Þriðjudagur, 29. september 2009
Spurningar
Hvenær ætla þau að koma því inn í hausinn á sér að það er ekki almenningur sem á að borga þetta Icesave.
>Hún segir endurskipulagningu bankanna og lækkun stýrivaxta í uppnámi vegna tafarinnar.
Þetta er bara ekki rétt nema að þau ætli sér að henda enn meiri fé inn í bankana heldur en þessa 200 milljarða. Voru þeir ekki annars komnir inn fyrir löngu? Og var það ekki skilningur þeirra að endurskipulagningin gæti hafist eftir að féð væri komið inn? Eða á að henda enn meiri peningum í bankana?
>Jóhanna minnir Hollendinga og Breta á að Íslendingar vilji standa við skuldbindingar sínar en að á sama tíma geti hún ekki fallist á niðurstöðu sem kallar mikla erfiðleika yfir íslensku þjóðina.
Mikla erfiðleika yfir íslensku þjóðina?
Hver er skilningur þinn Jóhanna á hvað sé miklir erfiðleikar fyrir íslensku þjóðina? Hvaða bull er þetta? Er ekki Icesave álagið miklir erfiðleikar fyrir þjóðina þó að þessir fyrirvarar séu samþykktir eins og þeir eru? Almenningur á Íslandi á ekki að borga fyrir þessar tryggingar! Hvenær ætlar þessi stjórn að skilja þetta? Að þau eigi að finna aðrar leiðir. ÞESSAR ÁLÖGUR Á FÓLKIÐ ER EKKERT ANNAÐ EN BRJÁLÆÐI!
Ríkisstjórn Íslands er í þumalskrúfu sem hún ræður ekki við.
Jóhanna: Þolinmæðin á þrotum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 15:37 | Facebook
Athugasemdir
Ríkisstjórn Íslands er í þumalskrúfu sem hún ræður ekki við.
eða
Ríkisstjórn Íslands er í miðju þorskastríði, en er bara ekki búin að fatta það.
Axel Pétur Axelsson, 29.9.2009 kl. 16:14
Þakka þér innlitið Axel, átti þetta ekki að vera Þorskhausastríði hjá þér?
Hvenær verður búið að herða skrúfuna eða þurrka hausana nóg til að við almenningur getum nú fyrir alvöru tekið á málunum með utanþings neyðarstjórn almennings?
Guðni Karl Harðarson, 29.9.2009 kl. 16:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.