Fimmtudagur, 10. september 2009
Um vörugjaldið á sykurvörurnar
Það er alveg með eindæmum ráðaleysið hjá þessari ríkisstjórn hvar hún ætlar að ná inn fjármunum. Nú er farið vera áberandi auknu álögurnar sem er að lenda á fólki úti í þjóðfélaginu.
Ég skrifaði um það á bloggi mínu fyrir nokkru síðan að það væri þó betra að hafa þetta sem vörugjald frekar en virðisaukagjald. Og auðvitað ruku stórkaupmenn í blöðin að mótmæla því að ríkisstjórnin hafi breytt þessum sykurskatti úr virðisaukagjaldi í vörugjald. Þó eflaust hafi ríkisstjórnin ekki breytt þessu vegna þess að ég skrifaði um það. Hinsvegar er alveg með ólíkindum að svona hækkanir eigi að hafa áhrif á annað út í þjóðfélaginu eins og tildæmis húsnæði. Sem segir að það þarf umsvifalaust að taka húsnæðiverðið út úr verðbólguvísitölunni og setja upp sérstaka húsnæðisvisitölu.
Það má geta þess að í skjali mínu "Okkar Ísland" nefni ég að það mætti hækka vörugjald á ýmsum ónauðsynja vöruflokkum en tímabundið með flökkuskatts fyrirkomulagi á milli mánuða. En ónauðsynjavörur þýðir ekki að það séu í matvælavöruflokkum. Það eru til fullt af vöruflokkum sem mætti skoða að nota frekar en matvælavöruflokka sem hafa miklu beinni áhrif á afkomu fólks! Það eru til alveg fullt af vörum sem fólk hefur kannski ekki mikið að gera við svona dags daglega.......
Það sem ríkisstjórn þarf að gera er að finna leiðir til að geta framkvæmt hækkanir á ónauðsynjavörur þannig að það hafi ekki áhrif á vísitöluna og efnahagslega afkomu fólks.
Auðvitað mætti svo nota meira aðrar leiðir eins og hækka tekjuskatt á þá sem eru í hæstu tekjuþrepunum.
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Kjaramál, Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:54 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.