Góðir íslendingar - framtíðin er val okkar

Leiðin er vörðuð! Almenningur á Íslandi lætur ekki kúga sig! Það er alveg ljóst að Icesave málið kristallast af atburðum síðustu mánaða um fjármálakerfið á Íslandi. Það er alveg ljóst að ríkisstjórn ætlar sér ekkert að gera til að breyta út úr því fjármála og stjórnunarkerfi sem ríkt hefur hér á landi undanfarin ár. Það á að halda áfram með sama ruglið.

Ríksstjórn og alþingi ætla sér að kúga almenning í landinu með því að samþykkja ríkisábyrgð á Icesave. Að almenningur eigi að borga upp skuldir fjárfesta, fjármálaóreiðumanna er ekkert annað en glæpur gagnvart almenningi í landinu. En réttlætið í fólkinu á Íslandi er það mikið að við erum eins dugleg eins og við getum að sýna fram á óréttlæti þessarar kröfu! Við látum ekki kúga okkur til að borga það sem við eigum ekki að borga!

Í fyrri Búsáhaldabyltingu var gengið í því að koma fyrrverandi meirihluta óstjórn frá.

>Við gætum tildæmis mætt niður á Austurvöll með allskonar tól og tæki eins og potta og pönnur og allskonar önnur tæki sem fólki dettur í hug til að gera eins mikinn hávaða og við getum. Fólk gæti þannig dreyft sér í kringum alþingishúsið og látið vel í sér heyra. Tilgangurinn er sá að trufla ræður þingmanna með háfaða sem heyrist inn á þingið.

Einhvernveginn svona voru þau orð.

 

En verður til seinni Búsáhaldabylting? Hvernig lætur almenningur á endanum í ljósi óánægju sína þegar hún hefur safnast saman í mikilli reiði? Já! Leiðin er vörðuð því stjórnvöld hafa sýnt það og sannað að það er ekki umhyggja fyrir fólkið í landinu sem er í huga þeirra.

Þó ríkisábyrgð verði samþykkt á Alþingi fyrir Icesave þá er málinu alls ekki lokið fyrir almenning! Því skal ganga til þjóðfélags stríðs almennings á þann hátt að segja það ákveðið nú í framtíðinni að við ætlum ekki að borga þetta! Sama hvað það kostar. Í þeim tilgangi væri hægt að setja í gang nokkurskonar "ÖRYGGISRÁÐ ALMENNINGS" sem hefði þann tilgang að finna allar leiðir til að almenningur þurfi ekki að borga þetta! En til eru ýmsar hugmyndir þar að lútandi. Fólk gæti þannig haldið áfram að koma ákveðið fram í umræðunni úti í þjóðfélaginu og komið inn í "Öryggisráð" með hugmyndir sem væru (eftir sanngjarnar umræðu) komið á framfæri út í þjóðfélagið og út í alþjóðaþjóðfélagið!

Á endanum munu óstjórnir hrökklast frá völdum! Það er búið svo ákveðið að sýna það og sanna að það er sama hverjir eru við stjórnvölinn! Það er ekkert gert af viti. En við fólkið í landinu þurfum að hafa vit á að velja okkur nýja leið sem mundi stjórnast af því að tryggja almenningi í landinu viðunandi afkomu. Að enginn þurfi að líða skort! En til þess þarf að setja í gang nýtt stjórnkerfi! 

STJÓRNKERFI FÓLKSINS!

Því við erum búin að fá nóg og viljum leita nýrra leiða! Okkar leiða!

 


mbl.is Samstaða mesti sigurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Svo ég komi nú með fleiri uppástungur

Afhverju kjósum við okkur ekki næst eingöngu "drukkið" fólk á þing?

Guðni Karl Harðarson, 27.8.2009 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband