Sunnudagur, 6. september 2009
Hvers á maðurinn að gjalda
Að hann hafi verið í þessari óstjórn sem hann var í og innan þess flokks sem áfram -óstjórnar yfir landinu?
Auðvitað á aldrei að bera á fólk rógburð! Slíkt er til háborinnar skammar fyrir fólk hvorum megin borðsins sem það er! En í þessu rosalega orðastríði sem við íslendingar eigum nú vill svo oft verða að svartir sauðir séu innan um. Báðum megin.
Sjálfur hef ég ekki borið lognar sakir upp á neinn og passa mig oft að nefna helst ekki nein nöfn sem ég er að skrifa um. Ekki veit ég hvort að hann Björgvin sé sekur um það sem er skrifað er um hann. En ég skammast mín fyrir að til sé rógburðarfólk innan þeirra skoðanabræðra sem ég fylgi að málum.
Allt sem ég skrifa er undir mínu nafni og dytti mér ekki í hug að skrifa undir dulnefni! Ég vil því nota hér tækifærið að biðja fólk að gera það sama og ég!
Björgvin G.: Ný vídd í nafnlausu níði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Mannréttindi | Aukaflokkar: Löggæsla, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:16 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.