og á ég við að draga frá launum og setja skatt á allar klasagreiðslur, þar að segja öll laun fyrir tengsl inn í önnur fyrirtæki og stofnanir.
Ef ríkisstjórn sýndi að hún vill fyrir alvöru taka á málum varðandi launamál sem hafa tíðkast hér á landi sem eru langt út úr korti og kú. Þá hefði hún sýnt lit með því að stöðva strax tengsla og aukagreiðslur fyrir eftirlaun og bónusgreiðslur milli manna og fyrirtækja.Og banna öll hugsanleg launaleg og valda tengsl milli 1. ríkisstjórnar, 2. alþingismanna 3.starfsmanna innan fjármálastofnana, - yfir í fyrirtæki.
Tökum fyrir alvöru til baka peningana af fólki sem mergsugu þjóðfélagið!
Hreinsum þjóðfélagið
af öllum óeðlilegum greiðslum manna á milli. Greiðslur sem týðkuðust og gera það sumsstaðar enn.
Ein aðal Hræðsla þessara manna er að þegar almenningur tekur við í utanþings neyðarstjórn,
þá verði hafin
HREINSUN
Meginflokkur: Kjaramál | Aukaflokkar: Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:08 | Facebook
Athugasemdir
Hvernig er hægt að fá leiðréttingu á launum sem áttu ekki að vera til?
Eru menn að reyna svona varnartaktík (að koma með nógu miklar kröfur) svipað og reynt er þegar að unnið er að launasamningum milli launþega og atvinnurekenda, samanb. sækjast eftir meira þá útkoman kannski nær því sem hægt er að sætta sig við.
Guðni Karl Harðarson, 29.9.2009 kl. 17:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.