Mánudagur, 28. september 2009
Reisum Ísland við og endurvekjum landið okkar!
Berjum okkur eldmóð í brjóst fyrir
Ísland
Tökum höndum saman, förum út á strætin og segjum okkar orð! Þorum að standa saman þegar á mest reynir!
Stormum út á strætin og verjum okkar Ísland gegn ágangi fjárglæframanna, sem og íslenskum misvitrum stjórnmálamönnum og öðru fólki sem og erlendra mergsugu eignarhaldspostula.
Við skulum aldrei selja Sálu okkar. Heldur berjast og verja hið fagra Ísland sem er eign okkar. Eingöngu okkar. Landsins sem við byggðum upp af natni og vinnusemi í aldanna rás. Vinnuhendur almennings sem lögðu nótt og nýtan dag til að hafa í sig og á og nutu til þess gæði landsins okkar sem og afurða þess.
Þeir sem byggðu þetta land fyrir nokkrum öldum síðan myndu segja það að selja landið okkar væri þjóðarsvik og ekkert annað! Guð gaf okkur þetta land, okkur íslendingum til að byggja það upp. Þeir sem byggðu þetta land svíður staða þess nú.
Gerum frumbyggjana stolta af okkur almenningi á ný með því standa upp og snúa blaðinu við. Tökum okkur til og segjum hingað og lengra. Við erum búin að fá nóg.
Ísland er almenningurinn sem lifir í þvi. "Okkar Ísland"
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Mannréttindi, Viðskipti og fjármál, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 01:55 | Facebook
Athugasemdir
Rétti andinn, Guðni Karl.
Brjótum á bak aftur okurvaxtastefnu Seðlabankans
ÁFRAM ÍSLAND – EKKERT ICESAVE !
Jón Valur Jensson, 28.9.2009 kl. 02:34
Góður Guðni
ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB - NEI við Icesave
Styðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is
http://fullvalda.blog.is/blog/fullvalda/
Ísleifur Gíslason, 28.9.2009 kl. 02:54
Var heldur fljót á mér og póstaði þessa færzlu á Facebook'ið hjá mér án þess að biðja þig leyfis.
Vona að þú erfir það ekki við mig. En það þarf virkilega að koma af stað áróðri, vekja fólk upp af sinnuleysinu...eða hvað það er sem hrjáir landann. Og það fyrr en seinna !!!
Anna Grétarsdóttir, 28.9.2009 kl. 02:55
Eruð þið ekki búin að átta ykkur á því að hingað þarf að koma erlent rannsóknateymi til að upplýsa um stærsta bankasvindl í Evrópu.
Góðir Íslendingar. Útaf hverju er ekki sagt nei við Breta og Niðurlendinga? Af því að þá koma hér hersveitir eftirlitsmanna og rannsóknateyma. Þá mun það koma í ljós að íslenskir bankaeigendur og stjórnendur í skjóli stjórnmálamanna og flokka, kafsigldu íslenskan almenning í glannaskap sínum.
Við erum að tala um að þessir aðilar höfðu veðsett Ísland, gegn okurlánurum Evrópu. Ef almenningur kemst að hinu sanna, sem verður aðeins ef eftirlitsaðilar og rannsóknateymi koma hér til lands og fá að rannsaka sukkið, þá mun fjórflokksmúrinn falla, svipað og Berlínarmúrinn sem féll 1991.
Ég spái því að fjórflokksmúrinn falli árið 2010, ég finn það á mér að íslenskur almenningur fær uppreisn æru. Réttlætið mun sigra að lokum og þá mun fjórflokksmúrinn vondi falla.
Sú hætta að fjórflokksmúrinn geti fallið, því berst Steingrímur Joð hartrammi baráttu við að afhenda Icesave skuldaklafa á íslenska þjóð, svo hann og fleiri geti haldið áfram í pólítík.
Sveinbjörn Ragnar Árnason, 28.9.2009 kl. 08:45
Þakka ykkur Jón Valur og Ísleifur. Við getum tekið þessi mál í okkar hendur. Ég er handviss um að við vinnum sigur og það fljótlega!
ÁFRAM ÍSLAND -
NEI VIÐ ICESAVE - NEI VIÐ ESB!
Guðni Karl Harðarson, 28.9.2009 kl. 14:30
Þakka þér innlitið Anna. Það er alveg sjálfsagt mál að pósta þessu á Facebook. Ég hef ekkert á móti að góðir hlutir séu sendir áfram. Og því fleiri sem koma með því fleiri vakna og þá gerist eitthvað mikið fyrir Ísland!
En til eru nokkrir hópar þar sem eru á sama eða mjög svipuðum skoðunum eins og tildæmis Félag-fólksins sem alltaf er að bætast fólk við.
Guðni Karl Harðarson, 28.9.2009 kl. 14:34
Sveinbjörn ekki veit ég nóg sem stendur hvernig ég á að svara þér. Ég er þó líka á því neitun við Icesave eigi sér aðrar orsakir meðfram. Það sem bloggvinir Jón Valur, Kreppan og fleiri og ég öfum verið að skrifa um á bloggum okkar. Ástæðan eru m.a. þau lánakjör sem þjóðinni er boðið upp á.
Varðandi rannsókn á málum er það stórundarlegt að aðeins 13 manns séu að rannsaka bankahrunið á meðan að 200 manns eru settir í að vinna í ESB umsókn.
Ef við förum ekki að sjá viðbrögð varðandi ákærur fljótlega þá verður allt vitlaust!
Guðni Karl Harðarson, 28.9.2009 kl. 14:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.