Þriðjudagur, 18. ágúst 2009
Áskorun til alþingis íslendinga vegna Icesave!!!!!
Ég skora á ríksstjórn og alþingismenn að gefa almenningi á Íslandi leyfi til að semja upp á nýtt. Með það í huga er ég að tala um að almenningur á Íslandi taki Icesave út úr höndum ríkisstjórnar og Alþingismanna og setji það í hendur þjóðarinnar! Það er íslenska þjóðin sem á að velja vegna þess hversu mál allt hefur áhrif á þjóðina!
Að almenningur á Íslandi myndi nýja samninganefnd um Icesave sem gengi út til saminga að nýju. Að samningnefnd verði algjörlega óstjórnmálaleg!
Vegna þess hversu mál þetta er svo mikilvægt fyrir þjóðina alla þá þarf þjóðin eiginlega að taka málið úr höndum ríkisstjórnar. Eins og tildæmis með því að láta alheiminn vita að almenningur á Íslandi æski eftir að semja um þetta mál. Láta vita út um allt í sem flesta fjölmiðla að þessi ósk hafi verið borin upp við íslensku ríkisstjórnina!
Ég mun síðdegis í dag senda alla þessa áskorun til að byrja með á alla alþingismenn og síðan mun ég semja bréf á ensku sem sendist á fjölmiðla út í heimi!¨Að þessi áskorun hafi komið fram!
Ef íslenska ríkisstjórnin verður ekki við þessari áskorun mun álit alþjóðasamfélagins koma strax á ríkisstjórn vegna málsins! Það er stór spurning hvert það álit verður!
Ég skora á alla bloggara að senda frá sér sömu áskorun! Bæði til allara alþingismanna og á fjölmiðla erlendis!
Meginflokkur: Mannréttindi | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll; Guðni Karl, æfinlega !
Ég hygg; að skynsamlegra væri fyrir mig, persónulega, að heimsækja eitthvert góðbýlið úti í sveit, og hrópa áskoranir mínar - til kúa og kinda, Guðni minn.
Skepnurnar; veittu mér meiri athygli, en þau Alþingis; sem og Stjórnarráðs setar, spjallvinur kær.
Þannig; blasa nú hlutirnir, við mér.
Með beztu kveðjum; sem oftar og fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 17:45
Heill og sæll Óskar Helgi
Veit ég vel hvað þú átt við því sennilega er vitið meira í sauðkindinni eða kúnum eða gaurana þarna á alþingi. Hitt er svo annað mál að það er mitt mat að við verðum að gera þetta til að sýna öllum að þjóðin vilji búa til nýja samningnefnd sjálf. Sama hvort það er hlustað á okkur eða ekki. Rödd okkar heyrist alltaf þó þú látir aðeins skoðun í ljós.
Með beztum kveðjum
Guðni Karl
Guðni Karl Harðarson, 18.8.2009 kl. 18:36
Ég bæti hér við:
Það er grundvallar munurá:
a) af stórum meirihluta þjóðarinnar að vera á móti ríkisábyrgðinni á Icesave en (svo) láta ríkisstjórn og alþingismenn um valið að segja NEI við ríkisábyrgð,
b) heldur en að koma beint fram og segjast vilja taka við samningagerð þannig að ópolitísk samninganefnd fari fyrir hönd þjóðarinnar eftir að þjóðin sjálf hafi sagt nei við ríkisábyrgð.
Þjóðin taki sig til og velji sérfræðinga í nýja samninganefnd fyrir hönd hennar.
Með því er verið að frýja ríkisstjórn við hræðslunni að segja NEI og vilja fara aftur í samninga! Og að sína að þjóðin geti óhrædd sjálf sagt NEI!
Guðni Karl Harðarson, 19.8.2009 kl. 00:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.