Þriðjudagur, 1. september 2009
Hann segist ekki hafa vit? Eða er ekki það sem hann er að segja?
Mér finnst alveg sjálfsagt að fólk sem á í erfiðleikum með að greiða af lánum sínum skuli taka sig til og mótmæla! Að gera það með þessum ákveðna hætti verður til þess að ríkisstjórn mun neyðast til að vinna með hagsmunasamtökum heimilanna fyrir alvöru til að finna lausnir á þeirra sem eiga í erfiðleikum. Eða að öðrum kosti fer allt þjóðfélagið upp í háaloft!
>Hann segist ekki fá þau skilaboð úr bankakerfinu að það sé minni greiðsluvilji.
Guð minn góður? Í hvaða heimi lifir þessi maður eiginlega? Sjálfsagt þarf hann sjálfur engvar áhyggjur að hafa?! Hver er munurinn á minni greiðsluvilja og minni greiðslugetu?
Hvað gerist þegar að fólk lendir í því að tekjur eru orðnar miklu minni en gjöld? Það er ósköp einfalt mál. Þá lendir fólk í á endanum að ekki er hægt að ýta skuldunum á undan sér endalaust með því að taka ný lán til að borga þau gömlu. Hverjar eru orsakaninar fyrir því? Ekki einmitt háir og óréttlátir vextir? Og síðan sprakk húsnæðiskerfið þegar að bankarnir tóku við lánunum. Ég skil ekki eiginlega hana Jóhönnu í þessu máli því hún barðist gegn því á sínum tíma (án árangurs) að bankarnir færu að lána húsnæðislán og það jafnvel 100%.
Það er alveg sama hvort verið er að tala um einhver myntkörfulán eða önnur lán bankana. En það eru ótal ástæður fyrir vanda fólks þó sumir hafi eflaust lent í því að eyða um efnum fram þegar að ofurpeninga og eyðslustefnan var í gangi á fullu.
Við skulum sjá hvað gerist!
Háskalegt að borga ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Mannréttindi | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:44 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.