Laugardagur, 5. september 2009
Hugmyndaflæði
Allt gott fólk sem vill leggja því góða íslenska málefni lið í því að koma í veg fyrir að Ísland gangi í ESB er velkomið hér inn á síðu mína í hugmyndaflæði...........
Með hugmyndaflæði á ég við að fólk leggi til allskonar hugmyndir um hvernig við getum unnið saman að okkar göfuga verkefni. En af einni hugmynd sprettur jú oft önnur og jafnvel veltur upp á sig, verður stærri.
Endilega komið með hugmyndir um hvað við getum gert osfrv.
Ætlunin er að setja í gang Facebook hugmyndaflæðis grúbbu alveg á næstunni sem verður opin aðeins fyrir ESB andstæðinga.
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:02 | Facebook
Athugasemdir
Ég virði mikils vðleitni þína, Guðni Karl. Hvernig er með Samtök fullveldissinna, ertu ekki í þeim? Eru þau ekkert að halda fundi nú um stundir? Látið mig vita af fundum með bloggbréfi. – Með heilum þökkum fyrir þína tryggu varðstöðu á Austurvelli í sumar,
Jón Valur Jensson, 5.9.2009 kl. 13:23
Þakka þér fyrir Jón Valur. Ég er ekki í Samtökum Fullveldissinna því ég vil ekki vera flokksbundinn! Ég er þó um margt á mjög svipuðum skoðunum og þeir! Ég læt þig vita af öllum fundum sem ég veit um. Og þó ég sé ekki í flokknum þeirra þá mæti ég eflaust þar á fundi.
Ég er aftur á móti í Heimssýn sem eru þverpólitísk samtök eins og þú eflaust veist.
Þakka þér sömuleiðis fyrir samstöðuna á Austurvelli í sumar. En höldum vörð um okkar ástkæra land!
Guðni Karl Harðarson, 5.9.2009 kl. 14:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.